Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 42
föstudagur 19. janúar 200742 Sport DV Eins og flestir íþróttaunnendur ættu að vita samdi David Beckham, skærasta íþrótta- stjarna veraldar, við Los Angeles Galaxy til fimm ára. Hann fær rúmlega eina milljón dollara eða jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna á viku. Hvaða lið er Los Angeles Galaxy? LA Galaxy er eitt af liðunum sem hafa verið í MLS-deildinni frá upp- hafi en hún var stofnuð árið 1996. Heimsmeistaramótið var haldið í Bandaríkjunum 1994 og var sá með- byr nýttur og atvinnumannadeild sett á laggirnar. Galaxy-liðið lék fyrst um sinn á hinum glæsilega Rose Bowl-leikvangi en flutti sig á knatt- spyrnuvöll árið 2003 sem kallast The Home Depot. Liðið hefur unnið MLS-bikarinn tvisvar (2002 og 2005) og spilað til úrslita fimm sinnum og er fyrsta MLS-liðið sem skilar hagn- aði. Landon Donovan, ein skærasta stjarna Bandaríkjanna í fótbolta, leikur með Galaxy-liðinu en hann skoraði 12 mörk og gaf 10 stoðsend- ingar á sínu fyrsta tímabili árið 2005, þegar Galaxy endaði sem meistari. Hann var að auki valinn leikmað- ur ársins. Árið í fyrra var slakt hjá Galaxy-liðinu, það vann 11 leiki, gerði 15 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Úrslitin þýddu að liðið komst í fyrsta skipti ekki í úrslitakeppnina. Þjálf- ari liðsins heitir Frank Yallop og er frá Kanada. Hann samdi við Ipswich Town árið 1983 og lék með þeim 376 leiki og skoraði 8 mörk. Hann hefur þjálfað Galaxy-liðið í eitt ár en var valinn þjálfari ársins í MLS-deildinni árið 2001. Hann hefur sagt að Beck- ham muni spila á miðri miðjunni en ekki úti á kanti. Mexíkóinn Jorge Campos, markvörðurinn skrautlegi, lék eitt tímabil með Galaxy-liðinu sem og landi hans Luis Hernándes. Það er hins vegar Cobi Jones sem hefur leikið flesta leiki með Galaxy- liðinu eða 281. Eina stórstjarnan sem sækir reglulega leiki liðsins er gam- anleikarinn Drew Carey! Þjálfarinn stjórnarhættir hans þykja ekki líkir háttum fyrrverandi þjálfara Beckhams, þeirra sir alex ferguson og fabios Cappello. Cobi Jones Leikja- og markahæsti leikmaður La galaxy. Luis Hernández Ljóshærði Mexíkó- maðurinn lék með galaxy-liðinu á árum áður. InDIanapoLIs CoLts – new engLanD patrIots Indianapolis Colts tryggði sér sæti í úrslitunum með sigri á Baltimore ravens um síðustu helgi, 15-6, þar sem sparkarinn adam Vinatieri átti stórleik. Peyton Manning, leikstjórnandi Colts, átti í töluverðum erfiðleikum með að finna samherja sína í endamarkinu í leiknum gegn ravens. Það kom þó ekki að sök því adam Vinatieri skoraði fimm vallarmörk í leiknum en hann kom til liðsins frá new England Patriots fyrir þetta tímabil og mun því mæta sínum gömlu félögum á sunnudaginn. new England Patriots unnu góðan útisigur á san diego Chargers um síðustu helgi, 24-21, í frábærum leik. new England hefur þrisvar sinnum unnið super Bowl á síðustu fimm árum og í liðinu býr gríðarleg reynsla. Leikurinn gegn Chargers var gríðarlega spennandi og tom Brady, leikstjórnandi Patriots, átti ekki sjö dagana sæla á tímabili. Brady þykir öruggur í aðgerðum sínum en gegn Chargers átti hann þrjár sendingar sem fóru í hendurnar á andstæðingunum. Brady sýndi þó hvers hann er megnugur undir lok leiksins og stefnir nú á að koma Patriots í super Bowl í fjórða sinn á sex árum. Indianapolis Colts og new England Patriots mættust fyrr á tímabilinu á heimavelli Indianapolis þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 27–20. CHICago Bears – new orLeans saInts Chicago vann seattle seahawks í framlengdum leik um síðustu helgi, 27-24, og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleik Þjóðardeildarinn- ar í fyrsta sinn í átján ár. rex grossman átti góðan leik fyrir Chicago gegn seattle en það var þó sparkarinn robbie gould sem tryggði Chicago sigur með vallarmarki í framlenging- unni. new Orleans fékk Philadelphia í heimsókn um síðustu helgi og fór með sigur af hólmi, 27–24. sá sigur þótti óvæntur og new Orleans hefur komið mjög á óvart með gengi sínu í vetur. drew Brees, leikstjórnandi saints, átti ágætan leik um síðustu helgi en sigurinn var ekki síst að þakka hlauparanum deuce Mcallister sem skoraði tvö snertimörk í þriðja leikhluta og gaf þar með tóninn. Bæði þessi lið hafa verið í mikilli lægð undanfarin ár. Eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn í átján ár sem liðið leikur til úrslita í Þjóðardeildinni, Chicago Bears lék síðast um super Bowl í janúar 1986 en new Orleans hefur aldrei í sögu félagsins leikið um super Bowl. dagur@dv.is rex grossman Er upprennandi stjarna í nfL-deildinni. Drew Brees Átti fínan leik þegar saints vann sigur á Eagles. tom Brady Hefur þrisvar farið með Patriots í super Bowl. Á sunnudaginn fara fram úrslitaleikir í Ameríku- og Þjóðardeildinni í ameríska fótbolt- anum þegar Indianapolis Colts mætir new england patriots í úrslitum Ameríkudeild- arinnar og Chicago Bears mætir new orleans saints í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Kemst Patriots enn og aftur í suPer Bowl? peyton Manning Hefur verið lengi að en þó aldrei komist í super Bowl. íþróttamolar Calderon biðst afsökunar ramon Calderon hefur beðist afsökunar á ræðu sem hann hélt í háskóla. Calderon lét gamminn geisa í ræðunni og sagði meðal annars að david Beckham yrði aldrei ann- að en miðlungsleikari, leikmenn real héldu allir að þeir væru stórstjörnur og að aðdáendur real styddu ekki liðið. Heiðar geir til Hammarby Heiðar geir júlíusson, leik- maður fram, hefur verið lánaður til sænska liðs- ins Hammarby til eins árs. Heiðar er 19 ára gamall og dvaldi hjá liðinu í ágúst til reynslu. gunnar gunnarsson leikur með Hammarby en Pétur Hafliði Mart- einsson snýr heim í sumar til að leika með Kr. Berserkir stofnað Knattspyrnufélagið Berserkir var stofnað í Víkingsheimilinu á þriðjudaginn. félagið heitir eftir stuðnings- mannafélagi Víkinga sem hefur fest sig í sessi á undanförnum árum sem einn öflugasti stuðningsmannahóp- ur íslensks knattspyrnuliðs. félagið mun sækja um þátttökurétt til að leika í þriðju deildinni. risamót í frjálsum reykjavíkurleikarnir fara fram í Laugardalshöllinni á sunnudaginn og hefst mótið kl. 14. flestallt besta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mót- inu, auk þess sem sjö er- lendir keppendur munu taka þátt. stórmót í bad- minton Á miðvikudaginn hófst í Laugardals- höll stórmót í bad- minton. Hér er um að ræða Evrópukeppni B-þjóða, öðru nafni Helvetia Cup, þar sem ís- lenska landsliðið keppir sem lið gegn fimmtán öðrum þjóðum um sæti í keppni a-þjóða. Þetta er án efa stærsta badminton-mót sem haldið hefur ver- ið á Íslandi og má búast við spennandi keppni. tikkar í kassann hjá tiger tiger var tekjuhæsti íþróttamaður heims á síð- asta ári. Hann fékk rúm- lega 99 milljónir dollara eða um 7 milljarða í sinn vasa fyrir árið 2006. tiger fékk 12 millj- ónir fyrir árangur sinn á vellinum en 87 milljónir fyrir auglýsingasamninga. Hann fékk rúmlega 50 milljónum doll- urum meira en Phil Mickelsson sem var næsttekjuhæsti kylfingur heims. frá því að tiger Woods gerðist atvinnu- maður árið 1996 hefur hann þénað 650 milljónir dollara, eða um 46 milljarða króna. reese næsti þjálfari giants nfL-liðið new York giants hefur ráðið jerry reese sem þjálfara liðsins. giants stóð ekki undir væntingum á yfirstandandi tímabili og því var ákveðið að endur- nýja ekki samninginn við tom Coug- hlin. reese er 43 ára gamall og einung- is þriðji þjálfarinn sem stýrir giants frá árinu 1979 og hann er jafnframt þriðji þeldökki þjálfarinn í sögu nfL. webber til Detroit detroit Pistons fengu góð- an liðstyrk á miðvikudag- inn þegar Chris Webber skrifaði undir samning við félagið. Webber er á sínu fjórtánda tímabili í nBa og hefur leikið 779 leiki, þar af 64 í úrslita- keppninni. Webber hefur skorað 21,4 stig að meðaltali í leik í nBa og 20,9 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. anthony körfubolta- maður ársins Carmelo anthony, leik- maður denver nuggets, var í vikunni valinn körfu- boltamaður ársins í Banda- ríkjunum. anthony, sem afplánar nú 15 leikja bann í nBa, var stigahæsti leikmaður banda- ríska liðsins á HM í japan á síðasta ári með 19,9 stig að meðaltali í leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.