Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 2
Snorri segist hafa bundið miklar
vonir við ljósleiðara sem lagður var
að Reykholti árið 2001. Sá ljósleið-
ari liggur ónotaður. „Nú ætlar rík-
ið að setja peninga í hraðvirkt net-
samband um byggðir landsins þar
sem það hefur vantað. Við óttumst
að verða útundan af því að við höf-
um þessa svokölluðu háhraðateng-
ingu sem ekki hefur virkað nógu
vel,“ segir hann.
Ríkisstjórnin lofar úrbótum
Í september 2005 lofaði rík-
isstjórnin að verja 2,5 milljörð-
um af söluandvirði Landssímans
til uppbyggingar á fjarskiptaþjón-
ustu. Í tilkynningu frá samgöngu-
ráðuneytinu þann 14. september
2005 segir að meðal annars eigi að
„...efla stórlega aðgang landsbyggð-
arinnar að háhraðatengingum“.
Í þessu skyni var settur á fót sér-
stakur fjarskiptasjóður og úr hon-
um átti að veita einum milljarði til
þessara mála, strax árið 2005. Eftir-
stöðvarnar kæmu svo með jöfnum
greiðslum árin 2007 til 2009.
Ráðherrann ekki inni í málinu
„Ég þarf að vera með móttak-
ara á þakinu sem kostar tuttugu
þúsund. Út úr þessu kemur algert
skítasamband fyrir fimm eða sex
þúsund krónur á mánuði, svo dett-
ur þetta út í miðju niðurhali,“ segir
Guðmundur Ólafsson hagfræðing-
ur. Hann hefur nú aðsetur í Reyk-
holti og hyggst stunda hluta af sinni
vinnu þaðan með aðstoð netsins.
„Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra er ekkert inni í þess-
um málum. Hér eru tveir háskól-
ar og fleiri menntastofnanir. Svo er
þetta úr lagi heilu helgarnar. Þeg-
ar Landssíminn var seldur átti allt
að verða svo gott og fínt. Það hef-
ur ekki verið staðið við neitt,“ segir
Guðmundur.
Rannsóknir í 24 ár
Norðurljósarannsóknir í Borg-
arfirði hafa verið stundaðar síð-
an 1983 undir forystu Dr. Natsuos
Sato frá japönsku pólrannsóknar-
stofnuninni. Um er að ræða sam-
anburðarrannsóknir þar sem Jap-
anar reka aðra rannsóknarstöð á
Suðurskautslandinu. Rannsóknar-
stöðin hér á landi er rekin í sam-
vinnu við Raunvísindastofnun Há-
skóla Íslands.
föstudagur 19. janúar 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
SigtRygguR aRi jóhannSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Dæmd fyrir
dópsmygl
Rúmlega þrítug kona var
dæmd í fjögurra ára fangelsi
fyrir að skipuleggja innflutn-
ing á tæplega tveimur kílóum
af kókaíni síðastliðið sumar.
Þrír karlmenn sem ýmist hjálp-
uðu til við skipulagningu eða
smygl fengu þriggja ára fang-
elsi hver. Þá fékk burðardýrið,
18 ára stúlka, þriggja ára skil-
orðsbundinn dóm. Ungur ald-
ur, hreint sakavottorð og fíkni-
efnameðferð voru metin til
léttari refsingar hennar.
Prófkjörsslagur í
Suðurkjördæmi
Prófkjör Framsóknarflokks-
ins í Suðurkjördæmi er laug-
ardaginn 20. janúar. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráð-
herra er sá eini sem býður sig
fram í fyrsta sæti en þrír fram-
bjóðendur berjast um annað
sætið. Það eru Björn Bjarndal
Jónsson skógarverkfræðingur,
Eygló Harðardóttir fram-
kvæmdastjóri og Bjarni Harð-
arson bóksali. Þrír frambjóð-
endur gefa kost á sér í þriðja
sætið, þau Elsa Ingjaldsdóttir
framkvæmdastjóri, Kjartan Lár-
usson sauðfjárbóndi og Guðni
Sighvatsson nemi sem býður sig
fram í þriðja til fjórða sæti.
Lækkandi
verðbólga
Fjármálaráðuneytið gerir
ráð fyrir 3,8% meðalverð-
bólgu á þessu ári í endur-
skoðaðri þjóðhagsspá sinni.
Gert er ráð fyrir að verð-
bólgan nái 5% markmið-
um Seðlabanka Íslands um
mitt árið. Á næsta ári er síð-
an búist við að verðbólgan
hjaðni niður í 2,3%. Hagvöxt-
ur verður lítið eitt minni en
á nýliðnu ári og atvinnuleysi
eykst lítillega en ráðuneytið
efast um að það fari ofar en
2,2% að meðaltali yfir árið.
Fríblöð valda bréfberum Íslandspósts erfiðleikum. Vandinn er þekktur í Danmörku:
Fríblöð valda vandræðum
„Fullir póstkassar af einhverjum
blöðum valda okkur oft vanda,“ seg-
ir Anna Katrín Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs
Íslandspósts. Bréfberar Íslandspósts
hafa ekki alltaf getað borið út póst í
fjölbýlishúsum vegna aukins magns
af blöðum sem sett eru óumbeðið í
póstkassana. „Fríblöðin eru komin í
kassana þegar bréfberar okkar koma.
Þá eru kassarnir einfaldlega orðnir
fullir, þeir eru of litlir fyrir allt þetta
magn sem sett er í þá,“ segir Anna.
Þeir sem ekki tæma póstkassa
sína reglulega fá orðsendingu þess
efnis að bréfberar geti ekki borið út
póstinn og því verði þeir að hringja
í þjónustuver Ís-
landspósts til
þess að nálgast
póstinn sinn.
Samkvæmt
frétt Politiken
er þolinmæði
danska sam-
göngumála-
ráðherrans
gagnvart frí-
blöðum á þrot-
um. Hann hefur
gefið það út að ef
ekki verði búið að
koma dreifingunni í lag fyrir 1. apríl
verði lög sett um starfsemi blaðanna.
Í Politiken segir að
kvartanir hafi hrann-
ast inn til danska
neytendaráðsins frá
fólki sem hefur frá-
beðið sér fríblöð en
fær þau samt. Í Dan-
mörku fjölgar sífellt
þeim póstkössum sem
merktir eru sérstak-
lega með límmiðum
sem afþakka fríblöð.
Póstur sendi dreifibréf
Þeir sem eiga fulla
póstkassa fá þessa
orðsendingu frá póstinum.
anna Katrín halldórsdóttir
Póstkassarnir eru troðnir af
óumbeðnum blöðum og
almennur póstur kemst illa
eða ekki fyrir.
Stopult netsamband í Borgarfirði truflar gagnasendingar vísindamanna japönsku
pólrannsóknarstofnunarinnar. Snorri jóhannesson óttast að Borgfirðingar verði horn-
reka í áformum ríkisins um úrbætur.
Dyr Framsóknar
lokaðar
Framsóknarmenn sem
ætluðu að kjósa utan kjör-
fundar í prófkjöri komu að
lokuðum dyrum á Selfossi á
þriðjudaginn. Eitthvað hafði
þá misfarist við að manna
kjörstaðinn og opnuðust dyr
Framsóknarhússins ekki fyrr
en tveimur og hálfum tíma
eftir auglýstan tíma. Kjör-
fundur í prófkjörinu er á
morgun, laugardag, en talið
verður á sunnudaginn. Ár-
mann Ingi Sigurðsson í kjör-
stjórn segir það gert vegna
þess að kjördæmið sé stórt
og eins og komið hafi í ljós
geti tekið sinn tíma að koma
öllum atkvæðum á einn stað.
„Það kemur fyrir að rannsóknargögnin komast ekki sína leið.
Þessi tenging skilar ekki þeim hraða sem um var talað, fyrir utan
að bilanir eru tíðar,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöð-
um í Borgarfirði. Japanska pólrannsóknarstofnunin hefur að-
stöðu fyrir norðurljósamælitæki á Augastöðum og þarf að reiða
sig á gagnaflutninga um internet frá Borgarfirði.
Netsamband spillir
norðurljósarannsóknum
norðurljósin yfir Íslandi eru aðdráttarafl
á fjölda ferðamanna til landsins Því
miður gengur stundum illa að senda
upplýsingar um þau á netinu.
Snorri jóhannesson bóndi á
augastöðum í Borgarfirði Hefur
áhyggjur af því að verða útundan þegar
hraðvirkt netsamband kemur til
„ég þarf að vera með móttakara á þakinu sem
kostar tuttugu þúsund. Út úr þessu kemur al-
gert skítasamband fyrir fimm eða sex þúsund
krónur á mánuði.“
guðmundur ólafsson hagfræðingur
og íbúi í Reykholti „Ég þarf að vera
með móttakara á þakinu sem kostar
tuttugu þúsund og úr honum kemur
algjört skítasamband.“
Norðurljósarannsóknir
líða fyrir slæmt
netsamband