Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 45

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 249 legan mun á veikindum samanborið við óbólusett börn. Liðeinkenni eru þar mjög væg eða engin2 0 10 80. Sá aldurshópur, sem margir telja æski- legast að bólusetja eru stúlkur rétt að byrja kynþroskaskeiðið. E-r þessi hópur því á mörkum barnsaldurs og fullorðins- ára hvað tíðni aukaverkana snertir. Bött- inger o. fél.11 og Enell o. fél20 bólusettu 12 til 14 ára stúlkur. Tölfræðilegur munur á tíðni aukaverkana virtist ekki vera á bólusettu hópunum og óbólusettum sam- anburðarhópum. í rannsókn Böttinger o. fél. fengu 16% liðverki og 1.4% liðbólg- ur eftir bólusetningu með RA 27/3, 15% liðverki og 2.2% liðbólgur eftir HPV-77 og 17% liðverki og 1.7% liðbólgur eftir notkun Cendehill. í rannsókn Enell o. fél. voru 5% með liðóþægindi eftir bólusetn- ingu með Cendehill, 8% eftir RA 27/3 og HPV-77 DE5. í báðum þe-ssum rannsókn- um höfðu 5% í óbólusettum samanburðar- hópum liðeinkenni á sama tíma. Aðrir höfundar finna lítil eða engin merki un\ liðóþægindi í þessum aldurshópi87 26 ls. Við bólusetningu fullorðinna eykst mjög tíðni aukaverkana, aðallega liðeinkenna. Tafla III sýnir niðurstöður ýmissa rann- sókna, bæði heildartíðni aukaverkana og tíðni liðeinkenna. Þó að Cendehill bóluefnið virðist valda sjaldnar liðeinkennum fengu 5 af 28 drengjum á aldrinum 13—14 ára liðein- kenni eftir bólusetningu með Cendehill stofni í rannsókn Landrigan o. fél.50. í samanburðarhópi óbólusettra og ósýktra fengu 3.9% liðeinkenni. Var þetta í rauðu hunda faraldri í Minnesota. 65% stúlkna og 44% drengja 13 ára og eldri sem sýkt- ust af eðlilegum (kliniskum) rauðum hundum, og voru ekki bólusett fengu lið- einkenni. Er það hærra hlutfall en eftir bólusetningu. Skal þó tekið fram að ekki er vitað hver tíðni hefði orðið ef sub- kliniskar náttúrulegar sýkingar hefðu ver- ið taldar með eins og gert er við bóluse-tn- ingu. Flest einkenni koma fram á fyrstu 3 vik- um eftir bólusetningu51215 @2, o-g koma liðeinkenni s-íðast. Standa liðeinkenni oft- ast fáa daga eftir RA 27/3, lengst 8 daga5. HPV-77 DE5 getur valdið liðóþægindum síðar og geta þau staðið lengur, allt að 2 mánuði5 32. Virðast einkennin oftast vera frá hnjám, fingrum eða höndum og úln- liðum, en öll liðamót geta gefið ein- kenni5 20 50. Fyrsta rauðu hunda bóluefnið, sem kom á markað var HPV-77 DK12 en stuttu síð- ar komu fram HPV-77 DE5 og Cendehill. Fljótlega kom í ljós, að tíðni liðeinkenna o-g skyntruflana eftir notkun HPV-77 DK12 var miklu hærri. Komu þau einkenni oft síðar í ljós og stóðu miklu lengur en eftir notkun hinna bóluefnanna31 72 Varð þetta til þess að HPV-77 DK12 var tekið af markaði. Lýst hefur verið tveim sjúkdóms- myndum eftir HPV-77 DK12: A) Verkj- um í höndum og úlnliðum, sem komu að næturlagi. Stóðu þeir upp undir klukku- stund í senn og gátu slík köst orðið fleiri en eitt sömu nóttina. Fylgdi nálardofi í fingrum og stundum máttleysi. Engar lið- bólgur fylgdu. Mismunandi var, hversu marga sólarhringa óþægindi stóðu, en þau hurfu síðan endanlega. B) Endurtekin ein- kenni komu frá hnjám, þ. e. ver-kur í hnés- bót (fossa poplitea), verstur að morgni og gat sá bólusetti þá ekki rétt úr hnénu. Átti hann erfitt um gang, tyllti í fótinn TAFLA III RA 27/S HVP-77 DE5 Cendehill Höfundar Heildartíðni aukaverkana Liðeinkenni Heildartíðni aukaverkana Liðeinkenni Heildartíðni aukaverkanu Liðeinkenni Dudgeon o.fél.15 Grillner o.fél.32 Carlsson o.fél.12 Freestone o.fél29 Weibel o.fél.82 Best o.fél.ö 28/43* 34% 62% 18/28 4/43 11% 19% 7/28** 41.7% 13/28 44% 56% 8/28 32% 27% 14/25 38.7% 26/41 23% 56% 0/41 7% 12% 22.9% * einstakl. m. einkenni/einstakl. bólusettir ** 3 með vökva í lið

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.