Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 48
föstudagur 12. janúar 200748 Heilsa & menntun DV Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps- ins, ákvað fyrir nokkrum árum að bæta við sig menntun og innritaði sig í sagnfræði í Háskóla Íslands, sem hún lauk fyrir rúmu ári. Áður hafði Elín lokið BS-gráðu í blaða- mennsku með áherslu á sjónvarp og útvarp frá The University of Florida í Gainsville. Því námi lauk hún 23 ára og hóf strax að loknu námi starf sem blaðamaður. „Jú,“ segir hún og brosir, „það má eiginlega segja að ég hafi farið í sagnfræðina á gamals aldri. Mig langaði að auka við mig mennt- un, auka víðsýnina og læra meira um nálgun á viðfangsefnunum. Þess vegna fannst mér sagnfræðin áhugaverð. Ég hafði líka gert heim- ildarþætti sem voru sögulegs eðlis og langaði hreinlega að kunna bet- ur til verka.“ Þjóðþekktir einstaklingar meðal nemenda Þegar Elín hóf nám í sagnfræð- inni var hún langt í frá aldursforseti því margir þjóðkunnir einstaklingar á miðjum aldri voru henni samtíða í náminu, bæði á BA- og MA-stigi. „Þarna voru meðal annarra Jóna Gróa Sigurjónsdóttir, fyrrver- andi borgarfulltrúi, Sigurður Guð- mundsson, fyrrverandi forstöðu- maður Húsnæðisstofnunar, og Ingólfur Margeirsson rithöfund- ur og blaðamaður. Skömmu seinna byrjaði Pétur Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Hallur Halls- son blaðamaður, svo einhverjir séu nefndir, en ég var aldrei í tímum með þeim,“ segir Elín og hlær. Elín lauk meistaraprófi í sagn- fræði en þurfti að taka nokkur nám- skeið á BA-stigi til að verða hæf til þess. „Meistaranám í sagnfræði er tveggja ára nám, eða 60 eining- ar, sem ég tók á þremur árum og var bara nokkuð fljót. Ég var í fullri vinnu meðan á náminu stóð en not- aði svokallað blaðamannafrí til að skrifa meistararitgerðina.“ Þjóðarbókhlaðan heillandi Elín segir allt öðruvísi að vera í skóla á miðjum aldri en þegar mað- ur er ungur og ferskur strax eft- ir stúdentspróf. „Maður gerir meiri kröfur til sjálfs sín og er þroskaðri bæði í nálgun á viðfangsefnunum og framsetningu. Fyrir mig sem blaðamann voru allar skriftir frek- ar auðveldar, en það er alltaf átak að fara aftur í nám. Það er hins veg- ar svo gefandi að það er fullkom- lega þess virði. Ég áttaði mig fljótt á að ég var þarna til að læra hluti sem ég kunni ekki fyrir og upplifði mig aldrei eins og einhvern fréttastjóra sem hefur töglin og hagldirnar. Ég þurfti að tileinka mér nýja hluti, og lagði mig fram, en fannst það ekk- ert erfitt þrátt fyrir aldurinn,“ seg- ir hún og hlær. En Elín var auðvitað ekki nema fjörutíu og fimm ára þeg- ar hún útskrifaðist og hún er ekki frá því að á einhverjum tímapunkti þurfi fólk að leggja meira á sig til að tileinka sér nýja hluti. „Það kemur örugglega að því, en ég fann ekkert fyrir því. Námið hef- ur aukið víðsýni mína í lífinu al- mennt og það sem mér þótti einna skemmtilegast var að kynnast Þjóð- arbókhlöðunni, læra á hana og geta nú notað hana til rannsókna. Þar opnaðist alveg nýr heimur.“ Engin partíkona Elín kann enga eina skýringu á því að sagnfræðin virðist heilla svo marga sem ákveða að setjast á skóla- bekk eftir langt hlé. „Það gæti haft með hraðann í nú- tímanum að gera,“ segir hún hugs- andi. „Fólk langar að kynnast fortíð- inni því tíminn flýgur svo hratt. Hér á Íslandi hafa til dæmis orðið slíkar stökkbreytingar á stuttum tíma að við þurfum ekki að fara nema nokkra ára- tugi aftur til að sjá aðstæður sem eru gjörólíkar því sem við þekkjum í dag.“ Elínu þótti svo gaman í skólan- um að hún saknar hans enn, enda náði hún góðu sambandi við yngri nemendur. Hún þvertekur þó fyrir að hafa stundað félagslífið af krafti, enda engin sérstök partíkona. Hún er gift og á tvo uppkomna syni sem búa heima og segir fjölskylduna hafa sýnt sér mikinn stuðning. „Menn höfðu kannski mismikla trú á því hvort ég myndi ljúka námi, en það var mikil hátíðarstund þegar ég ústkrifaðist,“ segir hún hlæjandi. „Nei, ég hélt ekkert rosapartí þá frek- ar en venjulega, en góða veislu fyrir nánustu ættingja sem samglöddust mér innilega.“ Elín mælir skilyrðislaust með því að fólk setjist á skólabekk á miðjum aldri. „Þetta er frábærlega gaman og maður hefur allt að vinna. End- urmenntun gefur lífinu aukið gildi og skilar sér alltaf jákvætt, bæði fyrir mann persónulega og í starfi.“ „Menn höfðu kannski mismikla trú á því hvort ég myndi ljúka námi, en það var mik- il hátíðarstund þegar ég ústkrifaðist.“ Heilsa&menntun – heillandi og spennandi fag Sagnfræðin Elín Hirst fréttastjóri naut sagnfræðinámsins þegar hún settist aftur á skólabekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.