Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 48
föstudagur 19. janúar 200748 Sport DV H m í þ ýs k a l a n d i 2007 Útsala 20-50% afsláttur Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-16 30% afsláttur af rúmum Nýtt kortatímabil Baðsloppar 20% afsláttur Handklæði 30% afsláttur Rúmteppasett 20-40% afsláttur Sængurfatnaður 20% afsláttur rafstillanleg og hefðbundin. Snorri Steinn Guðjónsson leik- stjórnandi og róbert gunnarsson línu- maður þekkjast vel. Þeir voru saman í fjölbrautaskólanum við Ármúla og hafa verið herbergisfélagar með landsliðinu í fimm ár, frá því á EM í svíþjóð og þeir fé- lagar telja þrjá mánuði þar sem þeir hafa búið saman. „Þetta hefur verið góð sambúð og við erum eins langt frá skilnaði og hugsast getur, við pælum ekki einu sinni í öðrum herbergisfélögum,“ segir snorri. „Í blíðu og stríðu á ekki við hjá okk- ur, heldur einungis í blíðu – það er ekk- ert stríð. Við kippum okkur ekki einu sinni upp við hvort það er eitt rúm eða tvö í herberginu, þó að snorri vilji hafa tvö,“ bætir róbert við. Einu illindin á milli þeirra félaga er þegar þeir spila Playstation og þar verður fIfa-leikurinn fyrir valinu. “Við spiluðum 50 leiki á EM í sviss og þar enduðu leikar 25-25, og núna í danmörku unnum við 4 leiki hvor, en það er hiti í þessu, við viljum báðir vinna,” segir snorri. „Okkar styrkur er klárlega að ef ég er góður í einhverju þá er snorri góður í því líka og ef ég er lélegur í einhverju þá er snorri lélegur í því,“ bætir róbert við. Það má til sanns vegar færa en þeir fé- lagar voru afbragðs knattspyrnumenn. róbert var í marki með fylki og KVa og þótti öflugur á milli stanganna. snorri lék sem framherji og þótti afar markheppinn og er undantekningarlaust markahæstur þegar landsliðið hitar upp í fótbolta. Hins vegar eru þeir slakir í körfubolta. Ingibjörg ragnarsdóttir sjúkranuddari, sem átti leið framhjá þar sem blaðamaður ræddi við þá félaga bætir við að herbergi þeirra sé einnig alltaf snyrtilegt. „Það er alltaf snyrtilegt hjá okkur, það er snorra að þakka,“ segir róbert. „Það er ákveðið mottó þegar maður er í landsliðsferð sem er að hafa ekki drasl í kringum sig, þess vegna tökum við reglulega til, annað en í hinum herbergjunum,“ segir snorri og hlær. Markús Máni Michaelsson Maute lék upp alla yngri flokka Vals áður en hann söðlaði um og gekk í raðir düsseldorf í þýsku deildinni. Eftir 2 ár í Þýskalandi ákvað hann að koma heim og þá kom fátt annað til greina en að spila með Val. Hann hefur leikið vel með Valsliðinu í vetur, en það trónir á toppi dHL-deildarinnar hér heima. Markús vinnur hjá straumi-Burðarás og líkar lífið vel hér á Íslandi. Hann kláraði viðskiptafræði í Háskóla Íslands áður en hann fór út til düsseldorf, en viðurkennir að það hafi verið töluverð viðbrigði að koma heim og byrja að vinna. „Það er náttúrulega öðruvísi að koma inn í landsliðið sem heimamaður en ekki atvinnumaður, munar þar mestu um bíla- leigubílinn,“ segir hann og hlær. „Það eru náttúrulega kröfur í vinnunni líka og ég hef metnað þar líka.“ Íslenska landsliðið lék á æfingamóti í danmörku fyrir tveimur vikum þar sem liðið fékk slæman skell á móti noregi í fyrsta leik. „Ég held að það hafi ver- ið fínt fyrir hópinn að fá svona skell eins og á móti noregi, þó svo að alfreð hafi ekki verið sáttur.“ Íslenska landsliðið leikur í Magde- burg og telur Markús að það verði nánast á heimavelli. „alfreð, Óli, sigfús og arnór eru náttúrulega allir þekktir þar og svo höf- um við æft þarna nokkrum sinnum áður og ég held að þetta henti okkur mjög vel. Markmiðið er náttúrulega að komast upp úr riðlinum og svo setjum við okkur ný markmið í milliriðlinum.“ Einar Örn Jónsson hornamaður Mind- en í Þýskalandi var kallaður inn í hópinn eftir að nafni hans Hólmgeirsson meiddist. Einar hefur ekki átt fast sæti að undanförnu í landsliðinu og segir að það sé gott að vera kominn aftur. „Það var hálfleiðinlegt að detta svona út, en gaman að vera kominn aftur. Þó að það sé leiðinlegt undir þessum kring- umstæðum að Einar Hólmgeirsson hafi meiðst, en eins manns dauði er annars brauð. Það er slæmt að missa Einar Hólm- geirs út en ég slæ ekki hendinni á móti að taka þátt í þessu.“ Einar örn lék með Val og Haukum hér heima en hefur verið í atvinnumennsku undanfarin ár. Hann var fastamaður í lands- liðinu á árum áður, en eftir töluvert flakk á milli liða datt hann út úr landsliðshópnum. Hann hefur því töluverða reynslu af stór- mótum og líst vel á HM í Þýskalandi. „Þetta verður náttúrulega stærsta mót frá upphafi, síðasta HM í túnis var svona töluvert klúður og þar á undan í Portúgal, það var enginn glæsibragur yfir því en núna hef ég fylgst vel með undirbúningi Þjóð- verja og þetta verður í allt öðrum stærðar- flokki en undanfarin mót. framkvæmda- stjórinn hjá okkur í Minden er formaður skipulagsnefndar HM þannig að ég hef fengið reglulega fréttir af gangi mála, og það er að verða uppselt á alla leiki, þannig ég hlakka bara til. Þegar Þjóðverjar taka eit- hvað svona að sér þá gera þeir þetta 300% og þetta verður allt fyrsta flokks. Þetta eru líka allt saman kunnuglegar hallir sem við munum spila í, Magdeburg var annað heimili sigfúsar, Óla, alfreðs og arnórs.svo tala flestir málið þannig að menn geta að- eins skroppið út í staðinn fyrir að vera bara inni á hótelherbergi, en það gildir reyndar um fleiri lið. Mörg lið eru með 10–12 leik- menn í þýsku búndeslígunni.“ Gott að vera kominn aftur Í sambúð í þrjá mánuði Sakna bílaleigubílsins Hef lítið spilað sem skytta í vetur Hafnfirðingurinn Ásgeir Örn Hall- grímsson hefur leikið vel með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur og hann var nokkuð ánægður með und- irbúning íslenska liðsins. „undirbúningurinn hefur geng- ið ágætlega. Við höfum æft vel og það gekk alveg sæmilega á mótinu í dan- mörku og þetta lítur bara ágætlega út,“ sagði Ásgeir örn sem aðallega hefur leik- ið í stöðu hægri hornamanns hjá Lemgo í vetur. „Við erum bara þrír örvhentir hjá Lem- go. Hornamaðurinn hjá okkur meiddist fyrir tveimur mánuðum síðan þannig að við höfum verið tveir að skipta þessu á milli okkar og ég hef meira verið í horn- inu.“ Í kjölfar meiðsla Einars Hólmgeirsson- ar hefur Ásgeir örn leikið töluvert í stöðu hægri skyttu í undirbúningnum. „Ef ein hægri skytta dettur út þá þarf önnur að fylla í skarðið og það er mitt hlutverk. Það er líka gott að vera með Ólaf, hann leiðbeinir mér og segir mér til sem er bara mjög gott. Hann kann þetta allt og það er um að gera að nýta það,“ sagði Ásgeir örn sem greinilega var orð- inn spenntur. „Það er langt síðan maður fór að spá í mótið og nú telur maður bara niður dag- ana.“ Ásgeir Örn Hall- grímsson mun fá það hlutverk að leika í stöðu Einars Hólmgeirssonar ásamt Ólafi Stef- ánssyni á HM.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.