Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 4
Sextán ára piltur, nýútskrifaður úr
Hagaskóla og einn þriggja sem réð-
ust að tveimur vegfarendum í Garða-
stræti á gamlárskvöld, mun hafa
veist að öðrum pilti í skólanum síð-
astliðið vor, sakað hann um samkyn-
hneigð og að lokum ráðist á hann
með hrikalegum afleiðingum. Sam-
kvæmt heimildum fékk fórnarlamb-
ið alvarlega áverka í andlit auk þess
sem tennur brotnuðu.
Vildu vernda ofbeldismanninn
Ástæðan fyrir því að pilturinn var
ekki kærður mun hafa verið sú að
foreldrar þess sem fyrir árásinni varð
vildu ekki eyðileggja framtíð piltsins
með alvarlegri líkamsárásarkæru.
„Ef málin eru það alvarleg get-
ur lögreglan að sjálfsögðu farið með
þau áfram,“ segir Ásgeir en bendir á
að málið hafi aldrei komið inn á borð
til lögreglu. Þar sem það kom ekki til
kasta lögreglunnar var ekki unnt að
senda það áfram til barnaverndaryf-
irvalda.
Ásgeir segir það tilfinningu sína
að ofbeldi fari harðnandi hjá krökk-
um á grunnskólaaldri. Hann bend-
ir jafnframt á að það sé alvarlegt að
unglingar komist upp með svona
hegðun þó svo að ekki sé endilega
kært til lögreglu.
Veigra sér við að kæra
„Það er alltof algengt að fólk
veigri sér við að kæra svona árásir,“
segir Einar Magnússon skólastjóri
Hagaskóla. Hann bendir einn-
ig á að í tengslum við
einelti hafi alvarleg til-
felli komið upp sem for-
eldrar vildu ekki kæra.
Hann áréttar þó að mik-
ið hafi unnist í baráttu
við einelti á undan-
förnum árum.
Bæði fórn-
arlömbin úr
árásinni í
Garðastræti
eru útskrif-
uð af spít-
ala. Sá sem betur slapp var útskrif-
aður í fyrstu viku ársins en sá sem
höfuðkúpubrotnaði nokkru
síðar. Piltarnir játuðu á sig
árásina og verður mál-
ið sent til saksóknara
þar sem tekin verð-
ur ákvörðun um hvort
ákært verður í málinu
eða ekki. Réttað yrði
yfir þeim sem fullorðn-
um mönnum þrátt fyr-
ir að enginn þeirra hafi
náð lögræðisaldri. Árás-
armennirnir þrír eru frjálsir
ferða sinna.
Yngsti árásarmaðurinn í Garðastræti á gamlárskvöld hefur áður orðið uppvís að alvar-
legri líkamsárás en var aldrei kærður. Hverfislögreglumaðurinn Ásgeir Guðmunds-
son segir tilfinningu sína að ofbeldi á meðal ungs fólks fari harðnandi.
Sagði skólabróður
homma og misþyrmdi
föstudagur 12. janúar 2007 Fréttir DV
Stórsöngvarinn Jón Jósep Snæ-
björnsson, betur þekktur sem Jónsi í
Í svörtum fötum, var á meðal þeirra
900 sem þreyttu flugfreyju- og flug-
þjónapróf Icelandair á dögunum.
„Já, ég gerði það, en vil annars lítið
tjá mig um það,“ segir Jónsi um þátt-
töku sína í inntökuprófinu. Þar var
Icelandair að leita að starfsmönnum
fyrir næsta sumar. Icelandair hefur
haft þennan hátt á í mörg ár við að
ráða nýjar flugfreyjur og flugþjóna og
hafa allt að eitt þúsund sótt um.
Flugfreyjustarfið hefur alltaf
verið sveipað ákveðnum
ævintýra-
ljóma og dreymir marga um að fá að
starfa sem flugfreyja eða flugþjónn.
Það er ljóst að laga mætti kynjahlut-
fallið í þessu starfi því aðeins um 8
prósent flugþjónustufólks eru karl-
menn. Hjá Icelandair starfa um 470
flugfreyjur og -þjónar í föstu starfi
en um 530 með sumarstarfsmönn-
um. Kröfurnar sem Icelandair ger-
ir til umsækjenda eru stúdentspróf
eða sambærileg menntun og góð
tungumálakunnátta. Líklegt þyk-
ir að fyrirtæki eins og Icelandair
stökkvi á tæki-
færi til að ráða starfsmann
eins og Jónsa sem flugþjón.
Jónsi þykir stórskemmtilegur
og fjallmyndarlegur og á eflaust eftir
að bræða hjörtu margra kvenna. Svo
er aldrei að vita nema hann taki lagið
á leiðinni með landsmenn til sólar-
landa í sumar.
Stórsöngvarinn Jónsi í Í svörtum fötum sótti um starf sem flugþjónn:
Jónsa langar að verða flugþjónn
Fullir og
próflausir
Arna Sigríður Albertsdóttir,
sextán ára stúlka frá Ísafirði,
slasaðist mikið á skíðaæfingu í
Noregi 30.
desember
síðastlið-
inn með
þeim af-
leiðing-
um að hún
lamaðist
frá brjóst-
kassa og niður. Vinir Örnu eru
búnir að opna söfnunarreikn-
ing henni til stuðnings en hún
er á Grensásdeild Landspítal-
ans í endurhæfingu. Þeir sem
vilja styrkja Örnu og fjölskyldu
hennar geta lagt inn á reikning-
inn 0556-14-603129, kt. 080690-
3129.
Safnað fyrir Örnu
Tveir ökumenn voru teknir
fyrir ölvunarakstur í fyrrinótt. Sá
fyrri, tvítugur piltur, var stöðvað-
ur á Fífuhvammsvegi en sá síð-
ari, hálffertugur karlmaður, var
tekinn í miðborginni. Þá stöðv-
aði lögreglan tvo aðra ökumenn
sem höfðu þegar verið sviptir
ökuleyfi. Átján ára pilti, sem var
stöðvaður í Hafnarfirði snemma
í gærmorgun, var sömuleiðis
gert að hætta akstri. Sá hefur
aldrei öðlast ökuréttindi en pilt-
urinn var á stolnum bíl. Sami
aðili er jafnframt grunaður um
bensínþjófnað.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Fréttir um mikla fjölgun
innbrota í heimahús hafa
gert það að verkum að æ
fleiri borgarbúar setja upp
öryggiskerfi á heimilum sín-
um. Árni Guðmundsson,
forstöðumaður gæslusviðs
Securitas, segir að gríðarleg
aukning hafi verið undan-
farna mánuði á uppsetn-
ingu öryggiskerfa í heima-
hús. Þjófarnir velji frekar
heimili sem ekki eru með
merkimiða frá öryggisgæslu
á hurðinni því þeir taki ekki
þá áhættu að vera staðnir
að verki.
Innbrotafaraldur
Sagður djöfull
í mannsmynd
Guðmundur Jónsson í Byrg-
inu segir að börnin hans fái hót-
anir í formi SMS-skilaboða þar
sem þeim er sagt að faðir þeirra
sé djöfullinn í mannsmynd. Seg-
ir Guðmundur að hann varðveiti
öll skilaboðin og láti lögfræð-
ingi sínum þau í té til að geta
höfðað mál á hendur þeim sem
hrellir börnin hans með þessum
hætti. Guðmundur segir að eftir
að Kompásþátturinn var sýndur
hafi fjölskylda hans verið undir
miklu álagi og þakkar hann vin-
um sínum fyrir að stappa í fjöl-
skylduna stálinu.
„Foreldar vildu ekki kæra málið á sínum tíma,“ segir Ásgeir Guð-
mundsson, hverfislögreglumaður í vesturbæ Reykjavíkur, en
unglingur varð fyrir miskunnarlausri árás pilts sem sakaði hann
um samkynhneigð. Á gamlárskvöld urðu svo fleiri fórnarlömb á
vegi árásarmannsins og tveggja félaga hans í Garðastræti. Þeir
gengu í skrokk á tveimur mönnum með þeim afleiðingum að
annar höfuðkúpubrotnaði. Lýst var eftir piltunum og í kjölfarið
gáfu þeir sig fram.
„Það er allt of algengt
að fólk veigri sér við
því að kæra svona
árásir.“
Valur Grettisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
ofbeldishrottar
Lýst var eftir piltunum þremur eftir að
þeir höfuðkúpubrutu mann í garðastræti.
einar
Magnússon
skóla-
stjóri
Haga-
skóla
segir
alvarlegt
mál ef
foreldrar
veigra sér
við að
kæra
alvarleg
ofbeldis-
verk.
4