Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 19
Hefur frumkvæði Guðlaugur Þór Þórð- arson stjórnmálafræð- ingur hefur setið á Al- þingi síðan árið 2003. Hann sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1998 og á þrátt fyrir ungan aldur gríðar- lega langan feril að baki í stjórnmálum. Guðlaug- ur Þór er fæddur árið 1967. Hann hefur setið í ótal nefndum og ráðum og er að sögn þeirra sem þekkja hann eldhuginn í flokknum sem virð- ist hafa endalausa elju. Meðal þeirra ábyrgðar- starfa sem Guðlaugur Þór hefur gegnt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn má nefna setu hans í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna 1987–1997, hann var ritari 1987–1989, varaformaður 1989–1993 og formaður 1993–1997. Þá sat hann í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1991-1997 og framkvæmdastjórn 1993–1997. Guðlaugur Þór er líka formaður stærsta íþróttafélags landsins, Fjölnis í Grafarvogi. Nennti endalaust að djöflast í Ingibjörgu Samflokksmenn Guðlaugs Þórs segja hann vera að uppskera núna það sem hann hefur sáð til á löngum ferli í Sjálfstæðis- flokknum. Hann sé hrikalega vel tengdur og fáir sem hafi jafn- gaman af því sem þeir eru að gera. Eftirminnilegt sé hvernig hann hafi haft sigur yfir Birni Bjarnasyni í prófkjöri flokksins og nú sé ljóst að hann muni leiða listann í Reykjavík norður. Guðlaugur þykir hafa mikið frumkvæði og vera vel að sér í mörgum málaflokkum, en sumum þykir hann jafnvel hafa of mörg járn í eldinum. Hann er meðal annars formaður stórs íþróttafélags auk þess sem hann er stjórnarformaður Orkuveit- unnar og nýhættur sem borgarfulltrúi. Guðlaugur er alls staðar, segja vinir hans í flokknum, og þótt hann sé ekki að vanrækja neitt getur það orðið dálítið hættulegt. Hann verði líka að vara sig á að verða ekki eins og kjördæmaþingmennirnir og hugsa bara um Grafarvoginn þar sem hann hefur gríðarlegan stuðn- ing, hann sé auðvitað þingmaður allra Reykvíkinga. Skipulagður með hárfína tilfinningu fyrir aðstæðum Guðlaugur Þór er sagður léttur og skemmtilegur, hláturmild- ur og glaður og þar af leiðandi líki fólki vel við hann. Svo sé hann mun meiri frjálshyggjumaður en menn haldi. Margir eru viss- ir um að hann eigi eftir að njóta mikillar velgengni í kosning- unum því hann hafi svo gaman af baráttunni sjálfri, skipuleggi sig vel og raði rétta fólkinu í kringum sig. Þó að sumum finnist nóg um hvað Guðlaugur Þór er í mörgum verkefnum eru þeir samt þeirrar skoðunar að hann muni ná að skipuleggja sig vel. Þeir taka sem dæmi að þegar hann tók við stjórnarformennsku Orkuveitunnar hafi hann notað sumarið þegar þingið var í fríi til að setja sig inn í mál fyrirtækisins og þannig sé um allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Guðlaugur Þór á að sögn mjög stóran vina- og kunningja- hóp og ekki að ástæðulausu að hann hefur aldrei tapað kosn- ingu. Hann sé stjórnmálamaður af nýju kynslóðinni sem höfði til breiðari hóps en margir jafnaldrar hans. Þeir séu meira til hægri en Guðlaugur Þór sé búinn að tala um fjölskyldumál og umhverfismál í tíu ár. EJ DV Fréttir föstudagur 12. janúar 2007 19 Fyrirhafnarlaus frami Bjarni Benediktsson er einn af yngri þing- mönnum Sjálfstæðis- flokksins, fæddur árið 1970. Bjarni lauk lög- fræðiprófi frá HÍ árið 1995 og nam þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995–1996. Hann hef- ur LL.M.-gráðu frá Uni- versity of Miami School of Law í Bandaríkjunum og varð héraðsdóms- lögmaður árið 1998. Þá er hann löggiltur verð- bréfamiðlari. Bjarni var í stjórn Hugins, fé- lags ungra sjálfstæðis- manna í Garðabæ, árin 1991–1993 og kom inn á þing sem fimmti maður í Suðvesturkjördæmi árið 2003. Hann hefur setið í mörgum nefnd- um Alþingis en mesta athygli vakti hann þegar hann var formaður allsherjarnefndar og fjölmiðlamálið var í algleymingi. Rödd skynsemi og hófsemdar Bjarni fær hæstu einkunn hjá öllum þeim sjálfstæðismönn- um sem DV ræddi við og þykir hafa sérstaklega sterka stöðu innan flokksins. Öllum bar saman um að Bjarni hefði stokk- ið inn á þing nánast fullskapaður, hann hafi mikinn sjarma og mikla þekkingu og skilning á þörfum atvinnulífsins, enda sé hann auk stjórnmálanna á kafi í viðskiptum. Bjarni er stjórn- arformaður félags sem á Esso en að sögn flokksmanna hefur hann greint vel á milli starfa sinna sem stjórnmálamaður og viðskiptalífs. Sem ungur þingmaður axlaði Bjarni strax mikla ábyrgð þegar hann var gerður að formanni allsherjarnefndar og mik- ið mæddi á honum meðan fjölmiðlafrumvarpið var í umræð- unni. Þar stóð hann sig með miklum sóma að mati samflokks- manna sinna, sem segja hann rödd skynsemi og hófsemdar. Fyrirhafnarlaus frami Einn viðmælenda sagði flesta flokksmenn sjá Bjarna sem framtíðarleiðtoga flokksins og það hafi með einhvers konar áru eða karisma að gera. Hann sé sjarmör sem hafi aldrei skipað sér í fylkingar, sé óhræddur við að taka afstöðu í málum og víki sér aldrei undan ábyrgð. Það sýni líka best styrk hans að hann hafi aldrei þurft að hafa neitt fyrir því að koma sér á framfæri í pólitík, frami hans hafi nánast komið af sjálfu sér og það sé að þakka rólyndi hans, ábyrgðartilfinningu og sjarma. Það hafi komið skýrast fram í prófkjörinu í haust þegar enginn fór fram á móti honum. Bæði í pólitík og viðskiptum Nokkrir bentu þó á að Bjarni færi ekki alla leið á sjarmanum einum saman, hann yrði að undirbúa sig vel í þeim málum sem hann ætlaði sér að fást við. Bjarni er sagður vinamargur en einn viðmælandi sagði að stjórnmálin skiptu hann ekki öllu máli því viðskiptin tækju líka mikinn tíma. EJ Sóknarfæri? Eftir sextán ára samfellda stjórnarsetu er varasamt fyr- ir sjálfstæðismenn að ganga of öruggir til kosningabaráttunn- ar. Það segir þó sína sögu um styrkleika flokksins að þrátt fyrir þessa löngu stjórnarsetu eru sóknarfærin nokkur. Flokkurinn á möguleika á að bæta við sig þingsætum, sérstaklega í Norð- austurkjördæmi og Kraganum. Staðan í Reykjavík er erfiðari. Efnahagslífið í landinu er með fjörugasta móti, þótt ýmislegt megi finna að hagstjórn síðustu ára. Verðbólga, gengissveifl- ur og ofþensla á vinnumarkaði, með tilheyrandi innflutningi á vinnuafli, teljast seint til einkenna stöðugs efnahagslífs. Á móti kemur að atvinnuleysi er ekkert og lífskjör hafa farið batnandi. Skattar af ýmsu tagi hafa verið lækkaðir. Þegar síendurtekn- ar erjur Davíðs Oddssonar við einstaklinga og hópa hættu að vera mál málanna, fór ekki hjá því að gott efnahagsástand lyfti flokknum í skoðanakönnunum. Hingað til hefur það dugað Geir Haarde ágætlega að vera „ekki-Davíð“, en í kosningabaráttunni sem er fram undan verð- ur hann að slá nýjan tón og leiða flokkinn með skýrari hætti. Án þess mun flokknum ekki takast að nýta sér sóknarfærin. Ef lit- ið er til tíma Geirs sem forsætisráðherra eru fáar vísbendingar um hvaða stefnumál verða efst á baugi. Líklega mun Geir leggja áherslu á áframhaldandi hagvöxt og uppbyggingu stóriðju með formúlunni: „Nýta verður orkulindir þjóðarinnar, en í sátt við náttúruna.“ Óljósri stefnu af þessu taginu er ætlað að vísa til skynsemi og hófsemi, en getur hæglega kynt undir ásökun- um um stefnuleysi. Úthugsað „stefnuleysi“ af þessu tagi verður þó líklega helsta einkenni Geirs sem formanns og líklega mun stuðningsmönnum flokksins líka það almennt vel. Ýmislegt getur þó farið úrskeiðis. Mál Árna Johnsen verð- ur flokknum erfitt, sérstaklega á suðvesturhorninu. Árni John- sen braut ekki aðeins lög og trúnað við kjósendur sína, heldur reyndi hann að ljúga sig út úr öllu saman með mjög bíræfnum hætti. Eftir sérstaka traustsyfirlýsingu formannsins lýsti Árni öllu saman sem „tæknilegum mistökum“. Hvað gera grandvarir góðborgarar Reykjavíkur? Uppgangur Frjálslynda flokksins þrengir óhjákvæmilega að möguleikum Sjálfstæðisflokksins til að stækka. Hver verður mót- leikur Geirs? Í utanríkismálum er staða flokksins veikari en oft áður. Herinn er farinn og sam- bandið við Bandaríkin óljóst. Atvinnulífið krefst umræðu um evruna, svo það stenst varla lengur að Evrópu- sambandið sé ekki á dagskrá. Hvað gerir Geir? Birgir Hermannsson barátta eftir 16 ára stjórnarsetu fylgisþróun og kynjahlutföll sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum frá 1995 1999: 40,7% - 26 þingsæti - 6 þingkonur 2003: 33,7% - 22 þingsæti - 7 þingkonur 2007: nýjasti þjóðarpúls CapaCent gallup: 37,8% - 25 þingsæti Ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyr- ir að hafa klúðrað varnarviðræðum við Banda- ríkjamenn. Viðræðurnar virtust oft á tíðum vera einhliða og í haust var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um nýtt varnarfyrirkomulag. Viðræð- ur við Dani um landvarnir hófust svo í desember. Skattastefna ríkisstjórnarinnar hef- ur verið mikið gagnrýnd þar sem bilið á milli hinna ofurríku og fátæku hefur aukist mikið á síðustu árum. Jafnframt hafa skattleysismörk ekki haldist í hend- ur við verðlagsþróun síðustu 15 ára. Stóriðjustefnan sem enginn stjórnarþing- maður virðist kannast við að hér sé rekin, hefur mætt mikilli andstöðu almennings. Þúsundir manna mótmæltu framkvæmdun- um við Kárahnjúka og kröfðust þess að hætt yrði við frekari stóriðjuframkvæmdir. Sjálfstæðisflokkurinn, og þá sér í lagi Davíð Oddsson, hef- ur verið iðinn við að eignast andstæðinga í atvinnulífinu. Ástæðurnar í deilum hans við Baugsmenn eru ennþá óljósar. fiJÓ‹VAKI framtíðin? framtíðin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.