Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 16
föstudagur 12. janúar 200716 Fréttir DV „Það er nýtt að draga til ábyrgðar hvítflibbana, vel menntað fólk sem á mikið undir sér, eins og sagt er, og nýtur virðingar og tiltrúar í sam- félaginu. Þarna er um að ræða fólk sem hefur efni á að kalla sér til að- stoðar alla þá fræðinga sem völ er á sem geta talað máli þess,“ segir Jón H.B. Snorrason, þáverandi yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, í viðtali við Fréttablaðið þann 5. desember 2004. Þetta viðtal birtist fimm dögum eftir að Gunn- ar Örn Kristjánsson var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Jóni H.B. Snorrasyni og Boga Nilssyni ríkissaksóknara vegna mála Gunnars, án árangurs. Í viðtalinu útskýrir Jón starf- semi efnahagsbrotadeildarinnar og bendir á að svokölluðum hvít- flibbaglæpum hafi fjölgað mjög á síðustu árum. Hann kveðst vera sátt- ur við árangur efnahagsbrotadeild- arinnar, þar sem sakfelling hafi orð- ið í um 90 prósentum þeirra mála sem deildin hefur ákært í. Deildin hafi á að skipa fólki með sérfræði- þekkingu, svo sem lögfræðingum, endurskoðendum, viðskiptafræð- ingum og fleirum. Ásakanirnar sem þú sættir fól- ust fyrst og fremst í því að þú hefð- ir brugðist skyldum þínum sem endurskoðandi og þannig hafi Lárus Halldórsson komist upp með fjárdrátt. „Hvers vegna hefði ég átt að fórna öllu því sem ég hafði með því að taka áhættu á því að skrifa upp á bókhald Tryggingasjóðs lækna án þess að endurskoða það rækilega? Ég var forstjóri eins stærsta fyrirtækis landsins. Ég sagði upp störfum fyrir SÍF um leið og mér varð ljóst að þeir ætl- uðu að ákæra. Þetta þurfti ég að gera vegna endurskoðunarstarfa sem ég vann í hjáverkum og sköp- uðu mér litlar tekjur. Miðað við þær ásakanir að ég hafi ekki sinnt endurskoðun á sjóðnum sem skyldi, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna Lárus hafði fyrir því að hafa tvöfalt bók- hald og stunda þessar falsanir.“ Rannsókn með málaferlum og frávísun frá Hæstarétti snérist upp í hugsanlega endurupptöku málsins. Þetta hefur verið rúm- lega þriggja ára ferli. „Þetta hefur verið ákaflega erfiður tími að mörgu leyti. Sér- staklega fyrir fjölskyldu mína. Ég einn get nákvæmlega vitað hvað ég gerði og hvað ég gerði ekki. Þegar maður stendur frammi fyr- ir svona kemur ansi fljótt í ljós hverjir eru hinir raunverulegu vinir manns. Þegar þetta mál kom upp hafði ég aldrei áður stigið í dómsal. Það er einfaldlega kippt undan manni fótunum. Ég hef ekki komið ná- lægt fyrirtækjarekstri með bein- um hætti síðan þetta mál fór allt af stað. Ég hef heldur ekki orð- ið þess var að atvinnutilboðin streymi til mín.“ Nú var í rannsókninni gert tals- vert úr því að þú og framkvæmda- stjóri sjóðsins hafi tengst vináttu- böndum sem hafi haft áhrif á störf þín. „Við Lárus höfum starfað saman í gegnum tíðina og rák- um meðal annars endurskoð- unarskrifstofur í sama húsnæði til fjögurra ára. Samskipti okk- ar náðu aldrei út fyrir starfsum- hverfið.“ Hæstiréttur kom fram með al- varlega gagnrýni á rannsóknina alla þegar hann að lokum vísaði málinu frá dómi í maí 2005. Rík- issaksóknari sagði síðar að rann- sóknin væri í þeim farvegi að brotið væri gegn 70. grein stjórn- arskrár Íslands og 6. grein mann- réttindasáttmála Evrópu. „Ég tel að þessir menn, það er að segja lögregla og henn- ar aðstoðarmenn, hafi brugð- ist skyldu sinni, allir sem einn. Ég tel að meiningin hafi verið að bregða fyrir mig fæti. Það er miklu skemmtilegra að góma for- stjóra hjá stóru fyrirtæki en ein- hvern annan. Árni Tómasson, sem lögregla kallaði sér til aðstoðar við rann- sóknina, átti meðal annars sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna fyrir hönd SÍF eft- ir að rannsóknin fór af stað. Þá hafði ég látið af störfum sem for- stjóri en hafði ennþá starfsskyld- um að gegna gagnvart fyrirtæk- inu. Árni tengdist einnig Ástráði Hreiðarssyni lækni fjölskyldu- böndum. Ástráður var í mála- ferlum við Tryggingasjóð lækna og hafði sig frammi í fjölmiðlum um málið.“ Gunnar ætlar að sækja skaða- bótamál vegna alls þessa. Undir- búningur að því er þegar hafinn. sigtryggur@dv.is Gunnar Örn Kristjánsson mun höfða skaðabótamál vegna rannsóknar og málaferla á hendur honum sem ríkissak- sóknari segir að hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins og mannréttindasáttmála Evrópu. Gunnar var forstjóri SÍF, eins stærsta fyrirtækis landsins á þeim tíma, og naut mik- illar velgengni. Þegar Lárus Halldórsson, framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, játaði að hafa stundað milljóna fjár- drátt og blekkingar í störfum sínum árið 2002, beindust spjót efnahagsbrotadeildarinnar að störfum Gunnars sem endur- skoðanda sjóðsins. Ætlar að höfða skaðabótamál Gunnar Örn Kristjánsson sætti rannsókn og málaferlum í þrjú ár. Niðurstaðan er að brotið hafi verið á Gunnari. Hæsti- réttur vísaði málinu frá og ríkissaksóknari segir að stjórn- arskrá og mannréttindasáttmáli hafi verið brotin. Jón H.B. Snorrason segir viðskiptafólk nýta sér dýra sérfræðinga til varna. Hvítflibbar hafa ráð á vörnum D V m ynd Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.