Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 82
Kvikmyndir DV
Frá leikstjóra Batman Begins og memento
mögnuð og töFrandi spenna sem heldur þér í heljargreipum
hughjackman christianbale
scarlettjohansson michaelcaine
ekki missa
aF þessari!
háskólabíó
ThE PREsTIGE kl. 6 - 9 - 10:20 B.i.12
ThE ChIlDREN ... kl. 8 - 10:30 B.i.16
ThE hOlIDaY kl. 5:30 - 8 B.i. 7
kÖlD slóÐ kl. 5:50 - 8 B.i. 16
FlaGs OF OUR... kl. 5:30 - 8 B.i. 16
DÉJá VU kl. 10:40 B.i. 12
ThE DEPaRTED kl. 10:30 B.i. 16
/ álfabakka
ThE PREsTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.12
ThE PREsTIGE VIP kl. 3:20 - 8 - 10:40
EMPlOYEE OF ThE... kl.5:40 - 8:10 - 10:40 Leyfð
sTRaNGER ThaN... kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:30 Leyfð
FlaGs OF OUR... kl. 8 - 10:40 B.i.16
ThE ChIlDREN... kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16
FRáIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:20 - 5:40 Leyfð
haPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 3:20 Leyfð
skOlaÐ í bURTU Ísl tal kl. 3:20 Leyfð
óbYGGÐIRNaR .Ísl tal kl. 3:20 Leyfð
/ kringlunni
ThE PREsTIGE kl. 6 - 8:30 - 11 B.i.12
sTRaNGER ThaN ... kl. 8:10 - 10:30 Leyfð
FRáIR FÆTUR Ísl tal. kl. 3:40 - 5:50 Leyfð
haPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 3:40 - 5:50 - 8:10 Leyfð
skOlaÐ í bURTU Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð
DÉJá VU kl. 10:30 B.i.12
/ keflavík
ThE PREsTIGE kl. 8 - 10:30 B.i. 12
haPPY FEET m/ísl. tali kl. 5:30 Leyfð
EMPlOYEE OF ThE... kl. 5:50 - 8 B.i. 12
sTRaNGER ThaN... kl. 10:10 B.i. 7
/ akureyri
ThE PREsTIGE kl 8 - 10:20 B.i. 12
haPPY FEET m/ísl. tali kl. 6 Leyfð
FlaGs OF OUR Fa... kl 5:40 B.i. 16
ThE ChIlDREN ... kl 8 - 10:20 B.i. 16
APOCALYPTO B.I. 16 ÁRA
kl. 6 og 9
LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA
kl. 5.50, 8 og 10.10
CASINO ROYALE B.I. 14 ÁRA
kl. 6 og 9
MÝRIN B.I. 12 ÁRA
kl. 5.50 og 8
BORAT B.I. 12 ÁRA
kl. 10.15
APOCALYPTO B.I. 16 ÁRA
kl. 8 og 10.40
KÖLD SLÓÐ B.I. 12 ÁRA
kl. 6 og 8
TENACIOUS D B.I. 12 ÁRA
kl. 10
ERAGON B.I. 10 ÁRA
kl. 6
APOCALYPTO B.I. 16 ÁRA
kl. 5, 8 og 10.55
APOCALYPTO Í LÚXUS
kl. 5, 8 og 10.55
BLACK DAHLIA B.I. 16 ÁRA
kl. 8 og 10.35
LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA
kl. 3.40 og 8
KÖLD SLÓÐ B.I. 12 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.15
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR
kl. 3.40 ÍSLENSKT TAL
ERAGON B.I. 10 ÁRA
kl. 3.40 og 5.50
CASINO ROYALE B.I. 14 ÁRA
kl. 10.15
MÝRIN B.I. 12 ÁRA
kl. 5.50
BLACK DAHLIA B.I. 16 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.30
EMPLOYEE OF THE MONTH
kl. 4, 6, 8 og 10.10
TENACIOUS D B.I. 12 ÁRA
kl. 4, 6, 8 og 10.10
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR
kl. 4 ÍSLENSKT TAL
450 kr. í bíó!
Gildir á allar
sýningar
merktar með
rauðu!
„Upphaflega markmiðið var að
fá 20.000 manns á myndina og nú er
helmingurinn kominn,“ segir Björn
Brynjúlfur Björnsson, kvikmynda-
gerðarmaður og leikstjóri myndar-
innar Köld slóð. „Eftir fyrstu helgina
höfðu um 5.000 manns séð mynd-
ina og nú rúmlega 10.000,“ segir
Björn en Köld slóð var frumsýnd 29.
desember.
„Ég og allir sem standa að mynd-
inni erum ótrúlega ánægð með mót-
tökurnar sem við höfum fengið.“ Fyr-
ir utan góða dóma er Björn ekki síður
ánægður með viðbrögð almennings.
„Ég er líka virkilega ánægður með
viðbrögð fólksins á götunni. Hún
virðist bara heilla almenning og skila
sínu. Enda þarf maður ekki að vera í
neinum sparifötum til að sjá hana.“
Eins og áður hefur komið fram
keypti sænska fyrirtækið Nonstop
Sales söluréttinn á myndinni áður
en hún var frumsýnd. „Þetta fyrir-
tæki leitar bara að myndum sem
það telur að muni ganga vel og því
engin góðgerðarstarfsemi í gangi,“
segir Björn. „Myndin fer á söluskrá
hjá þeim ásamt öðrum myndum og
sjá þeir um að reyna að selja hana.“
Björn telur líklegt að myndin verði
sýnd á einhverjum kvikmyndahátíð-
um þó að ekkert hafi verið staðfest.
„Enska þýðingin á myndinni klárast
núna fyrir helgi og þá fær Nonstop
Sales hana í hendurnar og framhald-
ið fer að skýrast,“ segir Björn jákvæð-
ur að lokum.
asgeir@dv.is
Ánægður með aðsóknina
10.000 hafa nú lagt leið sína á myndina Kalda slóð. Björn Brynjúlfur leikstjóri segir það
helming af upphaflegu markmiði.
Stríð hefur alltaf verið gott og gilt umfjöllunarefni í kvikmyndum. Flestar stríðsmynd-
ir hafa verið gerðar um seinni heimsstyrjöldina, enda mikilfenglegasta stríð sögunnar.
Clint Eastwood hefur sýnt það og sannað að myndir um stríðið eiga enn erindi til
fólks, en myndir hans Letters from Iwo Jima og Flags of Our Fathers hafa aldeilis sleg-
ið í gegn. DV tók til helstu og bestu kvikmyndirnar um seinni heimsstyrjöldina.
Seinni heimSStyrjöldin
einS og hún leggur Sig
Köld slóð Þýdd útgáfa myndarinnar ber nafnið Cold Trail og verður send út fyrir helgi.
Björn Brynjúlfur Björnsson
Stefnir á að fá 20.000 áhorfendur á Kalda
slóð.
The PianisT
Kvikmyndin The
Pianist eftir
roman Polanski er
byggð á sannri
sögu og fjallar um
pólska píanistann
Wladyslaw
szpilman. Myndin
gerist í Varsjá árið
1939 þegar Þjóðverjar ráðast inn í borgina og
seinni heimsstyrjöldin hefst. szpilman var
gyðingur en náði með naumindum að komast
hjá handtöku. Myndin er ekki aðeins frábær-
lega vel gerð og leikin heldur sýnir hún einnig
heimsstyrjöldina frá sjónarhorni Pólverja, sem
er óalgengt. Toppmynd sem hlaut fjöldann
allan af verðlaunum.
Der
UnTergang
ótrúleg þýsk kvikmynd frá
árinu 2004. Myndin fjallar um
síðustu daga Hitlers og
stemminguna í herbúðum
nasista þegar rússar voru
komnir hálfa leið í gegnum
Berlín. Myndin er byggð á
nokkrum sögulegum heimild-
um, þar á meðal endurminn-
ingum Traudl junge sem var
ritari Hitlers. Þýski stórleikar-
inn Bruno Ganz fer á kostum
sem Adolf Hitler en foringinn
var orðinn algjörlega
sturlaður undir það síðasta.
schinDler’s lisT
stórmynd eftir
engan annan en
steven spiel-
berg. Myndin er
sannsöguleg og
fjallar um
viðskipta-
jöfurinn oskar
schindler sem
fékk gyðinga til
starfa í verksmiðju í Póllandi, sem þá var
hertekið. Þegar schindler urðu ætlanir nasista
ljósar varð hann fljótlega afhuga öllum gróða-
hugleiðingum og reyndi að bjarga gyðingunum
með því að veita þeim atvinnu. Á endanum tókst
schindler að bjarga 1.100 manns frá útrýmingar-
búðum nasista.
Das BooT
Mynd frá árinu 1981
eftir Wolfgang Peter-
sen. Myndin fjallar um
áhöfn á þýskum kafbáti
árið 1942. Hún sýnir á
raunsæjan hátt hvernig
þýsku hermönnunum
tókst með herkjum að
vinna á breska
flotanum en á sama
tíma efast um hug-
myndafræði stjórn-
valda sinna. nasistar
eru sýndir í mannlegra
ljósi en áður hafði verið
gert á þessum tíma.
stórkostleg mynd.
saving PrivaTe ryan
Þegar
yfirmönnum
hersins er
ljóst að þrír
bræður hafa
látist í sömu
vikunni
senda þeir af
stað sveit
manna til að
hafa uppi á
fjórða bróðurnum. upphafsatriði myndarinnar
er alveg rosalegt, en það sýnir í smáatriðum
innrás bandamanna í normandí. Myndin sem er
frá árinu 1998 og eftir steven spielberg var
gagnrýnd fyrir að vera of Hollywood-leg en
dæmi hver fyrir sig.
enemy aT The gaTes
Myndin fjallar um
rússnesku leyniskyttuna
Vassili Zaitsev, en
hetjudáðir hans voru
notaðar til þess að efla
anda rússneskra her-
manna þegar Þjóðverjar
réðust inn í stalíngrad. Á
endanum var Zaitsev
orðinn Þjóðverjum svo
stórt vandamál að þeir
náðu í sína eigin meistara-
skyttu, majór König, og
upphófst þá mikill
eltingarleikur milli þeirra tveggja. Aðstæður og
aðferðir rússa eru sýndar í þessari mynd og
koma mikið á óvart.
PaTTon
leikarinn George C.
scott fékk óskars-
verðlaun fyrir túlkun
sína á hershöfðingj-
anum George Patton.
Patton var mjög
umdeildur og átti
stóran hlut í falli
Þriðja ríkisins.
Myndin fjallar að
miklu leyti um
skapofsann í Patton
og hvernig honum
tókst að klúðra frama
sínum innan hersins
með tryllingslegri
hegðun.
la viTa é Bella
frábær kvikmynd í leikstjórn robertos Benigni
sem jafnframt leikur aðalhlutverkið. Myndin
gerist á Ítalíu og fjallar um Guido, ungan gyðing
sem verður ástfanginn af doru. Þegar Ítalía er
svo hernumin af nasistum er Guido sendur í
útrýmingarbúðir ásamt syni þeirra og dora
fylgir þeim af fúsum og frjálsum vilja. Myndin
kom út árið 1997 og vann þrenn óskarsverðlaun.
The BriDge
on The river
Kwai
Hópur breskra stríðsfanga í
japan fær það verkefni að
byggja brú yfir á í miðjum
frumskóginum. leikarinn
Alec Guinness leikur
foringja fanganna Col
nicholson og fékk óskar
fyrir. Myndin var gerð árið
1957 og er talin ein af bestu
stríðsmyndum allra tíma. Í
heildina fékk hún sjö
óskarsverðlaun. Ekki láta
þessa framhjá þér fara.