Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 42

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 42
248 LÆKNABLAÐIÐ in vekur. Tekist hefur að rækta veiru úr nefkoki eftir bóluseitningu undir húð með öllum bóluefnunum. Einnig er hugsanleg- ur munur á mótefnavekjandi hæfileikum bóluefnanna, þ. e. a. s. að RA 27/3 hafi mótefnavaka, sem horfið hafi við veiklun hinna tveggja bóluefnanna. Má í því sam- bandi vekja athygli á, að RA 27/3 er eina bóluefnið sem virkt er við intra nasal gjöf3 56 8e. Gætu hin, bóluefnin við veiklun hafa misst hæfileika til að ná fótfestu í slímhúð nefkoks og til að vekja þar stað- bundna mótefnamyndun. Sem dæmi um þessa mismunandi mót- efnasvörun má að lokum nefna athugun Horstmann o. fél.43 á hermönnum frá Hawaii. í þeim hópi voru a) 149 með mót- efni eftir eðlilega sýkingu, b) 15 menn bólusettir með Cendehill, c) 26 neikvæð- ir menn. Voru mæld HI-, CF-, theta- og iota-mótefni. í hópi a) höfðu allir HI- og theta-mótefni (57/57 = jákvæðir menn/ mældir alls). 81/130 höfðu CF-mótefni og 32/57 höfðu iota-mótefni. í hóbi b) höfðu 6/15 CF-mótefni, en enginn iota-mótefni af 15 bólusettum. Að nokkrum tíma liðnum höfðu allir 26 neikvæðir í hópi c) myndað öll þessi mótefni (9 veiktust, 17 sub-klinisk- ar sýkingar). Af hinum 15 bólusettu höfðu 10 fengið fjórfalda Hl-mótefnahækkun eða meiri, þ. e. endursýkingu og allir þessir 15 höfðu myndað io-ta mótefni. Fimm menn með mótefni eftib eðlilega sýkingu fengu endursýkingu. Voru þeir allir án CF- og iota-mótefna fyrir endursýkingu, en fjórir mynduðu CF-mótefni og iota-mótefni við TAFLA II Geometric mean titer Aldur Fjöldi HPV einstakl. ein- Cende- -77 RA Höfundar (í árum ) stakl. hill DE5 27/3 Grillner o.fél.**2 full- orðnir 511 32 39 51 Böttinger o.fél.it 12—14 906 82 73 185 Enell o.fél.20 12—14 384 104 139 218 Carlsson o.féH^ full- orðnir 158 56 72 118 Fogel o.fél27 13—17 82 92 116 170 Zealey o.fél.80 14 2004 98 162 Wallaco o.fél.80 5—6 49 56.1 64.0 Best o.fél.5 17—32 107 39.3 63.1 61.9 hana. Auk þess hafði Hl-mótefnamagn þeirra verið mikið lægra en hinna eða GM gildi 27.6 á móti GM gildi 101 hjá þeim sem vörðust endursýkingu. Virðist því af þessu sem myndun, magn og var- anleiki allra þessara mótefna hafi ein- hverja þýðingu hvað snertir vörn, þó að ekki sé vitað á hvern hátt. Hvað snertir gjöf bóluefnis er aðeins hægt að gefa RA 27/3 bæði um nef og undir húð3 10 2H66 68 e7. Myndun mótefna við gjöf um nef er líkari mótefnamyndun eftir eðlilega sýkingu. Þó hafa rannsóknir leitt í ljós að meiri hætta er á, að bólusetning mistakist og engin mótefnamyndun eigi sér stað við gjöf um nef10 27 Getur þar skipt máli, að t. d. aukið nefrennsli vegna kvefs geti varnað veiru að ná fótfestu í nefkoki. Eihnig þarf betri samvinnu við einstakling til að bólusetning um nef tak- ist. Ber sérstaklega að athuga þetta þeg- ar börn eru bólusett. Er gjöf bóluefnis undir húð því öruggari. 2. Aukaverkanir. Þær aukaverkanir, sem koma fram við bólusetningu gegn rauðum hundum eru flestar hinar sömu og einkenni eðlilegrar sýkingar. Helstar eru hiti, hálssæri'ndi, út- brot og eitlastækkanir, liðeinkenni og skyntruflanir. Örfáir sjúklingar hafa verið skráðir, þar sem alvarlegur útbreiddur myelitis hefur fylgt rauðu hunda bólusetningu. í a. m. k. tveim af þrem sjúklingum var um varanleg mein að ræða. Hjá engum þei'rra er þó hægt að segja með vissu, að bólu- setningin hafi valdið þessum einkennum, en vissulega ber að hafa þetta í huga við almenna bólusetningu4 42. Tíðni aukaverkana við bólusetningu er háð aldri einstaklingsins og er þetta í sam- ræmi við einkenni eðlilegrar sýkingar. Gildir þetta um öll þrjú bóluefnin, þó að munur sé á tíðni við samanburð þeirra. Hefur athygli beinst mest að liðverkjum, liðbólgum og skyntruflunum þar eð hinar aukaverkanirnar eru mjög mildar. Tví- vegis hefur tekist að rækta veiru úr lið- vökva eftih bólusetningu, í annað skiptið 4 mánuðum eftir bólusetningu62 8I. Rann- sóknir á börnum bólusettum með RA 27/3 sýna ýmist mjög lítinn eða engan tölfræði-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.