Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 12
Þrjátíu og fimm ára sögu Ungdómshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn lýkur brátt. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um hvernig beri að leysa þann vanda sem skapast við rým- ingu hússins en fjölbreytt lista- og stjórnmálastarfsemi hefur farið þar fram. Ófremdarástand ríkti á Norður- brú í Kaupmannahöfn laugardaginn 16. desember. Þúsundir ungmenna gengu þá um götur og vörpuðu múr- steinum að lögreglu og í gegnum búðarglugga. Ruslatunnur voru al- elda og sjónvarpsþyrla sveif yfir og sýnt var beint frá látunum. Hundruð mótmælenda voru handtekin. Þetta var í annað skiptið á þremur mán- uðum sem unga fólkið lagði nánast undir sig Norðurbrú. Ástæðan fyr- ir reiði mótmælenda er yfirvofandi rýming Ungdómshússins svokall- aða. Húsið er í eigu trúarsamtakanna Föðurhúsið sem hyggjast rífa það og byggja nýtt samkomuhús í staðinn. Skálkaskjól í rúman aldarfjórðung Sögu samtaka um Ungdómshúsið má rekja til ársins 1982 þegar borg- aryfirvöld gáfu leyfi fyrir starfsemi þeirra í húseign sem staðið hafði auð síðan á sjötta áratugnum. Hóp- ur ungs hústökufólks hafði þá búið í húsinu í tvö ár og stofnað með sér þessi samtök. Síðan þá hefur alls kyns lista- og stjórnmálastarfsemi átt sér þar fastastað. Til að mynda eru haldn- ir tónleikar í húsinu í hverri viku og stjórnmálaumræður eru fastur hluti af dagskránni. Fáar reglur gilda um starfsemina en samkvæmt heima- síðu samtakanna er öll neysla harðra eiturlyfja bönnuð innan þess. Eins eru fordómar í garð samkynhneigðra eða kynþátta bannaðir. Húsið selt Átökin sem nú standa um húsið má rekja til sölu þess árið 1999. Þá- verandi meirihluti borgarstjórnar seldi þá húsið til félags í eigu trúar- samtakanna Föðurhúsið sem hafa síðan þá reynt að flytja inn en án árangurs. Málaferli hafa því staðið yfir og þann 14. desember síðastlið- inn var komið að því að rýma það. En af ótta við átök mælti lögreglan með að því yrði slegið á frest. Á sama tíma hefur sjóður sem kenndur er við stuðningsmenn núverandi hús- bónda reynt að kaupa það af trúfé- laginu en án árangurs. Þrátt fyrir að hafa boðið fimmfalt meira fyrir húsið en söluverð þess var á sínum tíma. Útlenskir mótmælendur Stór hluti þeirra, sem handteknir hafa verið í mótmælunum, hefur ver- ið útlendingar. Margir frá Þýskalandi og Hollandi, þótt lögregla hafi eflt eftirlit við þýsku landamærin dag- ana fyrir mótmælin. Enda vitað að þaðan kæmu margir mótmælendur því Ungdómshúsið hafði biðlað til stuðningsmanna sinna þar í landi að koma og styðja við bakið á dönskum skoðanabræðrum. Umræður um framtíð hússins hafa verið áberandi í dönsku þjóðlífi undanfarin misseri enda hafa mót- mælin verið þau hörðustu í manna minnum. Ritt Bjerregaard, borgar- stjóri Kaupmannahafnar, hefur hing- að til sagt að hún muni ekki koma að lausn málsins enda liggi fyrir að kaupendur hússins eigi rétt á að fá það afhent. En þrýstingur frá borgur- um um að friðsamleg lausn finn- ist hefur gert það að verkum að hún hefur látið mál- ið til sín taka. Með- al ann- ars lagði hún til milli jóla og nýárs að Ung- dóms- hús- inu yrði fundinn staður innan Krist- janíu. Þær hug- myndir fóru illa í Kristjaníubúa líkt og aðra íbúa Kaupmannahafnar enda vill enginn hafa starfsemina í sínu hverfi. Í byrj- un vikunnar tók borgarstjórinn já- kvætt í hugmynd- ir þingmanns Einingalistans um að Ungdóms- húsið yrði flutt í gamla slökkviliðs- stöð í sömu götu og það er í núna. En slökkviliðsstöðin er í eigu ríkis- ins og stendur auð. Talsmenn Ung- dómshússins hafa lítið gefið út á þessar hugmyndir. Það er því út- lit fyrir að óeirðir brjótist út í þriðja skiptið á stuttum tíma. Alla vega hafa samtökin búið sig undir átök og hafa skipulagt viðamikla dagskrá út um alla Kaupmannahöfn verði þau lát- in rýma húsið. Borgaryfirvöld keppa því við tímann að finna lausn áður en allt fer í bál og brand á nýjan leik. Borgarstjóri Kaupmannahafnar er tilbúinn til að kaupa slökkvi- liðsstöð handa samtökum um Ungdómshúsið láti þau af mót- mælum og skemmdarverkum. Rýma á húsið á næstunni og óttast borgarbúar óeirðir í kjölfarið. Vilja afstýra óeirðum í KaupmannahöfnDavid Beckham yfirgefur herbúðir Real Madrid og geng- ur til liðs við bandaríska liðið Los Angeles Galaxy í lok leik- tíðar í sumar. Beckham skrifaði undir fimm ára samning við LA Galaxy og fær litlar 128 milljón- ir punda á samningstímanum eða sem nemur 18 milljörðum íslenskra króna. „Forráðamenn Real Madrid fóru fram á það við mig í vikunni að ég tæki ákvörð- un um framtíð mína og afstöðu til tilboðs um tveggja ára samn- ing. Að vel athuguðu máli ákvað ég að fara til LA Galaxy,“ sagði Beckham í viðtali við Reuters. Beckham er þrjátíu og eins árs og gekk í raðir Real Madrid árið 2003 eftir að hafa spilað með Manchester United. David Beckham til LA Galaxy föstudagur 12. janúar 200712 Fréttir DV Internetfyrirtækið Cisco hef- ur kært Apple fyrir nafnstuld. Cisco skráði nafnið iPhone árið 2000 og gaf út fyrir aðeins þrem- ur vikum út sína eigin netsíma undir iPhone-nafninu. Talskona Apple kallar málshöfðunina heimskulega, því í fyrsta lagi eru vörurnar mjög ólíkar og í öðru lagi nota mörg fyrirtæki nafnið iPhone. iPhone stolinn Amnesty International boð- aði í gær í tilefni af afmælinu til mótmælafunda víða um heim og krefst þess að búðunum verði lokað og föngunum sleppt eða þeir látnir sæta ákærum og leidd- ir fyrir dóm í réttlátum réttar- höldum. Enn eru 400 fangar í búðunum sem hvorki hafa ver- ið ákærðir né verið leiddir fyrir dóm. Fangar urðu flestir 750 frá 45 löndum og með- al þeirra börn allt niður í 13 ára. Margir vitnisburð- ir um illa meðferð og misþyrmingar hafa borist með þeim sem látnir hafa verið lausir. Bandaríkjastjórn hefur með starfrækslu búðanna og annarra leynifangelsa víða um heim hunsað alla alþjóðasamn- inga og viðmið um meðferð fanga og einnig komið í veg fyrir eftir- lit eigin dómstóla með lögum og reglu í Guantánamo. Í október 2006 skrifaði Bush Bandaríkjafor- seti undir lög (Military Comm- issions Act), sem sviptir banda- ríska dómstóla valdi til að fjalla um réttindi og grundvallarvernd fanga gegn handahófskenndu varðhaldi (habeas corpus) og pyntingum. Með fundinum í gær vildi Amnesty International með- al annars árétta kröfuna um af- nám laganna og endurupptöku habeas corpus. Pyntingastöðin í Guantánamo 5 ára Fyrsta sólóplata tónlistarmanns- ins Péturs Ben, Wine for My Weak- ness, hefur fengið mjög góða dóma hjá dönskum tónlistargagnrýnend- um undanfarnar vikur. Í dómi dag- blaðsins Politiken segir að það sé aðeins á færi Íslendinga að tjá til- finningar sínar með jafnsterkum hætti og Pétur geri á plötunni. Gagn- rýnandinn segir plötuna verða betri með hverri hlustun og gefur henni fimm stjörnur af sex mögulegum. Í tónlistartímaritinu Gaffa kveður við sama tón. Þar segir að Pétur sé hæfi- leikaríkur og persónulegur lagahöf- undur sem eigi fullt erindi á alþjóð- legan markað, eins og svo oft eigi við um íslenska tónlistarmenn. Pétur heldur tónleika á Loppen í Kristjaníu miðvikudagskvöldið 7. febrúar og í verslun 12 tóna í miðbæ Kaupmannahafnar fyrr um daginn. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Pétur Ben heillar Dani Ungdómshúsið á Norðurbrú Borgaryfirvöld leita leiða til að skapa frið við þá sem mótmæla. D V- m yn d ks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.