Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1979, Page 70

Læknablaðið - 01.10.1979, Page 70
270 LÆKNABLAÐIÐ hugaðri ritskrá Læknablaðsins er ætlað að ná til erlendra rita eingöngu (sem er fráleitt) eða innlendra rita einnig, verður að íhuga þann tvíverknað sem af þessu nýja riti hlýzt, þvi allir eru sammála um, að í Læknatalinu eigi að koma fram stór hluti ritverka íslenzkra lækna. 1 stað þess að slíta þetta í sundur, sem við siáum engin rök fyrir, leggjum við ein- dregið til, að stefnt verði að einni tæmandi ritskrá, sem að sjálfsögðu yrði unnin af til þess hæfum fagmönnum í bókasafnsfræði og sem hluti af Læknatalinu, Læknum á Isiandi, 3ju útgáfu. Að því er gagnrýni gegn upptalningu stuttra ráðstefna og námskeiða varðar, viljum við að- eins taka fram, að sé iækni boðið að flytja erindi á alþjóðlegri ráðstefnu eða til að veita slíkri ráðstefnu forstöðu á einhvern hátt, þá finnst okkur full ástæða til að geta þess. Efast má um tilgang rits eins og Lækna- tals og spyrja, hvort læknar séu þar að aug- lýsa og unphefja sjálfa sig sem stétt eða með samanburði á kostnað hvers annars. Benda má á merkilega hugleiðingu Vilmundar Jónsson- ar þessu viðvíkiandi.-i Hér beinist gagnrýni okk- ar þó ekki að þessu. Þar eð upnlýsingasöfnun er sögð enn fjarri að vera lokið, teljum við, að þau atriði, sem hafa verið gagnrýnd, og þær breytingar, sem SVAR RITNEFNDAR OG STJÓRNAR L.f. Ritstjórar Læknablaðsins hafa góðfúslega gefið okkur kost á að svara strax bréfi því, sem birt er hér að framan, og þykir okkur vænt um að fá tækifæri til að leiðrétta þann misskiln- ine, er við teljum þar koma fram. I samhtióða samþykkt aðalfundar 1977 um endurútgáfu Læknatais fólust engin fyrirmæli til stiórnar um gerð bókarinnar. Stjórn L.I. valdi í ritnefnd þá menn, er hún treysti best tU að ritstýra verkinu, og var síðan á allmörg- um fundum siórnar og ritnefndar rætt um fvrirkomulag útgáfunnar. Það var sameiginleg ákvörðun stiórnar og ritnefndar o.g ósk ísa- foidarprontsmiðiu, sem samið var við um út- gáfuna, að gefið yrði út Læknatal í einu bindi. Til þess að svo mætti verða, var talið óhjá- kvæmilegt að draga saman og stytta kafia um hvern einstakan lækni. 1 þessari ,,samþjöpp- un“ hefur verið reynt að fella niður eins lít- ið af gagnlegum upplýsingum eins og mögu- legt er, og voru vissulega skiptar skoðanir í þessum hópi, hversu langt mætti ganga í því efni. Sérstaklega var ágreiningur um það, hvort hægt væri að fella niður nákvæma upptaln- ingu allra ritverka. Það má því segja, að rit- nefnd komi gagnrýni. hvað betta atriði snert- ir. ekki á óvart. en stjórn L.l. og ritnefnd töidu sig hafn fundið góða lausn þess vanda, svo sem fram kemur hér á eftir. Rétt þykir að ræða nánar 2 atriði þeirrar gagnrýni, sem fram kemur hjá bréfriturum: hér hafa verið lagðar til, ættu ekki að tefja útgáfu Læknatalsins að neinu ráði, þótt við þeim yrði orðið, og ef til vill örva suma lækna, sem hafa daufheyrzt, til þessa til að svara. HEIMILDIR 1. Starfsreglur Stöðunefndar. Læknablaðið. 62 (10 —12): 180—184, 1976. 2. University of Edinburgh Bulletin. 15 (10): 5, 1979. 3. Indriði Hallgrímsson. Miðbókasafn í læknisfræði. Læknaneminn. 31: 34—39, 1978. 4. Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Lækn- ar á fslandi. Önnur útgáfa, fyrra bindi, v—xiii, 1970. Beztu þakkir fyrir birtinguna. Bretlandi, 7. marz 1979. Ársæll Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Hannes Pétursson, Helga M. ögmundsdóttir, Helgi Þ. Valdimarsson, Katrín Fjeldsted. Ólafur Grímur B.jörnsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Reynir Tómas Geirsson, Sio'urión B. Stefánsson, Valgarður Egilsson, 1. Ekki sé séð um, að læknar komi á fram- færi upplýsingum um störf sín að rann- sóknum. 2. Fvrirhugað sé að „þjappa saman“ upplýs- ingum um ritstörf lækna. Hvað snertir fyrra atriðið, mun það tíðkast æ meir. að íslenskir læknar hafi rannsóknar- störf að aðal- og jafnvel eina starfi a. m. k. um visst skeið. 1 spurningalista þeim, sem lækn- um var sendur, er þess óskað, að menn skýri frá læknisstörfum sínum eftir kandidatspróf i tímaröð. fvrst aðalstörfum. Kunni læknar ekki V'ð pS telia rannsóknastörf undir þessum lið (hvað okkur f'nnst eðlilegt), þá er síðan beðið um (að vísu undir fyrirsögninni ,,aukastörf“), að tilerreind sé „tímabundin vinna að vissum verk- efnum i eða samhliða aðalstarfi". Þar hlýtur þó að mega telia rannsóknastörf. Ennfremur segir svo í „Kynning upnlýsinga- söfnunar vegna 3. útgáfu „Læknar á íslandi““ (en hún var send út með spurningalistunum). , Á bls. 5 í spurningalistanum er svo ráð fvrir gert að læknar geti gefið unplýsingar um ýms bau atriði í lífi sínu. sem þeim eru hugstæð ofinnst ástæða til að nefna“. Þar eru rann- sóknastörf eflaust ofarlega á blaði, ef þau eru fvrir hendi. Sú er tilætlun bréfritara að, í Læknatali sé „ ... einnig útskýrt að hvaða rannsóknum var unnið, til hvaða niðurstaðna rannsóknimar leiddu og hvar niðurstöður þeirra voru birtar." Nú leiða ekki allar rannsóknir til niður- stöðu, sem birtist á prenti í formi ritstarfa

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.