Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 14
föstudagur 12. janúar 200714 Fréttir DV
LögregLa braut stjórnarskrá
og mannréttindasáttmáLann
Lögreglurannsókn og málaferli á
hendur Gunnari Erni Kristjánssyni,
endurskoðanda og fyrrverandi for
stjóra SÍF, brutu í bága við stjórnar
skrá lýðveldisins og mannréttinda
sáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða
ríkissaksóknara eftir að rannsókn
og réttarhöld höfðu staðið í rúmlega
þrjú ár. Gunnar Örn var sakaður um
að hafa brugðist skyldum sínum sem
endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna
og átt þannig aðild að því að fram
kvæmdastjóri sjóðsins dró að sér um
76 milljónir króna. Gunnar Örn tel
ur að rannsóknin hafi miðast við að
hann væri sekur. Hann ætlar að höfða
skaðabótamál.
Lárus Halldórsson, löggiltur endurskoð
andi og þáverandi framkvæmdastjóri Trygg
ingasjóðs lækna, kom á fund lögreglu í byrj
un maí árið 2002 og játaði að hafa dregið sér
tugi milljóna úr tryggingasjóðnum og að hafa
blekkt bæði stjórn sjóðsins og endurskoð
anda. Gunnar Örn Kristjánsson endurskoð
andi, sem þá var jafnframt forstjóri SÍF, þá
stærsta fyrirtækis landsins, var endurskoð
andi sjóðsins. Grunsemdir lögreglu vökn
uðu fljótlega um að hugsanlega væri ekki allt
með felldu við endurskoðun sjóðsins. Gunn
ar Örn og Lárus höfðu þekkt hvor til annars í
áraraðir og um tíma ráku þeir endurskoðun
arskrifstofur sínar í sama húsi.
Lárus seldi allar eigur sínar og með að
stoð ættingja náði hann að endurgreiða um
27 milljónir af þeim rétt tæpum 76 milljónum
sem hann stal. Lárus var ákærður og dæmd
ur í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Ríkislögreglustjóri hóf rannsókn á
vinnubrögðum Gunnars Arnar Krist
jánssonar, endurskoðanda sjóðsins,
vegna vinnu hans við endurskoð
un á bókhaldi Tryggingasjóðs
lækna. Gunnar Örn og Krist
inn Bjarnason, lögmaður
hans, eru þess fullviss
ir að lögregla hafi gefið
sér sekt Gunnars Arn
ar áður en rannsókn
málsins hófst. Hæsti
réttur vísaði málinu
að lokum frá með al
varlegum athuga
semdum um vinnu
brögð lögreglunnar
og rennir niðurstaða
réttarins rökum
undir fullyrðingar
þeirra.
„Örugglega hefði
mátt vinna mál
ið betur og skýr
ar af hálfu ákæru
valdsins,“ segir Árni
Tómasson, lög
giltur endurskoð
andi. Árni var einn
þriggja sérfróðra
kunnáttumanna
sem lögreglan kall
aði sér til aðstoð
ar við rannsókn
málsins. „Með
fullri virðingu fyr
ir dómurunum,
þá held ég að
þegar 120 til 140
milljónir eiga
að vera í sjóði
og þar reynast ekki vera til nema 40 milljón
ir sé eitthvað athugavert á ferðinni. Fram
kvæmdastjórinn viðurkenndi að hafa stolið
þessum peningum og villt um fyrir mönnum.
Eftir situr fólk sem fær ekki lífeyrinn. Er það
þá ekki nógu skýrt?“ segir Árni. Um það var
ekki deilt í málinu. Það sem Gunnar Örn og
lögmaður hans finna að, er að ekki hafi sann
ast refsiábyrgð gegn Gunnari Erni.
„Það hefur verið brotið á Gunnari Erni við
þessa rannsókn. Ríkissaksóknari lýsti því yfir
að lokum að rannsóknin hefði verið í and
stöðu við stjórnarskrána og mannréttinda
sáttmála Evrópu. Það sem eftir stendur er að
það er engin niðurstaða um sök hjá Gunnari,“
segir Kristinn Bjarnason, hæstaréttarlögmað
ur og verjandi Gunnars Arnar Kristjánssonar.
Peningarnir voru ekki til
„Ég held að það sé óhætt að segja að það
felist alvarleg gagnrýni á vinnubrögð lögregl
unnar, bæði í dómum héraðsdóms og Hæsta
réttar. Ef maður les forsendur Hæstaréttar, þá
stendur raunverulega ekki steinn yfir steini.
Þessar forsendur segja manni að það er í
rauninni ekkert búið að rannsaka hvort eitt
hvað var athugavert við vinnubrögð Gunnars
eða ekki,“ segir Kristinn Bjarnason.
Árni Tómasson bendir á að
jafnvel ríkari skyldur hafi hvílt
á Gunnari Erni sem endur
skoðanda Tryggingasjóðs
lækna, vegna þess að
sjóðurinn hafði ekk
ert innra eftirlit.
„Það er ein af
grundvallar
greinum
í góðri
endur
skoðunarvenju að endurskoðandi eigi að
kanna innra eftirlit. Ef ekkert slíkt er til
staðar á endurskoðandinn að auka sín
ar endurskoðunaraðgerðir. Þarna var ekk
ert innra eftirlit. Lárus Halldórsson fram
kvæmdastjóri gerði allt.“
Árni segir málið fljótlega hafa snúist út í
tæknileg atriði á borð við hverjir væru hæfir til
að koma nálægt málinu og hvort lögregla hafi
gert allt sem hún gat til þess að kanna mögu
legt sakleysi Gunnars Arnar. Meðal annars
var vitnisburður Árna véfengdur í Hæstarétti
vegna þess að tengdafaðir dóttur hans, Ást
ráður Hreiðarsson læknir, taldi sig eiga kröfur
á sjóðinn og stóð í málaferlum vegna þess.
„Í raun og veru situr eftir sú spurning
hvort endurskoðandinn á ekki að geta svar
að fyrir það sjálfur, hvað hann gerði og hvað
ekki. Staðreyndin var sú að það var sagt að
hellingur af peningum væri í sjóðnum en
þeir reyndust svo ekki vera til,“ segir Árni
Tómasson.
Árni telur eftir sem áður að Gunnar Örn
hafi áritað reikningana fyrir vinskap sinn
við Lárus framkvæmdastjóra. „Gunnar hef
ur sjálfsagt treyst Lárusi og hitt hann bara í
kaffi og skrifað svo upp á reikninginn. Þeir
ráku náttúrulega endurskoðunarskrifstof
ur á sama stað hér í eina tíð,“ segir Árni.
„Hann á sér málsbætur, það er
klárt. Hann er að
vinna með
manni sem hann treystir og þeir hafa sömu mennt
un. Gunnar var aldrei að hylma yfir eitt né
neitt. Verjendurnir reyna náttúrulega að forð
ast það að málið fái efnislega umfjöllun. Þeir
eru bara að vinna sína vinnu. Ef þetta
mál hefði hins vegar fengið efnis
lega umfjöllun, þá hefði nátt
úrulega depurðin komið
upp,“ segir Árni.
Þessu til mót
vægis bendir
Gunnar
Örn
Sigtryggur JóhannSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Bogi nilsson
ríkissaksóknari Bogi
gaf fyrirmæli um að
rannsókn málsins yrði
hætt í nóvember
síðastliðnum. rannsókn-
in væri í þeim farvegi að
brotið hefði verið gegn
stjórnarskrá og
mannréttindasáttmála.
Kristinn Bjarnason Verjandi
gunnars arnar Kristjánssonar
segir að brotið hafi verið á
gunnari Erni við rannsókn á
málum tryggingasjóðs lækna.
gunnar Örn Kristjánsson Eftir að málið var
höfðað gegn honum sagði hann upp starfi sínu
sem forstjóri sÍf, sem var þá stærsta fyrirtæki
landsins.