Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 64
U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Nokkrar reglur um samsetningu á mat og víni Með FEITUM mat er gott að vínið sé alkóhólríkt. Vínandinn brýtur niður fituna. Að sama skapi, sé maturinn léttur, á vínið að vera létt. Ef maturinn er SÚR þarf vínið líka að vera sýruríkt. SÆTUR matur kallar á sætt vín. Með STERKKRYDDUÐUM mat á ekki að hafa kröftug vín. Besta mótvægið við sterkt kryddbragð er fremur létt vín sem er sætt eða ávaxtaríkt. SALTUR matur þarfnast víns sem hefur sætleika eða mikinn ávöxt eða sýru til að vega á móti saltbragðinu. Með BEISKUM mat er gott að hafa vín sem hefur sætleika eða góðan ávöxt. föstudAgur 12. jAnúAr 200764 Helgarblað DV I nga Lind Karlsdóttir er mat- gæðingur vikunnar. Hún ætl- ar að gefa lesendum uppskrift að gómsætum flatkökum sem eru bakaðar fyrir hver jól í hennar fjölskyldu. Þótt upp- skriftin sé einföld tekur Inga Lind fram að kökurnar séu mjög góðar. „Það sem er mér mjög ofarlega í huga svona rétt eftir jólin eru flatkök- ur sem ég baka alltaf fyrir hver jól. Þær eru ekki neitt sérstaklega jóla- legar, enda má baka þær hvenær sem vill. Svona flatkökur voru á sín- um tíma kallaðar fátækramatur því það þarf ekki mikið hráefni í þær. Þetta er gömul uppskrift frá ömmu og mömmu og hún hefur verið not- uð í áratugi. Ég verð að taka fram að ég hef aldrei fengið betri flatkökur. Það þarf sérstaka pönnu til að baka kökurnar og pabbi minn smíð- aði nýja pönnu þegar gamla pann- an hvarf á einhvern undarlegan hátt. Pannan sem hann smíðaði er úr gömlum botni úr eldavél og risa- stóru skrúfjárni. Ég var svo heppin að fá pönnuna í fyrirframgreiddan arf nú fyrir jólin. Á þessari pönnu bak- aði ég í fyrsta skipi þessar flatkökur núna fyrir jólin með pabba mínum, án afskipta frá mömmu, og það gekk svona ljómandi vel. Flatkökur eru al- veg sérstaklega góðar með hangikjöti og jafnvel bara með smjöri og smá osti. Úr þessari uppskrift er hægt að ná átján kökum en ég náði reyndar bara fimmtán. En æf- ingin skapar meistarann. UppSKRIFT l 4 bollar hveiti l 2 bollar haframjöl l 2 fullar teskeiðar lyftiduft l 1 teskeið salt l sjóðandi vatn AÐFERÐ Blandið þurrefnunum í skál og vætið með sjóðandi vatni þar til deig- ið er hæfilegt til að hnoða. Kökurn- ar eru svo flattar út og skornar, til dæmis er gott að nota matardisk til að mæla stærðina. Þegar búið er að skera kökurnar út er pikkað í þær með gaffli. Best er að baka kökurn- ar svo á þykkbotna pönnu eða elda- vélarhellu. Þegar búið er að baka kökurnar eru þær vættar í sjóð- andi saltvatni en það er gert til að þær mýkist. Inga Lind skorar á vinkonu sína Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa og for- mann leikskólaráðs, að verða næsti matgæðingur DV. Inga Lind Karlsdóttir kann að baka flatkökur: Matgæðingurinn Flatkökur á heimagerðapönnu McGuigan Black Label GTR Uppruni þess er í Ástralíu, nánar tiltekið í Hunter Valley. Áferð þess er ljósgul með grænum blæ og ilmur þess ber keim af rósum og örlítlu kryddi ásamt sítrus. Bragðið er létt og ferskt, smá melóna, greip og lime. Kjörhitastig til drykkjar er 9–11°C og það er tilbúið eins og það er. GTR stendur fyrir þrúgurnar Gewurtztraminer og Riesling, það hentar æðislega sem fordrykkur í veislum (smá sæta). Svona vín hafa fallið einstaklega vel í landann sökum þess að þau bera smá sætu, það kæmi mér ekkert á óvart að þetta vín yrði vinsælt í saumaklúbbum. Hentar vel með austurlenskum mat, fiskréttum, þó ekki of feitum, já og líka með gráðosti. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.080 kr. McGuigan Black Label Shiraz Nú fjöllum við um annað vín úr Black Label- línu víngerðarmannsins Brians McGuigan, 100% Shiraz-vín frá Hunter Valley í Ástralíu. Þetta er meðalbragðmikið vín, kryddað með pipar, kanil, plómum og svörtum berjum. Áferðin er mjúk, góð fylling og bragðið ber keim af karamellu, vanillu ásamt þroskuðum plómum en einnig kemur smá krydd og sulta í gegn. Kjörhiti til drykkjar er 16–18°C. Það hentar einstaklega vel með rauðu kjöti og mjög gott er að hafa það með grillkjöti, til dæmis nautapinnum með hvítlauk og rósmaríni, lambalærissneiðum með sítrus og timían, en það tónar líka flott með hvítmyglu- ostum. Vínið er tilbúið til drykkjar. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.260 kr. silfur Crocodile Rock Merlot/Cabernet Í þessu frábæra víni er tveimur vinsælum þrúgum blandað saman og hér gengur það alveg upp. Vínið kemur frá Murray Valley í Ástralíu og áferð þess er silkimjúk og rúbín- rauð. Ilmurinn hefur rauð ber, smá vanillu og kirsuberjasultu. Það er meðalbragðmikið, mildur en rauður ávöxtur, þó smá sæta en svo mjúk og þægileg tannín í endann. Hitastigið er gott við 16–18°C og það er tilbúið til drykkjar. Þegar kemur að því að velja gott vín með grillmat, til dæmis lambakjöti, setjið þá þetta vín efst á óskalistann, það hreinlega steinliggur. Einnig má benda á að hafa það með ostunum eftir góða máltíð, nú eða bara eitt og sér á síðkvöldi, við kerti og góða bók. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.190 kr. Brons Áströlsk vín við allra hæfi gull Rísottó með graskeri og chorizo- pylsum (fyrir fjóra) l 1 lítið hokkaido- eða butternut-grasker l ¼ dl ólífuolía l 1 stór laukur, saxaður smátt l 2 hvítlauksrif, pressuð l 300 g rísottógrjón (Arborio) l 2 dl hvítvín l 1 l kjúklingasoð l 50 g smjör l 100 g parmesanostur, rifinn l salt og pipar l 8 litlar chorizo-pylsur l skrælið og skerið graskerið í tvennt, takið kjarnann úr með skeið. skerið helminginn í litla báta, penslið þá með ólífuolíu og bakið í 180°C heitum ofni í 20 til 25 mínútur, eða þar til þeir eru mjúkir. Maukið þá í matvinnsluvél og geymið þar til síðar. l steikið laukana í olíu í potti þar til þeir eru mjúkir. setjið grjónin út í og hrærið stans- laust í eina mínútu. Bætið vín- inu út í og hrærið þar til næst- um allt vínið er gufað upp. Hellið þá 2 dl af kjúklingasoði út í. Hrærið þar til að grjónin hafa drukkið í sig næstum all- an vökvann. Endurtakið þar til að grjónin eru seigfljótandi, en samt ekki of lin. Bætið gras- kersmaukinu út í ásamt smjöri og ostinum, smakkið til með salti og pipar. steikið chorizo-pylsurnar í smá olíu og berið fram með rísottó- inu. AxEL óSKARSSoN skrifar: axelo@visir.is DV mynd Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.