Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1979, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.10.1979, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 251 settu og þar með breytt GM gildi alls hópsins. Schiff o. fél.70 71, Rauh o. fél.08 og Herr- mann o. fél.30 gerðu rannsóknir á HPV-77 DE5, HPV-77 DK12 og Cendehill. Schiff fann ekki verulega breytingu á GM gildi mótefna 2 árum eftir bólusetningu með HPV-77 DK12 og Cendehill, en nokkra lækkun eftir 4% ár. Mótefni hjá 8.2% bólusettra með Cendehill og 4.3% bólu- settra með HPV-77 DK12 féllu fjórfalt eða meir og 3.9% bólusettra með Cende- hill höfðu engin mælanleg mótefni eftir 4% ár. Fjórfalda hækkun HI mótefna sýndu 4.8% (HPV-77 DK12). Staðfest var með mótefnamælingum að einstaklingar í næsta umhverfi höfðu sýkst af rauðum hundum. Var því ekki vitað hvort hæstu mótefnamælingarnar gætu verið vegna endursýkingar er þar með gæti haft áhrif á GM gildi. í rannsókn Rauh kom í Ijós helmingsfall mótefna á 2—3 árum hjá full- orðnum einstaklingum og unglingum. í hópi barna sem bólusett voru með Cende- hill höfðu 4% misst mælanleg mótefni og 6% fallið fjórfalt eða meira. Ekki er get- ið um eðlilegar rauðu hunda sýkingar í umhverfi né hugsanlega endursýkingu. Þó hlýtur eitthvað af börnunum að hafa sýnt mótefnahækkun og vakið grunsemdir um endursýkingu þar eð í þessum sama hópi var GM gildi nær óbreytt þó að 10% hefðu misst mótefni eða fallið fjórfalt, frá því 7 vikum eftir bólusetningu (34.2) þar til 4% ári síðar (38.2). Herrmann fann helmings mótefnafall á þrem bóluefnum (HPV-77 DK12, og DE5 og Cendehill) eft- ir 4 ár. Á þeim tíma, sem rannsóknin var gerð, voru einnig staðfestar náttúrulegar rauðu hunda sýkingar með mælingum á mótefnahækkun hjá fólki í nánasta um- hverfi. Auk þess var ekki vitað með vissu, hvort eitthvað af börnunum hefðu verið endurbólusett á tímabilinu. Að lokum skal geta athugana Horstmann44 á hópi barna bólusett með HPV-77 DE5. í upphafi bólu- setningar svöruðu 30% með fremur lágu mótefnamagni. Eftir 5 ár höfðu rúmlega 26% þeirra barna misst mælanleg mót- efni eða 5% til 10% af upphaflega hópn- um. Þeir höfundar, sem hafa athugað hverj- ir missa sín mótefni eða fá endursýkihgu, komast að þeirri niðurstöðu, að það séu þeir einstaklingar, sem hafi alveg frá upp- hafi haft lægra mótefnamagn en hinir2234 Magn mótefna í upphafi skiptir því máli, ef mótefnamagn á að haldast næstu ár eftir bólusetninguna. Vörn gegn endursýkingu er metin á tvennan hátt: A) Hl-mótefnahækkun fjór- falt eða meir gæti bent til einkennalausr- ar endursýkingar. B) Inngjöf veiru í nef (Brown stofn eða RA 27/3), og athugun á mótefnahækkun í blóði bólusettra eftir slíka gjöf (challenge), hefur verið notað sem mælikvarði á vörnina. Skal nú skýrt nánar frá þessum rannsóknum. A) I flestum rannsóknum koma fyrir mótefnahækkanir fjórfalt eða meir án þess að vitað sé um rauðu hunda sýkingu. Vit- að er að endursýkingar eiga sér stað einn- ig eftir eðlilega rauðu hunda sýkingu. Er tíðni þeirra talin miklu lægri (3% til 10%) en tíðni endursýkinga eftir bólu- setningu. Rannsókn Horstmann43 o. fél. leiddi í ljós, að 10 menn af 15 eða 80% sýndu merki um endursýkingu með HI- mótefnahækkun en aðeins 5 af 149 eða 3.4% með mótefni eftir eðlilega sýkingu. Farquhar2122 fylgdist með tveimur hóp- um bólusettra með mótefnamælingu einu sinni á ári. Að 2 til 3 árum liðnum fund- ust merki um endursýkingar, þó engin klinisk rauðu hunda sýking hefði greinst í hópnum. Reyndust 24 af 93 eða 26% bólusettra með Cendehill, 2 af 58 bólusett- um með RA 27/3 og 1 af 40 með ónæmi eftir eðlilega sýkingu fá mótefnahækkan- ir, sem voru taldar stafa af endursýkingu. Hafa fleiri höfundar fundið þannig ein- staklinga í sínum hópum1314. Hafi mæl- ingarniðurstöður þessara einstaklinga ver- ið teknar út úr hópnum, kemur í ljós að þeirra mótefnamagn er miklu lægra í upp- hafi en þeirra, sem ekki breyta mótefna- magni sínu. Má því nota upphaflegt magn HI mótefna sem mat á vörn einstaklings- ins og hættu á endursýkingum. B) Grillner34 bólusetti konur með þrem mismunandi bóluefnum undir húð. Tveim árum síðar fengu þær RA 27/3 í nef til að athuga tíðni endursýkinga og vernd bóluefnanna. Kom í ljós, að þær sem voru bólusettar upphaflega með RA 27/3 end- ursýktust síður eða 9% en HPV-77 DE5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.