Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 45
DV Sport föstudagur 19. janúar 2007 45 H m í þ ýs k a l a n d i 2007 raunhæft Ólafur Stefánsson, leikmaður Ciudad Real og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt við erfið meiðsli á öxl að stríða í vetur og hefur ekki spilað eins mikið og vonir stóðu til með spænska liðinu.Ólafur virðist þó vera að komast á fullt skrið á hárréttum tíma og honum líst vel á mótið sem fram undan er. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þjóðverjarnir eru vel undirbúnir og hallirnar verða fullar. Þetta verður al- vörumót,“ sagði Ólafur og bætti við að liðið væri í góðu standi. „Við erum flestir í fantaformi. Það er góður mórall í liðinu og strákarnir eru hressir. Ég vona bara að öxlin á mér verði góð, þá verð ég bara hress. Öxlin er ágæt núna. Ég tek því bara rólega á æfingum og vona að það komi ekkert upp á.“ Gott að mæta Áströlum fyrst Ólafur var ánægður með riðilinn sem Ísland leikur í á HM. „Við getum unnið öll liðin. Það er gott að byrja á móti Áströlum, vonandi byrjum við þann leik bara vel. Í rauninni einbeitum við okkur strax að Úkraínu- leiknum, við eigum að geta unnið Ástrala hvernig sem er. Vonandi getum við hvílt menn á móti Ástralíu og haft það bara eins og góða æfingu. Ég hef reyndar ekki fylgst með þeim undanfarin þrjú ár en þeir eru nú orðn- ir betri en þeir voru í Portúgal þegar við unnum þá með 40 mörkum. Röðunin í riðlinum er góð, Úkraínumenn þurfa að spila á móti Frökkum sama dag og við spilum við Ástrala og þá getum við séð betur hvernig þeir eru. Þegar við erum búnir að vinna Úkraínu þá kemur annar lykilleikur sem við getum alveg unnið, gegn Evr- ópumeisturum Frakka. Þegar við erum búnir með hann þá förum við í höllina í Magdeburg og við getum unnið öll liðin í milliriðlinum.“ Draumurinn að komast í undanúrslit Á Ólafur sér eitthvert draumamarkmið fyrir HM? „Mitt draumamarkmið er að komast í undanúrslit, það er það sem við ætlum að reyna. Til þess þurfum við að spila sex leiki og vinna fimm þeirra. Það er raunhæft.“ Ólafur er leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins og hefur tekið þátt á mörgum stórmótum fyrir Íslands hönd. Hann vildi þó ekkert segja hvort þetta væri hans síðasta stórmót. „Ég velti því ekkert fyrir mér. Það getur þó alveg eins verið ef hlutirnir ganga ekkert og eitthvað gerist. Ég tek í rauninni bara hverja æfingu fyrir sig og reyni að njóta hennar. Ég er með tveggja ára samning við liðið mitt á Spáni. Ég er ferskur og er held ég ekki að skemma neitt fyrir landsliðinu. Á meðan svo er þá er ég bara vel stemmdur. Mér finnst gott að koma heim til Íslands og finnst gaman að vera í þessum hóp.“ Ætlar að hverfa þegar ferlinum lýkur Ólafur er duglegur að segja ungu strákunum til á æf- ingum, enda með mikla reynslu að baki og getur eflaust miðlað góðum upplýsingum til hinna strákanna. „Ég er aðeins farinn að skipta mér af hreyfingum hinna. Á meðan ég er ekki of böggandi og leiðinlegur þá hugsa ég að ég verði í þessu í eitt eða tvö ár í viðbót,“ sagði Ólafur og bætti við að hann hafi ekki hug á því að snúa sér að þjálfun þegar ferlinum lýkur. „Ég hef alltaf sagt nei við því, af því að ég ætlaði mér alltaf að gera eitthvað annað. Helst að hverfa eitthvert og taka því rólega. Læra eitthvað og slappa af í nokkur ár. Svo veit maður aldrei hvað gerist. Maður gæti kannski gert það og þjálfað líka en ég er ekkert að hugsa um það núna. Það er bara HM fram undan og tilhlökkun.“ dagur@dv.is Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er leikreyndasti leikmaðurinn í landsliðshópi Íslands á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Fyrirliðinn Ólafur er bjartsýnn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. að komast í undanúrslit MynD Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.