Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 247 telja aS RA 27/3 gefi líklega bestu mót- efnasvörunina, hvað varðar Hl-mótefni. HPV-77 DE5 sé næst því sem mótefnavaki, en gefi oftast lægri' svörun og Cendehill verulega lægri svörun en hin tvö. Öll bólu- efnin gefi miklu lægri mótefni en eðlileg sýking. N-mótefni. N-mótefni teljast hin eiginlegu vernd- andi mótefni. Eru þau greind á hæfni sermis til að verja vefjagróður sýkingu. Eftir eðlilega sýkingu koma þessi mótefni fram nokkru síðar en Hl-mótefnin en hald- ast um árabil eins og þau. Þar eð tækni- lega er erfitt og seinlegt í framkvæmd að mæla N-mótefni, hafa þau ekki verið not- uð almennt sem mælikvarði á ónæmi. — Grillner33 bar saman N-svörun eftir bólu- efni'n þrjú, bæði 8 vikum og 2 árum eftir bólusetningu. Eftir 8 vikur reyndust fleiri hafa N-mótefni eftir RA 27/3 (37/39 = fjöldi jákvæðra sýna/fjöldi mældra sýna) en HPV-77 DE5 (23/29) og Cendehill (24 /43). Eftir 2 ár var enginn munur á RA 27/3 (20/20) og HPV-77 DE5 (16/17) en þær sem höfðu mótefni eftir bólusetningu með Cendehill stofninum voru færri (27/ 33). Auk þess var median gildi N-mót- efna hærra eftir bólusetningu með RA 27/3 og HPV-77 DE5 en gildið, sem fékkst þegar Cendehill bóluefnið var notað var mun lægra. GM gildi N-mótefna eftir all- ar þessar bólusetningar var samt mun lægra en eftir eðlilega sýkingu. Virðist því af þessu sem N-mótefni bæði komi fram síðar og hækki hægar en Hl-mótefn- in. Enell o. fél.20 og Fogel o. fél.20 fengu algjöra fylgni N- og Hl-mótefna, en hjá Carlsson o. fél.12 reyndust 4 af 129 já- kvæðum í Hl-prófi eftir bólusetningu ekki hafa N-mótefni, 12 vikum síðar. Er þó hugsanlegt að N-mótefni hafi myndast enn síðar, þ. e. svörun hafi verið mjög síð- búin hjá þessum fjórum. CF-mótefni. CF-mótefni koma fram eftir nýja rauðu hunda sýkingu, en eru verulega styttra í sermi en HI- og N-mótefni. Þau eru ekki talin nauðsynleg því ónæmi, sem verndar gagnvart sýkihgu. Erfitt er að dæma um þessi mótefni, þar eð meðferð mótefna- vaka við mælingu ræður nokkru um næmi aðferðarinnar. Fogel o. fél.27 og Wallace o. fél.80 fundu að RA 27/3 vekur CF-mót- efni mælanleg hjá sem næst öllum bólu- settum, en bæði HPV-77 DE5 og Cendehill hjá færri og GM gildi mótefnanna var þá einnig lægra. Theta og iota mótefni. Tveir mótefnavakar hafa fundist, nefnd- ir theta og iota og vekja þeir mótefna- svörun eftir eðlilega sýkingu. Fylgni er milli HI- og theta-mótefnavaka og haldast theta mótefnin árum saman í sermi. Tal- ið er hugsanlegt, að theta-mótefnavaki sé hluti Hl-mótefnavaka, en eitthvað vanti á til að þessi mótefnavaki hafi Hl-virkni. Iota er aftur á móti talinn innri mótefna- vaki veirunnar. Koma fram iota mótefni skömmu eftir eðlilega sýkingu, en hverfa úr sermi eftir ár. Bouvier o. fél.8 og Plot- kin o. fél.cr’ hafa sýnt fram á, að öll bólu- efni vekja theta mótefni. Iota-mótefni koma sjaldan eða ekki fram eftir bólusetn- ingu með Cendehill eða HPV-77 DE5, en aftur á móti finnast þau í sermi eftir bólu- setningu með RA 27/3. IgA-slímhúðarmótefni í nefkoki. Auk mótefna í sermi koma fram stað- bundin mótefni í slímhúð nefkoks eftir eðlilega sýkingu. Eru það IgA mótefni. Er talið að þau hafi e. t. v. þýðingu til varn- ar endursýkingu. Hindri þau þá margföld- un veiru í nefkoki eða hindri að veira nái sér niðri í slímhúð nefkoks. Eftir inngjöf RA 27/3 í nef (intra nasal inngjöf) koma þessi staðbundnu mótefni fram 1 04 05. Við inndælingu RA 27/3 undir húð (subcutan gjöf) koma einnig fram IgA slímhúðar- mótefni, þó í minna mæli en eftir intra nasal gjöf og ekki eru þau mælanleg hjá öllum bólusettum einstaklingum. Eftir bólusetningu með HPV-77 DE5 og Cende- hill koma ýmist engin IgA slímhúðarmót- efni fram eða í mjög litlu magni, minna en eftir RA 27/3 s.c.05. f hverju mismun- urinn á bóluefnunum liggur með tilliti til þessa, er ekki vitað. Hugsanlegt er að hér sé um að ræða mun á magni veira sem margfaldast í nefkoki eftir gjöf bóluefnis undir húð, þ. e. örvun á IgA mótefnum sé tengt magni þeirrar veiru sem mótefn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.