Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 36
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands, stýr- ir liðinu í fyrsta sinn á stórmóti í handbolta. Alfreð tók við landsliðinu fyrir ári síðan og stýrði liðinu í leikjunum gegn Svíum þar sem það tryggði sér sæti á HM. Alfreð sagði að undirbúningur fyrir mótið gengi vel. „Að vísu eru smá meiðsli í gangi en ég get ekki sagt annað en að staðan sé góð á mannskapnum, fyrir utan þessi litlu meiðsli,“ sagði Alfreð og bætti við að hópurinn mætti ekki við meiri meiðslum. „Við megum ekki við neinu. Það er nú bara þannig að ef við ætlum okkur eitthvað í þessari keppni þá má eiginlega ekkert gerast.“ Lið Úkraínu er hættulegt Alfreð telur það kost að geta séð Úkraínu og Frakkland spila sama dag og Ísland mætir Ástral- íu. „Ég tel Úkraínuleikinn vera mjög hættulegan. Eftir það tel ég vera plús fyrir Frakkana að fá auð- veldan leik gegn Ástralíu áður en þeir mæta okkur. Þetta er sterkur riðill og Frakkarnir eru líklegastir að mínu mati til að vinna mótið.“ Eru einhverjar aðrar þjóðir sem Alfreð sér fyr- ir sér að geti unnið HM? „ Króatar, Spánverjar og hugsanlega Þjóðverjar af því að þeir eru á heima- velli.“ Leikmenn þurfa að eiga sínu bestu keppni Markmið Íslands að sögn Alfreðs er fyrst og fremst að komast í milliriðil. „Markmið okkar eru að komast upp úr riðlinum og sjá svo til hvað setur eftir það. Við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Alfreð. En hvað þarf til að ná góðum árangri á stórmóti eins og þessu? „Megnið af leikmönnum okkar þarf að eiga sínu bestu keppni og það er mjög slæmt fyrir okk- ur að missa bæði Garcia og Einar. Í skyttustöðun- um hjá okkur skortir töluverða breidd.“ dagur@dv.is Á mánudaginn tilkynnti Alfreð Gísla- son, landsliðsþjálfari Íslands, hvaða 17 leikmenn fara til Þýskalands á HM í hand- bolta. Þrír markverðir eru í hópnum en Fram- ararnir Sigfús Páll Sigfússon og Björgvin Gústavsson, sem voru í upphaflega æf- ingahópnum duttu úr hópnum. „Markús Máni mun hvíla alla leikina í riðlinum. Ég tek þrjá markmenn með í mótið og það er mikilvægt að hafa ýmsa möguleika í svona sterkri keppni,“ sagði Alfreð. Í æfingahópnum á undirbúningstíma- bilinu voru fjórir markverðir og fyrir fram var búist við að valið stæði á milli Hreið- ars Guðmundssonar og Björgvins Gúst- avssonar en Björgvin datt úr hópnum fyr- ir Tékkaleikina um síðustu helgi. „Ég er svolítið að líta til reynslunnar í því sambandi. Ég sá Björgvin spila í meist- aradeildinni og þar lék hann oft og tíðum mjög vel. Þeir fengu báðir að spila gegn Ungverjum og hvorugur stimplaði sig eftirminnilega inn. Í Danmörku skoðaði ég þá báða og það verður bara að segjast eins og er að þar kom Hreiðar einfaldlega betur út. Hreiðar hefur meiri reynslu að baki. Hann er að vísu að koma úr meiðslum og er ekki leikmaður sem stendur heilan leik. Mín reynsla er sú að Hreiðar kemur inn á og ver vel. Hreiðar sýndi það á móti Svíum að hann getur komið inn og tekið nokkra bolta,“ bætti Alfreð við. Birkir er markvörður númer eitt FöSTUDAGUr 19. jAnúAr 200736 Sport DV H m í þ ýs k a l a n d i 2007 vantar fleiri góðar skyttur Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason stýrir Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti í handbolta. HM-Hópur Íslands Aldur Félag Leikir Mörk Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson 30 Tus. Lübbecke 102 1 Hreiðar Guðmundsson 26 Akureyri 32 0 roland Valur Eradze 35 Stjarnan 45 0 Aðrir leikmenn: Alexander Pettersson 26 Grosswallstadt 41 151 Arnór Atlason 22 FC Kaupmannah. 44 82 Ásgeir örn Hallgrímsson 22 Lemgo 53 82 Einar örn jónsson 30 Minden 120 246 Guðjón Valur Sigurðsson 27 Gummersbach 163 714 Logi Geirsson 24 Lemgo 39 77 Markús Máni Michaelsson 25 Valur 38 57 Ólafur Stefánsson 33 Ciudad Real 237 1108 ragnar Óskarsson 27 Ivry 72 129 róbert Gunnarsson 26 Gummersbach 88 285 Sigfús Sigurðsson 31 Ademar Leon 115 284 Snorri Steinn Guðjónsson 25 Minden 93 260 Sverre Andreas jakobsson 29 Gummersbach 18 10 Vignir Svavarsson 26 Skjern 64 62 Hefur áhyggjur af breiddinni Alfreð segir að flestir leikmenn þurfi að eiga sína bestu keppni ef vel á að ganga. Alfreð Gíslason Sagði þegar leikmannahópurinn var tilkynntur að Markús Máni muni hvíla alla leikina í riðlinum. D V m ynd D aníel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.