Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Síða 23
DV Helgarblað föstudagur 19. janúar 2007 23
Gerið góð kaup, mörg húsgögn undir kostnaðarverði,
full búð af nýjum vörum á tilboði.
Útsala
10-70% afsl.
39.900 kr 13.500 kr Frá 16.900 kr 34.000 kr
sandkorn
Þjóðir eru furðulegar skepnur, það
er eins og allt snúist og fari forgörð-
um í klaufunum á þeim. Meðan ráð-
lausir sem núna stjórna ríkjum Vest-
urlanda voru háværir og ungir báru
þeir í barmi merki sem átti að tryggja
líf í mennskum heimi. Þar stóð: Eng-
an atómkraft. Síðan gerðist það á
neyslufrekri ævi að þeir eyddu orku
jarðar og virðast ekki sjá á valdastóli
aðra lausn á eyðingu andrúmslofts-
ins og ráð til að halda áfram eyðslu
en reisa
kjarn-
orku-
ver sem
framleiða ódýra og að sögn ótæm-
andi orku. Komið hefur í ljós að hefði
barmurinn ekki ráðið heldur heil-
inn og kjarnorkan notuð skynsam-
lega væri mannkynið að mestu laust
við mengun og skaðvænleg áhrif
hennar. Auðvitað er þetta á vissan
hátt vitleysa, studd með vísindaleg-
um rökum en hver tími verður að
hafa sína sérstöku vitleysu sem er
síst verri en sú á undan. Við sækjum
í vitleysuna, enda vekur hún trúð-
inn eða leikgleðina í okkur og trygg-
ir að minnsta kosti um stund blindu
á vandann. Vitleysan er hentug sefj-
un á erfiðum tímum. Fyrir bragð-
ið er enginn orkuskortur um þessar
mundir í framleiðslu á sjálfshjálp-
arbókum þegar hjálpin berst okkur
ekki lengur af himnum ofan eða frá
nýjum hugmyndum í stjórnmálum.
Eitt gleymist þegar rætt er um orku-
skort og lausn á honum, að mikil eða
lítil orkuþörf tengist fólksfjölda. Þrír
menn þurfa meira sér til framfærslu
en einn, nema þeir séu svipaðir hon-
um í sparseminni. Sama gildir um
þjóðir. Væru íbúar jarðar færri þyrfti
minni orku. Áður bjuggu færri hér í
heimi og hugtakið orkuþörf þekktist
varla fyrr en með framrás auðvalds-
ins og meiri framleiðslu á vörum
og gæðum, oftast fyrir fáa. Fækkun
mannkyns er næstum bannorð. Ekki
má ráðast á kynorkuna eða koma
með tilmæli um að beina henni að
öðru en barnaframleiðslu. Slíkt er
synd í kvenvæddum og klámvædd-
um heimi. Fólk vill endilega eiga
börn þótt það hafi engin not fyrir
þau nema til að vera stöðugt á vand-
ræðalegum þeytingi með krakka í
bíl milli skóla áður en það fer sjálft í
vinnu og hefur varla tíma til að líta í
nýjustu sjálfshjálparbókina á kvöldin
og finna menntaðan millistéttarkraft
í kókaíni.
Á orkuvandatímum
Kjallari
GuðberGur berGsson
rithöfundur skrifar
Vitleysan er
hentug sefjun
á erfiðum
tímum.
nafnið
Fari svo að Mar-
grét Sverrisdótt-
ir falli í kosning-
um í Frjálslynda
flokknum eftir viku
er talið ljóst að hún
rói á önnur mið.
Hún og karl faðir
hennar Sverrir Hermannsson eru
sögð undir það búin og þau eiga að
hafa tryggt sér rétt á nafni flokksins.
Því getur farið svo að Guðjón Arn-
ar Kristjánsson formaður og félag-
ar hans verði að sigla til kosninga
á nýju skipi, sem heiti þá annað en
Frjálslyndi flokkurinn. Þess vegna
kann að verða barist um fleira en
æðstu embætti flokksins, mögulega
verður einnig barist um nafnið.
sleggjan og
fléttan
Hvað Krist-
inn H. Gunnars-
son hyggst gera er í
þoku, en það kemur
alls ekki í veg fyrir
vangaveltur. Nú er
helst talið að hann
bíði spenntur eftir
hvernig Margréti Sverrisdóttur reiði
af í kosningum innan Frjálslynda
flokksins. Fari svo að forystuskipti
verði er talið nokkuð víst að Kristinn
gangi til liðs við Margréti og verði þá
í fyrsta sæti í Norðvesturkjördæmi,
kjördæmi Guðjóns Arnars Kristjáns-
sonar, en þar hefur flokkurinn verið
sterkastur til þessa. Það er spenna
fram undan.
sameinaðir
stöndum vér
Núverandi þing-
flokkkur Frjáls-
lynda flokksins tel-
ur sig hafa gengið
langt til að ná sátt-
um við Margréti
Sverrisdóttur og
svo virðist sem þre-
menningarnir Guðjón Arnar Kristj-
ánsson, Magnús Þór Hafsteinsson
og Sigurjón Þórðarson standi saman
í að verja sitt bú gegn árás Margrétar
og hennar stuðningsfólks.
Denni til Vísis
Steingrímur
Sævarr, blogg-
ari hefur verið
kallaður til ráð-
gjafar hjá D3,
sem meðal ann-
ars rekur Vísi.
Steingrímur eða
Denni fær það
hlutverk meðal
annars að hefja blogg á Vísi til vegs
og virðingar. Blogg mbl.is ber höf-
uð og herðar yfir önnur og það una
menn ekki við. Denni var títt með
ítarlegar fréttir af gangi mála þegar
lokun NFS var í undirbúningi. Frétt-
ir af fundum Þóris Guðmundsson-
ar varafréttastjóra með stjórnend-
um 365 bárust með ljóshraða inn á
vefsvæði Denna. Hvort Þórir átti þar
hlut að máli eða ekki skal ósagt lát-
ið. Tíðinda er að vænta af ljósvaka-
miðlarekstri 365 og Þórir ef til vill
séð þann kost vænstan að munstra
Denna á skútu sína meðan ósköpin
ganga yfir.
skelfur enn í
skaftahlíð?
Hinn kunni
fjölmiðlam-
aður Jón Axel
Ólafsson
rennir stoð-
um undir þetta og fullyrðir að til
stórtíðinda dragi senn hjá ljósvaka-
hluta 365.
Menn búi sig undir aukna sam-
keppni við RÚV því enginn efi sé á
að útvarpslagafrumvarp Þorgerðar
Katrínar renni í gegn. Jón Axel vitnar
á vef sínum í bréf sem honum barst
en þar segir meðal annars að miklar
breytingar séu í vændum. Ný and-
lit birtist á skjám 365, önnur hverfi.
Sama eigi við um þætti á stöðvum
365. Loks segir að rekstur ljósvaka-
hluta 365 gangi langt í frá sem skyldi
og stjórn félagsins sé með nefið ofan
í öllu.
Gamalt fólk vill
ekki íþróttir á RÚV
Guðbjörg Guðmundsdóttir
hringdi:
Ég vil koma á framfæri þeirri
óánægju minni að ríkissjónvarpið
skuli sýna svona mikið af íþrótta-
þáttum um helgar. Við erum
neydd til að borga áskrift að ríkis-
sjónvarpinu og þess vegna finnst
mér alveg ótækt að neyða okkur til
að horfa á íþróttir sem fæst gamalt
fólk hef-
ur áhuga
á. Þegar
færðin er svona slæm þá förum
við lítið út úr húsi og eina afþrey-
ing margra er sjónvarpið og núna
er færðin búin að vera slæm í
margar vikur og okkur hundleiðist
heima um helgar. Við erum sautj-
án í minni fjölskyldu og ekkert
okkar vill horfa á íþróttir og þess
vegna finnst mér það óréttlátt að
hafa svona mikið af íþróttaefni
fyrir okkur sem viljum ekki horfa á
það. Þessu þarf að breyta og skora
ég á aðra að láta í sér heyra sem
eru sama sinnis.
lesendur