Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1979, Qupperneq 45

Læknablaðið - 01.10.1979, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 249 legan mun á veikindum samanborið við óbólusett börn. Liðeinkenni eru þar mjög væg eða engin2 0 10 80. Sá aldurshópur, sem margir telja æski- legast að bólusetja eru stúlkur rétt að byrja kynþroskaskeiðið. E-r þessi hópur því á mörkum barnsaldurs og fullorðins- ára hvað tíðni aukaverkana snertir. Bött- inger o. fél.11 og Enell o. fél20 bólusettu 12 til 14 ára stúlkur. Tölfræðilegur munur á tíðni aukaverkana virtist ekki vera á bólusettu hópunum og óbólusettum sam- anburðarhópum. í rannsókn Böttinger o. fél. fengu 16% liðverki og 1.4% liðbólg- ur eftir bólusetningu með RA 27/3, 15% liðverki og 2.2% liðbólgur eftir HPV-77 og 17% liðverki og 1.7% liðbólgur eftir notkun Cendehill. í rannsókn Enell o. fél. voru 5% með liðóþægindi eftir bólusetn- ingu með Cendehill, 8% eftir RA 27/3 og HPV-77 DE5. í báðum þe-ssum rannsókn- um höfðu 5% í óbólusettum samanburðar- hópum liðeinkenni á sama tíma. Aðrir höfundar finna lítil eða engin merki un\ liðóþægindi í þessum aldurshópi87 26 ls. Við bólusetningu fullorðinna eykst mjög tíðni aukaverkana, aðallega liðeinkenna. Tafla III sýnir niðurstöður ýmissa rann- sókna, bæði heildartíðni aukaverkana og tíðni liðeinkenna. Þó að Cendehill bóluefnið virðist valda sjaldnar liðeinkennum fengu 5 af 28 drengjum á aldrinum 13—14 ára liðein- kenni eftir bólusetningu með Cendehill stofni í rannsókn Landrigan o. fél.50. í samanburðarhópi óbólusettra og ósýktra fengu 3.9% liðeinkenni. Var þetta í rauðu hunda faraldri í Minnesota. 65% stúlkna og 44% drengja 13 ára og eldri sem sýkt- ust af eðlilegum (kliniskum) rauðum hundum, og voru ekki bólusett fengu lið- einkenni. Er það hærra hlutfall en eftir bólusetningu. Skal þó tekið fram að ekki er vitað hver tíðni hefði orðið ef sub- kliniskar náttúrulegar sýkingar hefðu ver- ið taldar með eins og gert er við bóluse-tn- ingu. Flest einkenni koma fram á fyrstu 3 vik- um eftir bólusetningu51215 @2, o-g koma liðeinkenni s-íðast. Standa liðeinkenni oft- ast fáa daga eftir RA 27/3, lengst 8 daga5. HPV-77 DE5 getur valdið liðóþægindum síðar og geta þau staðið lengur, allt að 2 mánuði5 32. Virðast einkennin oftast vera frá hnjám, fingrum eða höndum og úln- liðum, en öll liðamót geta gefið ein- kenni5 20 50. Fyrsta rauðu hunda bóluefnið, sem kom á markað var HPV-77 DK12 en stuttu síð- ar komu fram HPV-77 DE5 og Cendehill. Fljótlega kom í ljós, að tíðni liðeinkenna o-g skyntruflana eftir notkun HPV-77 DK12 var miklu hærri. Komu þau einkenni oft síðar í ljós og stóðu miklu lengur en eftir notkun hinna bóluefnanna31 72 Varð þetta til þess að HPV-77 DK12 var tekið af markaði. Lýst hefur verið tveim sjúkdóms- myndum eftir HPV-77 DK12: A) Verkj- um í höndum og úlnliðum, sem komu að næturlagi. Stóðu þeir upp undir klukku- stund í senn og gátu slík köst orðið fleiri en eitt sömu nóttina. Fylgdi nálardofi í fingrum og stundum máttleysi. Engar lið- bólgur fylgdu. Mismunandi var, hversu marga sólarhringa óþægindi stóðu, en þau hurfu síðan endanlega. B) Endurtekin ein- kenni komu frá hnjám, þ. e. ver-kur í hnés- bót (fossa poplitea), verstur að morgni og gat sá bólusetti þá ekki rétt úr hnénu. Átti hann erfitt um gang, tyllti í fótinn TAFLA III RA 27/S HVP-77 DE5 Cendehill Höfundar Heildartíðni aukaverkana Liðeinkenni Heildartíðni aukaverkana Liðeinkenni Heildartíðni aukaverkanu Liðeinkenni Dudgeon o.fél.15 Grillner o.fél.32 Carlsson o.fél.12 Freestone o.fél29 Weibel o.fél.82 Best o.fél.ö 28/43* 34% 62% 18/28 4/43 11% 19% 7/28** 41.7% 13/28 44% 56% 8/28 32% 27% 14/25 38.7% 26/41 23% 56% 0/41 7% 12% 22.9% * einstakl. m. einkenni/einstakl. bólusettir ** 3 með vökva í lið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.