Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 50
föstudagur 19. janúar 200750 Sport DV
H m í þ ýs k a l a n d i 2007
Ingibjörg Ragnarsdóttir:
Er að fara á sitt ellefta
stórmót með landsliðinu
Ingibjörg Ragnarsdóttir er kon-
an á bak við tjöldin hjá íslenska
landsliðinu. Hún hefur verið með
landsliðinu frá því á HM í Frakk-
landi 1999. Strákarnir okkar leita
til Ingibjargar með ýmis vandamál
enda er hún eina konan í hópnum.
Hún lýsir venjulegum degi á stór-
móti svona:
„Ég vakna mjög snemma og tek
allt til sem þarf að nota á æfingunni
sem er yfirleitt um morguninn. Síð-
an eftir æfinguna er nudd og eitt-
hvað tilheyrandi en þetta er sam-
felld dagskrá allan sólarhringinn.
Dagskráin felst í því að sinna strák-
unum í liðinu, hvort sem það er að
nudda þá, gera við vesti og bún-
inga, en ég stoppa nú ekki í sokka,“
segir þessi brosmilda kona.
Það getur oft tekið á taugarnar
að sitja á bekknum í hvaða íþrótta-
grein sem er en Inga segist sitja
pollróleg við hliðina á æstum lýðn-
um á varamannabekknum. „Ég
er sú rólegasta á bekknum og ég
haggast aldrei, ég leyfi bara hinum
að æsa sig.“
Ingibjörg og Alfreð Gíslason
landsliðsþjálfari hafa áður unnið
saman en Inga var konan á bak við
tjöldin hjá KA-liðinu í handbolta,
þegar Alfreð var þar við stjórnvöl-
inn. „Alfreð sagði við mig fyrir alveg
skelfilega mörgum árum að það
væri ekki mitt hlutverk að æsa mig
og ég hef bara alltaf haldið mig við
það. Hins vegar fer púlsinn upp, ég
viðurkenni það.“ Inga segir að starf
hennar sé aldrei leiðinlegt en hins
vegar séu þetta miklar tarnir. „Þetta
er töluvert stress og langir dagar en
þetta er aldrei leiðinlegt. Það er líka
svo gott fólk að vinna með liðinu.“
Ingu líst vel á heimsmeistara-
mótið og er bara nokkuð bjartsýn.
„Mér líst feykilega vel á mótið, ég
held að við eigum eftir að koma
ánægjulega á óvart. Þetta er gott lið
með mörgum sterkum einstakling-
um og þetta er mjög góður hópur.
Ég er viss um að það verður þægi-
legt flug heim frá Þýskalandi,“ segir
þessi hressa kona að lokum.
benni@dv.is
Ingibjörg Ragnarsdóttir Er á leið á sitt
ellefta stórmót og líst vel á HM sem er
fram undan.
Stuðningssamtökin Í blíðu og
stríðu voru stofnuð föstudaginn 12.
janúar með pompi og prakt. Sam-
tökin heita stuðningi við íslenska
landsliðið hvað sem bjátar á. Heið-
ursstjórn félagsins er ekki af verri
endanum en hana skipa:
Sigurður Valur Sveinsson,
handboltakempa
Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona
Árni Pétur Jónsson,
forstjóri Vodafone
Halla Tómasdóttir,
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Jakob Sigurðsson, framkvæmdastjóri
og fyrrverandi handboltamaður
Magnús Skúlason, geðlæknir
Jón Karl Ólafsson,
forstjóri Icelandair
Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Í tilefni af stofnun félagsins voru gef-
in út „boðorðin tíu“ og stofnuð heima-
síða þar sem Íslendingar geta skráð
sig og tekið þátt í að styðja strákana.
Á heimasíðunni mun síðan landslið-
ið blogga á meðan keppninni stendur.
Slóðin er ibliduogstridu.is
StuðningS-
boðorðin 10
Við lítum á
okkur sem „stuðn-
ingsmenn“ – en
ekki „áhangendur“.
Við vitum að
stuðningur okkar er
mikilvægur fyrir liðið og getur haft
mikil áhrif á árangur þess.
Við vitum að stuðningur er ekki
síst nauðsynlegur í stríðu – ekki
bara í blíðu!
Við gerum okkur raunhæfar vænt-
ingar.
Við teljum það ekki minnimáttar-
kennd að taka það með í reikninginn
að 300 þúsund manna þjóð
er að keppa við milljónaþjóðir.
Það er bara viðurkenning á stað-
reyndum.
Við gerum þá kröfu til landsliðs-
ins að það „haldi haus“ í mótlæti, og
skuldbindum okkur til þess að gera
slíkt hið sama.
Við heitum því að yfirgefa ekki
skútuna ef miður gengur – við heit-
um því að halda út allt til enda og
sýna „úr hverju við erum gerð“.
jákvæður stuðningur er skemmti-
legur og gefandi – ekki bara fyrir
landsliðið heldur líka okkur stuðn-
ingsmennina og þjóðarkarakterinn.
Við getum ekki öll orðið landsliðs-
menn – en við getum orðið stuðn-
ingsmenn – í blíðu og stríðu.
sama hvernig gengur og sama
hvernig fer – þá lofum við alltaf einu:
Við höfum ánægju af leiknum.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair er í stjórn Í blíðu og stríðu og er
mikill handboltaáhugamaður. Hann
er bjartsýnn á gott gengi í Þýskalandi.
„Mér líst vel á mótið, þetta er örugg-
lega eitt besta landslið sem við höfum
nokkurn tímann átt. Það er líka mik-
ilvægt að við stöndum þétt að baki
landsliðinu. Við Íslendingar höfum
ekki verið þekktir sem góðir stuðn-
ingsmenn og erum yfirleitt byrjaðir að
rakka liðið niður í hálfleik ef það geng-
ur illa, en það á bara að hafa gaman af
þessu.“ benni@dv.is
Hressilegur og jákvæður stuðningur eflir ekki aðeins landsliðið
heldur stuðningsmennina sjálfa og þjóðina alla.
Stuðningurinn
Skiptir máli
Fríður hópur
jón Karl Ólafsson,
Halla tómasdóttir,
sigurður sveinsson,
Elva Ósk Ólafsdóttir
og geir H. Haarde.