Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 12. janúar 200734 Sport DV GríðarleG spenna fram undan NFL-deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn- spennandi og nú og því fékk DV sérfræðingana Þórmund Bergsson og Henry Birgi Gunnars- son til að spá fyrir um úrslit helgarinnar. Fyrir þá sem horfa á ameríska fótboltann eða ætla sér að byrja á því nú um helgina er í raun nóg að kunna eina reglu í leiknum: Liðið sem er með boltann fær fjórar tilraunir til að kom- ast tíu metra eða meira. Ef það tekst fær liðið aftur fjórar til- raunir til að komast aðra tíu metra. Ef liðinu með boltann tekst ekki að komast tíu metra í fyrstu þremur tilraunum sínum, þá sparkar það yfirleitt frá sér boltanum í fjórðu tilraun og hitt liðið fær þá boltann. Úrslitakeppnin í ameríska fótboltanum fer á fullt um helgina og eru fjórir leikir á dagskrá, undanúrslitaleikir í Ameríku- og Þjóðardeildinni. Á laugardaginn tekur Baltimore á móti Indianapolis í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar og New Orleans fær Philadelphia í heimsókn í undanúrslitum Þjóðardeildar- innar. Á sunnudaginn fara fram síðari undanúrslitaleikirn- ir þegar Chicago tekur á móti Seattle í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar og San Diego mætir New England á heimavelli í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar. Leikur Baltimore og Indianapolis og leikur San Diego og New England verða í beinni útsendingu á Sýn. NFL-deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafnspennandi og á þessu tímabili og DV fékk sérfræðingana Þórmund Bergsson og Henry Birgi Gunnarsson til að spá í leiki helgarinnar. dagur@dv.is Baltimore ravens–indianapolis Colts Baltimore vann þrettán leiki í deildinni í vetur og tap- aði þremur, þar af eingöngu einum leik á heimavelli sín- um, gegn Carolina Panthers, 21-23, 15. október. indianapolis Colts tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Kansas City um síðustu helgi, 23- 8. Indianapolis tapaði fjórum leikjum af sextán í deild- inni í vetur, öllum á útivelli. Þórmundur: „Ég held að ravens vinni þennan leik. Ég held reyndar að munurinn verði innan við sjö stig. fyrst og fremst vegna þess að það er nánast ekkert lið með jafngóða vörn í deildinni og ravens, það er gríðarlega öflugt. Indianapolis hefur verið í vandræðum síðustu fjórar umferðirna, þá kom fullt af veikleikum í ljós, sérstaklega í vörninni. Menn hafa mikið verið að spá Indianapolis alla leið undanfarin ár og þeir eru með mjög flott lið, en það er eitthvað í sálfræðinni sem vantar hjá þeim til að fara alla leið.“ Henry: „Það er nú eða aldrei fyrir Colts og það veit Peyton Manning. Hér verður mikið skor- að en Manning spilar eins og kóngur og leiðir sína menn áfram frekar óvænt.“ san dieGo CHarGers–new enG- land patriots san diego þykir mjög sigurstranglegt en það var með besta vinnings- hlutfall allra liða í bæði amer- íku- og Þjóðardeildinni í vetur, unnu fjórtán af sextán leikj- um sínum. san diego hef- ur ekki tapað heimaleik frá 31. desember árið 2005 þegar liðið tapaði fyrir denver, 7-23. Ladamian tomlinson, hlaupari san diego, setti í vetur met en hann hef- ur skorað 31 snertimark á tímabili, fleiri snertimörk en nokkur annar leikmað- ur hefur gert í sögu nfL á einu tímabili. new england þurfti að mæta new York jets um síðustu helgi í leik um sæti í undanúrslitum ameríkudeildarinn- ar þar sem new England vann, 37-16. new England hefur þrisvar sinnum unnið super Bowl á síðustu fimm árum, síðast árið 2005 þegar liðið vann Philadelphia Eagles í úrslitum, 24-21. Þjálfari liðsins er Bill Belichick sem er á sínu 32. tímabili sem þjálfari í deildinni en hann er eini þjálfarinn í sögu nfL sem hefur unnið þrjá meistaratitla á fjórum árum. Þórmundur: „Ég held að san diego vinni þennan leik auðveldlega. Þó að það sé töluverð bjartsýni að tala um það gegn new England sem er margfaldur meistari. Ég held að aðalmunurinn liggi í því að leikmenn new England eru saddir, þeir hafa nánast allir unnið super Bowl. Það er ofboðslega erfitt að halda liði á toppnum svona lengi og það hefur engum tekist það. new England er með fínan leikstjórnanda, öðruvísi væru þeir ekki búnir að vera í super Bowl, en hann gerir ekki óvæntu hlut- ina. san diego hefur verið með lélegt lið undanfarin ár en svo koma þeir allt í einu núna á fullu. Það er svo mikil stemning í san diego og það held ég að muni fleyta þeim alla leið. Það kæmi mér ekki á óvart að þeir fari í super Bowl.“ Henry: „reynsla new England á eftir að vega þungt í þessum leik og þeir fara áfram í dramatískum leik sem ræðst undir lokin.“ new orleans saints–pHila- delpHia eaGles philadelphia vann síðustu fimm leiki í deildinni. Liðið vann síðan new York giants, 23-20, í umspili um laust sæti í úr- slitakeppninni. Philadelphia tap- aði sex af sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. new orleans tapaði einnig sex af sextán leikjum sín- um í deildinni á tímabil- inu. Þetta er í fyrsta sinn í 6 ár sem liðið kemst í úrslita- keppnina og fékk sean Payt- on, þjálfari liðsins, verðlaun- in „þjálfari ársins“ fyrir vikið. Liðin mættust fyrr á leiktíðinni þar sem new Orleans fór með sigur af hólmi, 27-24, en það var john Carney sem tryggði sigurinn með vallarmarki á lokasekúndunum. Þórmundur: „new Orleans hefur ver- ið með lélegt lið í mörg ár. Þetta verður rosalega jafn leikur. Philadelphia er að mörgu leyti í svolitlum vanda, liðið missti aðalleikstjórn- andann og spilar að varaleikstjórnandanum sem hefur blómstrað töluvert. Það hefur hleypt nýju lífi í liðið. Philadelphia vinnur þennan leik. Ég veit ekki af hverju það vinnur, en ég held það bara“ Henry: „Eagles er á of mikilli siglingu fyrir new Orleans og mun ekki leika eins illa og gegn giants.“ CHiCaGo Bears–seattle seaHawks Eftir að hafa tapað í super Bowl í fyrra gegn Pittsburgh steelers, vann seattle níu leiki í deildinni í vetur og tap- aði sjö. Leikmenn seattle voru heppnir að vinna dall- as Cowboys í umspili úrslitakeppninnar, en hins vegar virðist seattle alltaf vera best í úrslitakeppninni. Þjálfari seattle Mike Holmgren hefur unnið fjórtán leiki í úrslitakeppninni á ferlinum en tapað þremur. Lovie smith, þjálfari Chicago, hefur aðeins einn leik að baki í úrslitakeppninni og hann tapaðist. Chicago vann þrettán af sextán leikjum sínum í vetur og Chicago niðurlægði meðal annars seattle í deildinni og vann það 37-6 á heimavelli. Þórmundur: „Ég held með Chicago. Þetta fer svolítið eft- ir því hvaða lið kemur inn á völlinn hjá Chicago. rex grossman, leikstjórn- andi Chicago, spil- ar kannski leik þar sem menn gapa af undrun en svo í næsta leik á hann kannski bara þrjár sending- ar og allar misheppn- aðar. Chicago er svolítið sveiflu- kennt og var í auð- veldum riðli í deildinni. Ég ætla að spá Chicago sigri. Ég held að Chicago vinni seattle 9-3.“ Henry: „reynslan skipt- ir hér enn og aftur máli. grossman, leikstjórnandi Bears, er ekki nógu góð- ur til að fara lengra með liðið.“ ladamian tomlinson Hefur skorað 31 snertimark á tímabilinu, sem er met í nFl. rex Grossman Þykir ekki mjög stöðugur leikstjórnandi. Brian westbrook er aðalhlaupari philadelphia- liðsins og þarf að eiga góðan leik ef eagles á að vinna new orleans. íþróttamolar Cappello vill selja ronaldo fabio Cappello, þjálfari real Madrid, bað ramon Calderon, forseta félagsins, að selja markahæsta leikmann heims- meistaramótsins, ronaldo. samkvæmt ítalska blaðinu as vill Cappello meina að ronaldo hafi gerst brotlegur við lög félagsins og haft slæm áhrif á unga leikmenn þess. robinho ekki sáttur aðeins meira af real Madrid og fabio Cappello. robinho er ekki sáttur við lífið í Madrid þessa dagana en hann komst ekki í leikhóp real Madrid gegn deportivo síðastliðinn sunnudag. Cappello vildi meina að hann hefði komið aftur til æfinga með hálfum huga og ekki í formi. Eitthvað sem robinho er ekki sáttur við. deschamp vill fá Heinze didier deschamp, þjálfari juventus, hefur opinberað áhuga sinn á argentínska landsliðsmannin- um hjá Man. utd. gabriel Heinze. deschamp sér Heinze sem miðvörð en ekki vinstri bakvörð eins og sir alex ferguson hefur notað hann. Þá er Heinze með evrópskt vegabréf sem er kostur. tiki Barber hættur Hinn frábæri hlaupari nY giants í nfL- deildinni tiki Barber hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna marg- frægu. Barber lék í nfL-deildinni í 10 ár og á 13 met með nY giants. Hann hljóp 10.449 yarda á þessum áratug sem setur hann í 17. sæti yfir mestu hlaupagikki nfL-deildarinnar. koren robinson dæmdur í árs bann Koren robinson, leikmaður green Bay Packers, hefur verið dæmdur í eins árs keppnisbann eftir að hann var tekinn ölvaður við akstur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem robinson kemst í kast við lögin því þegar hann var hjá Minnesota Vikings var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að stinga lögregluna af. margir orðaðir við man. Utd. Blöðin þreytast ekki á því að orða miðjumenn víðsvegar í heiminum við Manchester united. samkvæmt spænska blaðinu Catalan daily sport fylgjast stjórnarmenn enska liðsins nú grannt með stöðu Xavis hjá Barcelona. Einnig hefur rio Mavuba, miðjumaður Bordeaux, verið orðaður við liðið. svo virðist hins vegar vera að Manchester united sé að gefast upp í baráttunni um að fá Owen Hargreaves til liðsins eftir að Bayern München, núverandi félag Hargreaves, setti 25 milljóna punda verðmiða á leikmanninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.