Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 28
föstudagur 12. janúar 200728 Helgarblað DV
Ég var gabbaður á nýjustu James
Bond-myndina í krafti þess að hún
væri svo nútímaleg. Nú væri Bond
loksins orðinn alvöru. Ég sef vanalega
yfir Bond en ekki í þetta skiptið. Ég gat
ekki setið kyrr af pirringi, andvarpaði
stanslaust, juðaði í sætinu, hóstaði, fór
á klósettið og gerði allt þetta klassíska
sem fólk gerir sem er að úldna að inn-
an sökum slakrar bíóupplifunar. Hvar
var þetta raunverulega? Var það Spid-
erman-atriðið í upphafi þar sem Bond
hoppar milli
bygginga-
krana á eft-
ir Afríkumeistaranum í frjálsum? Eða
vondi kallinn sem var eineygður, með
ör í andlitinu og með blóð lekandi úr
auganu? Ekkert raunverulegt nema
kannski að vondi kallinn var dansk-
ur. Að öðru leyti hafði James hrakað.
Ég man eftir eldri James Bond-mynd
þar sem njósnarinn braust sérstak-
lega inn í rússneska sendiráðið til að
fá sér rússneskt vodka. Prinsippmað-
ur. Í Casino Royale er drukkinn með-
aljónsvodkinn Smirnoff sem hefur
fátt rússneskt til að bera nema nafn-
ið. Í seinustu myndum er hinn „fág-
aði smekkur“ Bonds sem sagt til sölu.
Hversu ömurlegt er það?
Illmenni í hjólastól með lepp
Allir þekkja gamla James Bond
sem berst við illmenni sem eru ofvax-
in, í hjólastólum, með lepp, stálkjaft
og taka hláturrokur af illsku. Þau leiða
myrkraher sem hefst við í þúsundatali
í neðansjávarstöð í Indlandshafi (ekki
ósvipað World Class), klædd sjálf-
lýsandi leðursamfestingum svo allir
í heiminum sjái hvað þau eru vond.
Vondu kallarnir eiga alls konar færi-
bönd, krana, krókódíla, hákarla og
píranafiska ef vera skyldi að þeir þyrftu
að taka einhvern af lífi og láta það
taka viku í framkvæmd. Þetta er bara
bull og ekki síður njósnamyndir hin-
um megin Atlantshafsins. En svona
verða myndirnar að vera til að einhver
hafi áhuga á lífi leyniþjónustumanns.
Hver myndi nenna að horfa á 300
mynda röð, þar sem hver og ein væri
um misheppnaðar tilraunir CIA til að
myrða Fidel Castro. Eða pervertíska
myndaröð þar sem er svissað á milli
þess að hlera, elta og plotta illvirki
gegn John Lennon, Malcolm X, Mart-
in Luther King og Olaf Palme. Steypa
lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum
Chile og Guatemala. Funda vinalega
með leyniþjónustum góðu kallanna
í herforingjastjórn Grikklands, Chile,
Haiti og Apartheid-stjórnunum í Suð-
ur-Afríku og Ísrael. Yfirleitt hefur sag-
an gefið utanríkisstefnu Kana og Breta
slæma dóma. Þess vegna er betra að
vondi kallinn sé bara eitthvert tíma-
laust óféti sem býr í stálturni og stefnir
á heimsyfirráð af því bara. Máli mínu
til stuðnings þykir mér rétt að benda á
það þegar James Bond ætlaði að taka
beina afstöðu í heimsmálunum og
bjargaði leiðtoga Mujahedin úr fang-
elsi í Afganistan og hjálpaði talíbönum
hans til sigurs gegn Rússunum í Living
Daylights. Enda voru þeir „freedom
fighters“ og titlar eins og „terrorists“
og „evildoers“ voru fjarri.
Vin Diesel, Jack Bauer og
lögregluhundurinn Rex
Ég sá mynd sem gefur fólki hug-
mynd um hvað raunverulegt leyni-
þjónustulið fæst við. Í The Road to
Guantanamo tala bresku fangarn-
ir um þátttöku MI5 í yfirheyrslunum
yfir sér. Af hverju var það ekki í nýju
James Bond-myndinni? En ég get við-
urkennt að sumt er orðið nútímalegra,
til dæmis hlutverk Moneypenny í
myndinni. Ef áfram heldur sem horfir
gæti James Bond verið orðinn nokkuð
raunverulegur eftir svona tíu ár.
Þá sæjum við James Bond hengj-
andi múslima upp á handjárnum og
spila James Bond-lagið á fullu blasti í
48 tíma. Beitandi drekkingarpynting-
um ásamt frændanum Jack Bauer sem
hann kynntist einmitt í aðdraganda
Íraksstríðsins þar sem þeir föndruðu
sönnunargögn um gereyðingarvopn.
Enn einn „bróðirinn frá CIA“ eins og
það var kallað í Casino Royale, myndi
bætast við. Vin Diesel myndi mæta
galvaskur með lögregluhundinn Rex
sem Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari hefði gefið sem framlag til stríðs-
ins gegn hryðjuverkum. Moneypenny
myndi bera sig, maka tíðablóði fram-
an í fanga og sturta niður Kóraninum.
Þetta allt í einni allsherjar org-
íu af „one linerum“ með breskum
hreim, hristum martini og Millers, við
dúndrandi tóna Kids Rock og Jessicu
Simpson. Þetta æðislega sjónarspil í
takt við hnefahögg á einhverjum mús-
limaunglingi frá Birmingham sem
gæfi sig loks og viðurkenndi að hann
væri í raun Bjarnabófi, Skeletor eða
jafnvel Blofeld.
„Eða vondi kallinn sem var eineygður, með ör í andlitinu og með
blóð lekandi úr auganu? Ekkert raunverulegt nema kannski að
vondi kallinn var danskur.“ Erpur Þ. Eyvindarson skrifar
„Eins er á Íslandi leitun á
mönnum sem viðurkenna að
þeir hafi fylgt ógnarstjórnum
að málum í kalda stríðinu.“ Guðbergur Bergsson skrifar
Í síðari heimsstyrjöldinni þeg-
ar ameríski herinn frelsaði Napólí
fannst hermönnunum skrýtið að
hitta aldrei neinn sem kvaðst hafa
verið fasisti og fylgt Mússolíní.
Þetta þótti hlægilegt og sanna að ít-
ölsk skapgerð væri léleg. Sjálfir not-
uðu Ítalir það ráð til þess að bjarga
heiðri sínum að hæðast meira en
aðrir að sér og losnuðu þannig
fremur en Þjóðverjar við ásakan-
ir um stríðs-
glæpi. Þjóð-
ir samtímans
þurfa ekki að nota sömu aðferð,
gleymska á eigin afbrot er jafnsjálf-
sögð og það að þjóðareinkennin
hverfa. Afkomendur hermannanna
sem hæddust forðum að Ítölum
myndu því ekki viðurkenna að þeir
hefðu verið samþykkir stríðsrekstri
þjóðar sinnar í Írak.
Eins er á Íslandi leitun á mönn-
um sem viðurkenna að þeir hafi
fylgt ógnarstjórnum að málum
í kalda stríðinu. Spánverjar og
Portúgalar vita varla lengur að
þeir hafa átt grimma einræðis-
herra. Minningu um fortíðina og
afleiðingar hennar er hvergi hald-
ið á lífi nema í Þýskalandi. Það er
þar tengt kristinni hugmynd um
hina óafmáanlegu erfðasynd.
Öðru máli gegnir um fyrrver-
andi alþýðulýðveldi eða komm-
únistaríki. Andlegt ástand þeirra
líkist harmsögulegum hrærigraut
þar sem öllu ægir saman. Á sín-
um tíma í Rúmeníu vann einn
af hverjum 50 landsmanna fyrir
leyniþjónustuna og einn „upplýs-
ingamaður“ var hafður þar að auki
á hverja 22 íbúa. Í liðinu var fólk af
öllum stéttum en einkum mennta-
menn, prestar og listamenn, lært
fólk sem kunni að „fara með upp-
lýsingar“ og líka eyðileggja þær
eftir að einræðið var afnumið eins
og Marius Oprera sagnfræðing-
ur segir í Courrier International.
Að fengnu frelsi á þjóðin það eitt
sammerkt að flestir eru samsek-
ir vegna þjónkunar við einræðið
og eigin illsku, svo menn verða að
umgangast hver annan eins og at-
vinnulausir böðlar væru eða fang-
ar sem má ekki lengur hengja án
dóms og laga. Vegna upplausnar,
hentugs minnisleysis og hvernig
allt hefur riðlast: manngildi, virð-
ing fyrir einstaklingum og hóp-
um, trúin horfin og ást á menn-
ingu og listum, reynir fólk eins og
Tacu-fjölskyldan að safnast sam-
an í kirkjugörðum við legsteina
ættmenna sem voru tekin af lífi.
Dauði þeirra er lifandi tákn fyrir
mannlega reisn.
Þegar allt riðlast
kjallari
kjallari
James Bond í Guantanamo