Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 18
Mildari og málefnalegri Þegar Össur Skarphéðinsson tapaði formannsslagnum fyrir Ingibjörgu Sólrúnu á landsfundi Samfylkingar 2005 bar hann sig vel og sagði í ávarpi sínu eftir kjörið að úrslitin í formannskjör- inu væru sterk, bæði fyrir flokkinn og Ingibjörgu. Hennar biði að „feta hina réttu leið, alla leið“. Össur hrósaði Ingibjörgu fyrir kraft, þolgæði og úthald og sagði hana hafa breytt Reykjavík og nú væri það hlutverk flokksins að hjálpa henni að breyta Íslandi. Hann sagði líka að hann væri hreint ekki að hætta í stjórnmál- um. „Ég ætla að halda áfram að gera það sem mér finnst gaman. Ég ætla að vera lengi í stjórnmálum,“ sagði Össur. Aldrei glaðari Flokkssystkini Össurar virðast vera sammála um að þetta hafi ræst því flestir sem DV talaði við höfðu orð á því að hann væri glaðari og vígreifari eftir að hann hætti formennskunni. Það væri í honum mikill kraftur og baráttugleði og gríðarleg reynsla hans væri ómetanleg fyrir flokkinn. Ef þau Ingibjörg Sól- rún næðu að ganga í takt, sem allar líkur væru á, væru þau ótrú- lega gott teymi og myndu í sameiningu leiða flokkinn til sigurs. Það að Össur tapaði formannsslagnum á sínum tíma hefði verið fyrirséð og fyrst og fremst snúist um að hann gæti stigið niður af formannsstólnum með reisn. Það hefði hann gert og aldrei ver- ið sterkari en nú. Hentistefnupólitík Flestum viðmælendum fannst að hann nyti sín mun betur nú en þegar hann var formaður, hann væri meira drífandi, út- haldsbetri og alveg óhræddur. Það væri hinn eini sanni Össur. Helstu veikleikar hans væru stórt skap sem hann missti stund- um stjórn á, en líka það væri að þroskast af honum og hann væri allur mildari og málefnalegri. Einum viðmælanda þótti Össur þó ekki nægilega traustvekjandi, hann stundaði hentistefnupól- itík sem væri flokkssystkinum hans ekki að skapi. Sympatískur og greiðvikinn Annar sagði að styrkleiki Össurar fælist ekki síst í því að kunna að hlusta og ef fólk ætti í vandræðum leitaði það oft til hans hvar í flokki sem það stæði. Össur væri sympatískur og greiðvikinn og reyndi að vísa þeim leið sem á þyrftu að halda. Þá væri hann afburðagreindur og snjall og enginn efaðist um að hann væri óþreytandi og ætti langan feril eftir í stjórnmálum. Með Ingi- björgu Sólrúnu og öðrum góðum flokkssystkinum stefndi Öss- ur ekki á neitt nema sigur. Enginn viðmælenda blaðsins taldi að flokkurinn stæði betur að vígi með Össur sem formann, þrátt fyrir að fylgið hafi verið mun meira í tíð Össurar. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður þing- flokks Samfylkingarinnar, er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörns- dóttur, doktor í jarðfræði og deildarstjóra á Raunvísindastofnun HÍ. Þau eiga tvær dætur, Birtu Marsilíu og Ingveldi Esperönsu. Össur Skarphéðinsson skipar annað sætið á framboðslista Sam- fylkingar í Reykjavík. EJ föstudagur 19. janúar 200718 Fréttir DV Breytt flokkakerfi Þegar Samfylkingin var stofnuð sem kosningabandalag fyr- ir kosningarnar 1999 og upp úr því sem formlegur stjórnmála- flokkur, var ljóst að nýir tímar voru runnir upp í íslenskum stjórnmálum. Allar götur frá klofningi vinstrimanna í tvo flokka með stofnun Kommúnistaflokksins árið 1930, hefur draumur margra þeirra verið um sameiningu í einum flokki. Samfylking gegn fasisma var vinsælt slagorð á árunum fyrir síðari heims- styrjöld. Slík samfylking eða sameining í einum flokki var þó ávallt óraunsætt markmið; ástæðurnar fyrir klofningi vinstri- manna voru djúpstæðar og áttu sér rætur í alþjóðlegri þróun. Í stað samfylkingar voru vinstriflokkarnir – einkum Alþýðuflokk- urinn – klofnir, oft í nafni samfylkingar vinstrimanna! Flokka- drættir og klofningur hafa því verið hefð íslenskra vinstrimanna. Síðasti klofningurinn af þessu taginu var að undirlagi Jóhönnu Sigurðardóttur, þegar hún stofnaði Þjóðvaka árið 1995. Draumurinn var sem sagt um stóran, sameinaðan vinstri- flokk. Þessi draumur reyndist þó einnig óraunsætt markmið um aldamótin, hluti Alþýðubandalagsins og Kvennalistans klauf sig úr samstarfinu og stofnaði Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Við þessu var að búast. Fyrirmynd Samfylkingarinnar er nor- rænir krataflokkar, en vinstra megin við þá eru litlir fyrrverandi kommúnistaflokkar og græningjaflokkar. Uppstokkun vinstri- vængsins var löngu tímabær: stór jafnaðarmannaflokkur og minni flokkur vinstra megin við hann breyta flokkakerfinu og gera Samfylkinguna óhjákvæmilega að forystuflokki í íslenskum stjórnmálum. Í þessu felst mikil breyting í íslenskum stjórnmál- um. Fram að stofnun Samfylkingarinnar voru tveir forystuflokkar: Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Vinstriflokkarnir fóru aldrei með forystu í ríkisstjórnum, ef frá eru skildar tímabundnar minnihlutastjórnir sem engu skipta. Svokallaðar vinstristjórnir voru allar undir forystu Framsóknarflokksins, enda mun öflugri flokkur en Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. Ný valda- hlutföll ýta Framsóknarflokknum til hliðar, en heldur snautleg uppgjöf Halldórs Ásgrímssonar hefur án efa flýtt þessari þróun. Það er því eðlilegt að Samfylkingin stefni á forystuhlutverk í ríkisstjórn. Flokkurinn hefur tekið við hlutverki Framsóknar- flokksins. Annað hvort veitir hann vinstristjórn forystu eða fer í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um á jafnréttisgrundvelli. Birgir Hermannsson Töffari með kvenlegt innsæi Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir var kosin formað- ur Samfylkingar á lands- fundi flokksins í maí 2005. Ingibjörg hlaut 70 prósent atkvæða og bar sigurorð af Össuri Skarphéðins- syni þáverandi formanni flokksins. Ingibjörg sagði eftir formannskjörið að hún þakkaði flokksmönn- um stuðninginn og traust- ið en sagði ennfremur að úrslit formannskjörsins væru ekki aðalatriði, hug- urinn stefndi annað og lengra. „Við eigum okk- ur sameiginlega drauma, samfélagið á sameiginlega þörf,“ sagði Ingibjörg og undirstrikaði að það sem máli skipti væru verkefni Samfylkingarinnar í næstu kosningum: „Sigrar hugsjóna og hreyfinga skipta máli. Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina.“ Fylgið hrunið Nú, tveimur árum seinna, er fylgi Samfylkingar í sögulegu lágmarki og það er mörgum flokksmönnum áhyggjuefni. Menn höfðu spáð því að með tilkomu Ingibjargar sem formanns myndi fylgið rjúka í 50%, en nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru til kosn- inga mælist fylgið í kringum 25%. Þeir samfylkingarmenn sem DV ræddi við vildu þó ekki kenna Ingibjörgu um og höfðu margir trú á að hún myndi leiða flokkinn til sigurs því enn ætti hún mikið inni. Hún væri hinn kjörni leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna sem höfðaði til margra ólíkra hópa, en hefði kannski goldið þess að innanflokksmál hefðu tekið of mikinn tíma að undanförnu. Töffari með kvenlegt innsæi Styrkleiki hennar væri meðal annars heiðarleiki, hún væri einn fárra stjórnmálamanna sem algjörlega væri hægt að treysta og einn stuðningsmanna hennar sagðist sannfærður um að Ingi- björg myndi endurtaka R-lista ævintýrið. Hin svokallaða sam- ræðupólitík sem hún stæði fyrir virkaði vel á fólk því hún talaði mál sem fólk skildi og sýndi öllum virðingu og væri þar að auki ótrúlega fær í að fá fólk til að taka þátt í umræðum og sýna stjórn- málum áhuga. Þrátt fyrir að hún væri töffari byggi hún yfir kven- legu innsæi sem skilaði sér jákvætt til kjósenda. Ekki fundið sig enn Nokkrir voru þó á því að Ingibjörg hefði ekki fundið sig í hlut- verki formannsins og virkaði óörugg. Einn gekk svo langt að segja að hún hefði valdið miklum vonbrigðum og þegar hún tæki frumkvæði væri það í kolröngum málum og áherslurnar skrýtnar. Hún vildi helst bara hafa „já-fólk“ í kringum sig sem hefði reynst mörgum stjórnmálamanninum skeinuhætt. Ótrúlegasta fólk væri óánægt með hana og menn væru jafnvel farnir að velta fyrir sér nýjum formannsefnum rétt fyrir kosningar, sem segði meira en mörg orð. Þeir voru þó fleiri sem höfðu tröllatrú á Ingibjörgu og sögðu að málefnalegri og færari stjórnmálamaður væri vandfundinn og þess vegna gengju þeir rólegir og öruggir til kosninga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður, er gift Hjörleifi Sveinbjörnssyni deildarstjóra. Þau eiga synina Sveinbjörn og Hrafnkel. Ingibjörg Sólrún skipar fyrsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. EJ langt frá 40 prósenta markmiði 1999: 26,8% - 17 þingsæti - 9 þingkonur 2003: 31% - 20 þingsæti - 9 þingkonur Hápunktar samfylkingarinnar: Í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra náði Samfylkingin hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samfylkingin hlaut glæsilega kosningu og náði 7 mönnum inn í 11 manna bæjarstjórn. Fyrstu mánuðina eftir að Ingibjörg Sólrún tilkynnti framboð sitt, var flokkurinn með mikinn meðbyr. Í al- þingiskosningunum 2003 bætti Samfylkingin við sig 4,2% frá kosningunum 1999. Flokkurinn bætti við sig þremur þingmönnum, fór úr 17 upp í 20. NútíðiN NútíðiN fylgi samfylkingarinnar á landsvísu 1999–2007

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.