Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 70
föstudagur 12. janúar 200770 Helgarblað DV Hún er sú hárgreiðslukona á landinu sem á að baki einna lengstan starfsaldur, er að hefja 47. starfsár sitt. Þeg- ar Anna Kristinsdóttir var barn og fór með mömmu sinni „í lagningu“ á hárgreiðslustofuna Sóleyju á Sól- vallagötunni vissi hún strax að hún vildi verða hárgreiðslukona. Það fellur jólasnjór til jarðar þennan morgun í Vesturbænum. Húsið hennar Önnu kúrir í myrkrinu og ljósin utan á því bjóða gesti vel- komna. Hið sama gerir Anna sem heilsar glaðlega og sýnir gestinum fyrst húsakynnin, sem hún breytti úr hárgreiðslustofu í íbúðarhús fyr- ir nokkrum árum. „Hér voru vaskarnir, hér voru þurrkurnar og hér var kaffistofan!“ segir hún brosandi. „Þetta hús hef- ur fylgt mér í rúm fjörutíu ár, því hingað flutti hárgreiðslustofan Sól- ey 1. desember 1966.“ Anna er Vesturbæingur og hér er fortíð hennar og nútíð. Vinnustað- ur hennar er ennþá í Vesturbænum þar sem hún starfar á hársnyrtistof- unni Grand. „Þar eru íbúðir eldri borgara og mér finnst yndislegt að fá heldri frúr í lagningu. Þá fæ ég að nota rúllur, túbera og lakka eins og í gamla daga.“ Fimmtíu pör af skóm En erindið þennan morgun á heimili Önnu er ekki að rifja upp langan feril í hárgreiðslu, heldur að fá að líta á skósafnið hennar. Anna er nefnilega skódrottning sem á yfir fimmtíu pör af skóm og glæra kassa utan um flest paranna. „Ég er samt ekki kaupfíkill,“ seg- ir hún og kímir. „Ég er fjölfíkill. Annaðhvort vil ég mikið eða ekk- ert. Ég hef alltaf heillast af skóm og gleymi aldrei fyrsta parinu sem ég varð ástfangin af. Þá var ég ellefu ára, skórnir voru eldrauðir með T- bandi og litlum klósetthæl og feng- ust hjá Sólveigu. Skóverslun Stein- ars Waage er að selja nákvæmlega eins skó núna, bara í svörtum lit. Mér var gjörsamlega borgið þegar mér var rétt þetta litla kort,“ segir hún og réttir mér auglýsingaspjald frá theclearbox.com. „Þetta er snilldarlausn,“ segir hún. „Ég var ekki lengi að smella mér á netið og fjárfesta í nokkrum kössum. Þeir eru úr vönduðu plasti og fást í þremur litum, en ég keypti aðallega glæra. Það flýtir svo fyrir að finna rétta parið, sjáðu til!“ seg- ir hún og bendir á kassana, þar sem sjá má rauða skó, græna, svarta, silfraða og, og, og... „Ég á svona fimmtíu pör og þau komast ekki öll fyrir hérna,“ segir hún brosandi. „Það er af sem áður var þegar ég var bara alltaf á hvít- um klossum, bæði í vinnunni og dansandi á Spáni! Klossar henta hárgreiðslufólki vel og ég get til dæmis ekki notað skó með frönsk- um rennilás. Mér finnst þeir ein- faldlega ekki nógu dömulegir.“ Fer aldrei í strigaskó Hún gerir kröfur. Skórnir verða að vera úr vönduðu leðri og vel hannaðir. Reynslan hefur kennt henni að vera fljót að sjá út hvað er ekta og hvað ekki. „Þú sérð ekki Önnu Kristins á strigaskóm í útlöndum! Það lægsta sem ég fer í eru mokkasíur með hæl. Íþróttaskó nota ég í leikfimi, þar sem enginn sér mig nema hinir í leikfimitímanum! Og ég hef aldrei farið á það stig að fela það fyrir nokkrum manni að ég hafi enn og aftur verið að fjárfesta í skóm,“ bæt- ir hún við. „Ég vinn sjálf fyrir mín- um skóm og get alveg tekið stríðn- inni þegar vinir mínir segja að það sé nú gott að ég hafi keypt nýja skó, það sé það eina sem mig vanti!“ segir hún og skellihlær. Skór til að sitja í Í framhaldi af því segir hún mér skemmtilega sögu af því þegar hún fór með Þór manni sínum og félög- um hans í Karlakór Reykjavíkur í tónleikaferð í fyrrasumar. „Þar sem ég sat í rútunni á leið frá Salzburg sendi ég Marentzu Poulsen vinkonu minni sms og tilkynnti henni að ég væri að yfir- gefa Salzburg – skólaus. Marentza sendi umsvifalaust svar og spurði hvernig ég ætlaði að yfirgefa heila borg án þess að hafa fjárfest í skóm. Henni var stórlega létt þegar hún fékk sms frá mér frá Vínarborg, þar sem ég hafði fjárfest bæði í leð- ur- og gúmmístígvélum. Nei, ég fæ aldrei sektarkennd yfir fjárútlátum í skó,“ segir hún hreinskilnislega en bætir svo við glottandi: „Og þó, ég segi það nú kannski ekki. Stund- um getur örlað á smá móral í svona klukkutíma eftir kaupin, en hann hverfur fljótt! Ég fer mjög vel með skó, set þvingur eða gúmmí inn í þá og hengi stígvélin upp á herðatré. Ég slít eiginlega aldrei skóm því ég á svo mörg pör. Ég er ekki dugleg að henda skóm, fyrst athuga ég hvort einhver í kringum mig hafi áhuga á mínum skóm en annars gef á þá til Rauða krossins.“ Þrátt fyrir útsjónarsemi í skó- kaupum segist Anna hafa gert mis- tök. „Það var þegar mér þóttu skór flottari í númer 38 en 39,“ seg- ir hún. „Systir mín benti mér á að ég notaði númer 39, en þegar hún sá ekki til keypti ég númer 38. Þeir voru afskaplega góðir til að sitja í veislum í..!“ Öskubuskuskórinn Hún hefur líka keypt „kokteilskó“, sem hún segir bara nýtilega milli „fimm og sjö“. Á þeim tíma hafi hún verið afskaplega hávaxin og grönn – en á leið heim úr veislunni fór ekki betur en svo að annar skórinn týnd- ist í leigubílnum. „Þá reyndi ég að fara í Pollý- önnuleik og ímyndaði mér að ef ég fótbrotnaði gæti ég þó alltaf not- að einn skó. Svo uppgötvaði ég að kannski myndi ég brotna á hinum fætinum og þá henti ég þessum glamúrskó.“ Eftirlætisskóborgin hennar er London þar sem hún elskar að heimsækja skóverslanir á South Molton Street. Í Slóveníu fann hún enga skó við sitt hæfi en sætti sig við það þar sem hún vissi að hún væri á leið til Rómar nokkrum vikum síð- ar. „Þar keypti ég fjögur pör...! Ég fer hins vegar aldrei inn í heilsu- skóbúðir, ekki meðan ég get geng- ið. Og veistu það, að ég skamm- ast mín ekkert fyrir að segja að ég er reiðubúin að gefa góðan pen- ing fyrir góða og fallega skó. Hér á Íslandi eru margar skóbúðir sem selja vandaða vöru og í þeim hef- ur andlit mitt sést nokkrum sinn- um. En kannski gekk ég fulllangt árið 1962,“ segir hún allt í einu hugsi. „Það var þegar ég keypti rú- skinnsskó til að vera í milli fimm og sjö. Þeir kostuðu hundrað krónum meira en mánaðarlaunin mín...!“ annakristine@dv.is „Það er af sem áður var þegar ég var bara allt- af á hvítum klossum, bæði í vinnunni og dans- andi á Spáni! Klossar henta hárgreiðslufólki vel og ég get til dæmis ekki notað skó með frönskum rennilás. Mér finnst þeir einfaldlega ekki nógu dömulegir.“ Anna Kristinsdóttir er hárgreiðsludama og skódrottning. Hún á yfir fimmtíu pör af skóm sem flest eru geymd í sérhönnuðum plastkössum sem hún keypti á netinu. Þessi lífsglaða kona féll fyrir fyrsta skóparinu ellefu ára að aldri. Hún gerir kröfur um gæði og hönnun og myndi aldrei láta sjá sig á heilsuskóm. Snilldarlausn Þegar anna sá auglýsingaspjald um sérhannaða skókassa var lausnin fundin. stígvél hengir hún á herðatré. DV Mynd Stefán Karlsson í Vesturbænum Fer vel með skóna sína anna Kristinsdóttir ólst upp við að enginn færi út á óburstuðum skóm. Hún er iðin við að gefa óslitnu pörin, annaðhvort til vina eða rauða krossins. Skódrottningin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.