Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 24
föstudagur 12. janúar 200724 Helgarblað DV
Mannlausar jarðarfarir
Það er ekki aðeins að gamalt
fólk liggi látið vikum saman
án þess að nokkur viti af
því. Þess eru einnig dæmi að
fólk sé jarðsett án þess að
nokkur fylgi því til grafar,
hvorki ættingjar né vinir.
Kona um nírætt fannst látin á
heimili sínu mánuði eftir að
hún lést. Nokkur fleiri dæmi um
þannig örlög eru til. Enginn leit
til konunnar og enginn saknaði
hennar, ekki einu sinni um jól-
in. Grunur um að eitthvað væri
að kviknaði hjá nágrönnum kon-
unnar. Einsemdin hefur fleiri
myndir. Þess eru dæmi að fólk sé
jarðsett án þess að nokkur fylgi
því til grafar.
„Starfsfólk Útfararþjónust-
unnar er oft eina fólkið við jarð-
arför einstaklinga sem eiga
engan að, en stundum kemur
hjúkrunarfólk í jarðarförina ef
viðkomandi var lengi á sjúkra-
stofnun fyrir andlátið,“ segir
Rúnar Geirmundsson, útfarar-
stjóri Útfararþjónustunnar ehf.
Rúnar starfaði í mörg ár við lík-
flutninga hjá kirkjugarðinum í
Fossvogi og segir það hafa kom-
ið sér mjög á óvart hversu margir
deyja einir í heimahúsi og finn-
ast ekki fyrr en mörgum dögum
eða vikum seinna.
„Oft er fólk búið að brjóta all-
ar brýr að baki sér og aðstand-
endur vilja ekkert af þeim vita
eða þeir vilja ekki hafa samband
við aðstandendur sína og svo eru
líka tilfelli þar sem fólk á einfald-
lega engan að og er búið að ein-
angra sig félagslega og hefur ekki
samskipti við neinn,“ segir Rúnar.
Hann segir að allir fái viðunandi
útför og fólki sé ekki mismunað
hvað íburð kistunnar varðar, því
allir séu jarðsettir í viðeigandi
viðarkistum. Rúnar segir að þeg-
ar einstaklingar sem eiga enga
að eru jarðsungnir sé það gjarn-
an gert í kapellunni í Fossvogi
og prestur les ritningagreinar og
organisti spilar nokkra sálma.
Verðum að bregðast við
þessu
Jórunn Ósk Frímannsdóttir,
formaður Velferðarráðs Reykja-
víkurborgar, segir nauðsynlegt
að bregðast við þegar gamalt fólk
einangrast á heimilum sínum og
á hvorki ættingja né vini sem vitja
þess. Jórunn segir að í þjónustu-
miðstöð Laugardals og Háaleit-
is í samstarfi við heilsugæslustöð
Hlíðasvæðis sé verið að vinna að
tilraunaverkefni þar sem öllum
eldri borgurum, sem ekki eru í
neinum tengslum við þjónustu-
aðila í hverfinu, er sent bréf og
haft samband við þá sem ekki
svara því. Segir Jórunn að þetta
sé liður í því að fylgjast betur með
þeim sem eru einir og hafa til-
hneigingu til að einangra sig frá
samfélaginu.
„Það er klárt mál að það þarf
að bregðast við þessu og við erum
að gera það en það er ekki auðvelt
því stundum vill fólk ekki fá hjálp,“
segir Jórunn. Hún segir Velferðar-
ráð vinna að því að bjóða upp á
öryggissíma sem fólk getur sótt
um og þá er alltaf einhver sem
svarar og ef fólki líður illa eða er
einmana þá er hægt að senda til
þeirra heimahjúkrun eða aðra
aðstoð. Jórunn segir sláandi að
heyra í fréttum um fólk sem hefur
verið dáið vikum saman á heim-
ili sínu án þess að neinn taki eft-
ir því og að það sé samstarfsverk-
efni allra að fylgjast með því fólki
sem á enga að.
Erfitt að trúa þessu
„Það er sorglegt fyrir okkur að
þurfa að horfa upp á að svona geti
gerst og erfitt að trúa því sem Ís-
lendingur og viðurkenna að þetta
hafi gerst,“ segir Anna Sigríður
Pálsdóttir, prestur í Grafarvogs-
kirkju, þegar hún var spurð um
gömlu konuna sem hafði verið
látin í mánuð án þess að nokk-
ur vissi. Anna Sigríður segir erfitt
að átta sig á því þegar fólk er ein-
angrað heima hjá sér því það sé
enginn til að segja frá því og þess
vegna ættu kannski heilsugæslu-
stöðvarnar að hafa eftirlit með
eldri borgurum eins og þær hafa
eftirlit með ungbörnum.
„Við erum tilbúin að gera allt
sem við getum þegar okkur er
bent á að einhver er einn og yfir-
gefinn en það er erfitt fyrir kirkj-
una að vera með frumkvæði að
því að hafa samband því margir
vilja það ekki,“ segir Anna Sigríð-
ur. Hún segir að Grafarvogskirkja
sé með líflegt starf fyrir eldri borg-
ara og það sé opið hús í kirkjunni
alla þriðjudaga og fólk sé sótt og
keyrt heim ef það vill.
Djákninn heimsækir fólkið
Svavar Stefánsson prestur í
Fella- og Hólakirkju segir að kirkj-
an hafi ráðið Ragnhildi Ásgeirs-
dóttur djákna í fullt starf og hún
heimsæki þá sem eru einmana og
eiga fáa að.
„Við erum að fóta okkur áfram
með að líta eftir fólki og erum í
náinni samvinnu við Félagsþjón-
ustuna í Mjóddinni. Við reynum
að hlusta eftir þeim einstakling-
um sem eiga fáa að og eru félags-
lega einangraðir og auk djákn-
ans eru sjálfboðaliðar sem fara í
heimsóknir til fólks,“ segir Svavar.
Hann segir að borgarsamfélag-
ið sé þess eðlis að mikill hraði og
aukin spenna í þjóðfélaginu valdi
því að oft verði börn og gamalt
fólk út undan. „Það er skelfilegt
að heyra að fólk skuli geta legið
dáið í fleiri vikur heima hjá sér án
þess að neinn kveiki á perunni,
þetta er alveg á skjön við það sem
maður ímyndar sér. Stærsti vand-
inn er að fá að vita af þessu fólki
svo hægt sé að sinna því og það
væri gott ef fólk liti í kringum sig
og léti vita ef það veit af einhverj-
um sem á enga að,“ segir Svavar.
Jakobína DaVíðsDóttir
blaðamaður skrifar: jakobina@dv.is
séra svavar stefánsson og ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni í Fella-
og Hólakirkju ragnhildur, ásamt sjálfboðaliðum, heimsækir fólk sem er
einmana og afskipt.
DV MynD stEFÁn