Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 12
Dómsmál gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Dicks Cheney varaforseta skekur nú Bandaríkin. Málið snýst um leka á nafni njósnara CIA til fjölmiðla. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Bush Bandaríkjaforseta, enda tengist það ákvörðun um inn- rásina í Írak. Rúmlega 34 þúsund óbreytt- ir borgarar féllu í átökum í Írak í fyrra að sögn talsmanna Sam- einuðu þjóðanna. Alda ofbeld- isverka reið yfir í Írak, eink- um síðari hluta síðasta árs. Auk þeirra þúsunda sem féllu, særð- ust að minnsta kosti 36 þús- und óbreyttir borgarar í átökum. Þessar tölur eru nærri þrisvar sinnum hærri en þær tölur sem innanríkisráðherra Íraks hefur gefið út. Stjórnvöld í Írak draga tölurnar í efa en segja jafnframt útilokað að setja fram nákvæm- ar tölur. 70 þúsund látnir og særðir Hálffimmtugur karlmaður Jeffrey Brett Goodin á yfir höfði sér allt að 101 árs fangelsi vegna ruslpóstsendinga eða „spam“- póstsendinga. Maðurinn verður sá fyrsti sem hlýtur dóm sam- kvæmt alríkislögum frá árinu 2003 en þau banna ruslpóst- sendingar. Goodin sem bíður nú dóms sendi þúsundum tölvu- póst í nafni innheimtufyrirtæk- is, ginnti viðtakendur til að gefa upplýsingar um kreditkort og bankareikninga og nýtti upplýs- ingarnar síðan í eigin þágu. Auk ákæru fyrir ruslpóstsendingar var Goodin fundinn sekur um 10 önnur hegningarlagabrot, með- al annars fjársvik, misnotkun á vörumerki AOL og tilraun til að hafa áhrif á vitni. Dómur verður kveðinn upp yfir Goodin í sumar. Fyrsti dómurinn vegna ruslpósts föstudagur 19. janúar 200712 Fréttir DV Rússneskur ferðamaður fannst látinn á mánudag úti fyrir ströndum Egyptalands. Maður- inn, sem var við köfun í Rauða hafinu, er talinn hafa farið niður á 100 metra dýpi, orðið súrefn- islaus og drukknað þegar hann reyndi að komast upp á yfirborð- ið. Að sögn lögreglu virti maður- inn að vettugi reglur sem kveða á um að sportkafarar megi ein- ungis kafa niður á 60 metra dýpi. Fjórir ferðamenn hafa drukkn- að við köfun úti fyrir ströndum Egyptalands á tæpum mánuði og er talið að þeir hafi allir kafað langt niður fyrir 60 metra og orð- ið súrefnislausir. Drukknaði við köfun Tólf manna kviðdómur alríkis- dómstóls í Atlanta ákveður á næstu vikum örlög fyrrverandi ritara hjá gosdrykkjarisanum Coca-Cola. Joya Williams var ákærð ásamt tveim- ur starfsfélögum fyrir samsæri um að stela leyndarmálum Coca-Cola í þeim tilgangi að selja þau helsta keppinautnum, Pepsi. Upp komst um málið í sumar í kjölfar viðamik- illar rannsóknar bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, sem hrundið var af stað í kjölfar ábendingar frá stjórn- endum Pepsi. Williams hefur ávallt neitað sök en hinir sakborningarnir tveir hafa játað sekt og munu að lík- indum vitna gegn henni. Lögmenn Williams draga í efa trúverðugleika mannanna sem báðir eiga sakaferil að baki. Annar hlaut sjö ára dóm fyr- ir kókaínsmygl en hinn tveggja ára dóm fyrir fjársvik. Réttarhöld í mál- inu hefjast á mánudag og á Williams yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi verði hún fundin sek. Áformaði að stela leyndarmálum Coca-Cola og selja þau til Pepsi: Á yfir höfði sér allt að tíu ára dóm erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Athyglisvert dómsmál Lewis scooter Libby (fyrir miðju), fyrrverandi starfsmanna- stjóri dicks Cheney varaforseta, gengur hér til dómhússins ásamt lögfræðingum sínum. Rice og Cheney á vitnalista Joya Williams Yfirgefur alríkisdómstól eftir að kviðdómur hafði verið valinn. Williams er ákærð fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum gosdrykkjarisans Coca-Cola og selja þau Pepsi. Ástralska ríkisstjórnin for- dæmdi múslímaklerk fyrir meiðandi ummæli sem voru kvikmynduð. Sheikh Feiz Mo- hammed, formælandi Global Islamic Youth Centre í Sydney, hvatti börn til að gerast ís- lamskir píslarvottar auk þess sem hann sagði að gyðingar væru svín. Annar háttsettur múslímaklerkur, Sheikh Hilali, olli einnig hneykslan með um- mælum sínum um konur og hvíta Ástrala. Á myndböndunum sést Mo- hammed, sem býr núna í Líb- anon, segjast eiga þá ósk að börnum verði boðið að verða „hermenn sem verndi íslamstrú“. „Kennið þeim þetta,“ sagði klerk- urinn. „Að þeim verði ekkert ást- kærara en að láta lífið sem Muha- jid. Leggið innsigli jihad á mjúkt og blítt hjarta þeirra og aukið ást þeirra á píslarvætti,“ sagði hann. Gyðingar eru svín Fyrrverandi starfsmannastjóri Cheneys er fyrir rétti. Dóms- málið snýst um leka á nafni njósnara leyniþjónustunnar CIA Valerie Plame Wilson í fjölmiðla. Enginn hefur verið ákærð- ur fyrir lekann sjálfan en Lewis Libby er ákærður fyrir rang- an framburð við rannsóknarlögreglu, að bera ljúgvitni fyrir dómara og að hindra rannsókn málsins. Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráð- herra, og Dick Cheney varaforseti eru meðal þeirra sem gætu ver- ið kölluð til sem vitni í máli gegn fyrrverandi starfsmannastjóra varaforsetans Lewis Libby. Málið er talið vera mjög pólitískt og fær mikla athygli fjölmiðla vestanhafs. Þátttaka háttsettra stjórnmála- og embættismanna á þar hlut að máli en einnig eru getgátur uppi um að Libby hóti því að ljóstra upp rík- isleyndarmálum náist ekki sátt í málinu. Njósnir og uppljóstranir um Íraksstríðið Dómsmálið snýst um að hátt- settur embættismaður í Washing- ton lak nafni njósnara CIA Valer- ie Plame Wilson í fjölmiðla. Menn gera því skóna að uppljóstrunin tengist blaða- skrifum eigin- manns Valerie, Josephs Wilson, fyrrverandi sendiherra, þar sem hann sakaði Bush og stjórn hans um að mistúlka njósnagögn til að réttlæta innrás í Írak. Jafnvel hafa birst samsæriskenningar sem gera ráð fyrir því að Bush eða Chen- ey hafi fyrirskipað að nafni Valer- ie yrði lekið í fjölmiðla. Hún missti starfið eftir þetta og hefur höfðað mál á hendur stjórnvöldum, með þeim rökum að öryggi hennar og fjölskyldunnar sé stofnað í hættu. Aðstoðarmaður varaforsetans ákærður Libby er ákærður fyrir rangan framburð við rannsóknarlögreglu, að bera ljúgvitni fyrir dómara og hindra rannsókn málsins. Refsing við þessu getur numið samtals 88 milljónum íslenskra króna og áralangri fangelsisvist. Eng- inn hefur verið ákærð- ur fyrir lekann sjálfan, sem er mun alvar- legra brot en það sem Libby er ákærður fyr- ir. Rannsókn málsins hefur staðið frá ár- inu 2003 en Libby er sá eini sem hefur ver- ið ákærður. Hann var starfsmanna- stjóri og aðstoðarmaður Dicks Cheney frá árinu 2001, en sagði af sér árið 2005 eftir að ákæra var birt á hendur honum. Viðkvæmt fyrir Hvíta húsið Aðalmeðferð málsins mun lík- lega taka um mánuð. Þetta verður vandræðamál fyrir Bush og stjórn hans, ekki eingöngu vegna þess að maður sem var áhrifamikill í Hvíta húsinu er sakaður um alvarlega glæpi, heldur einnig vegna þess að málið er nátengt ásökunum um að Bush hafi byggt innrásina í Írak á gölluðum rökum. Libby var kall- aður maðurinn á bak við Chen- ey og telja stjórnmálaskýrendur hann hafa liðkað fyrir ákvörðun- inni og rökstuðningnum að baki innrásinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.