Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Síða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Síða 65
föstudagur 19. janúar 2007 65DV Skák Johann Hjartarson (2590) – Viktor Kortschnoj (2640) Áskorendaeinvígið, Saint John, 1988 Jóhann hafði á undirbúningstím- anum fyrir einvígið gert ráð fyrir því að Kortschnoj myndi beita opna afbrigðinu af spánska leiknum og hann ásamt félögum sínum hafði legið lengi yfir afbrigðinu. „Við töld- um okkur hafa fundið veikleika sem myndi duga gegn Kortschnoj.“ 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Be7 10. Rbd2 Rc5 11. Bc2 Bg4 12. He1 Dd7 13. Rf1 Hd8 14. Re3 Bh5 15. b4! Þetta er lykilleikurinn. Þessum leik hafði einungis verið leikið einu sinni áður í stuttri jafnteflisskák en eft- ir einvígi Jóhanns og Kortschnojs er þetta afbrigði talið óteflandi á svart og nánast aflagt. -Re6 16. Rf5 d4 17. Be4 Bg6 18. g4 h5 19. h3 Kf8 20. a4 hxg4 21. hxg4 De8 22. axb5 axb5 23. Ha6! Óvæntur leikur sem setur mikla pressu á sjöttu reitaröðina. -Rb8 24. Hxe6!! Skiptamunsfórn sem rústar svörtu stöðunni. Hvítur vinnur strax lið til baka og framhaldið er tæknileg úr- vinnsla, sem Jóhann átti í litlum erf- iðleikum með. -fxe6 25. Rxe7 Bxe4 26. Hxe4 dxc3 27. Rg6+ Kg8 28. Hd4 Hxd4 29. Dxd4 Hh3 (Ridd- arinn á g6 var friðhelgur vegna 30. Dd8+ Kh7 31. Rg5+ og vinnur.) 30. Rg5 Hh6 31. Rf4 Rc6 32. Dxc3 Dd8 33. Rf3 Rxb4 34. Bd2 Da8 35. Kg2 Rc6 36. g5 b4 37. Dc5 Hh7 38. Rxe6 g6 39. Dd5 Kh8 40. Red4 Dc8 41. e6 Rxd4 42. Rxd4 c5 43. Bf4 Ha7 44. Rc6 1–0. Eftirminnilegasta skák Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara segir hann vera fyrstu ein- vígisskákina við Viktor Kortschnoj í Saint John í Kanada 1988. Sigur Jóhanns í einvíg- inu þykir enn í dag eitt mesta afrek íslenskrar skáksögu. Þegar undirbúningurinn borgaði sig „Það var mjög óvenjulegt andrúms- loft og alls kyns læti í gangi í þessu ein- vígi og karlinn lét öllum illum látum, sérstaklega eftir að hann var kominn tveimur vinningum undir og gerði allt sem hann gat til að trufla mig. Ég varð var við það þegar ég kom heim að fólk var mjög reitt yfir þessu, sérstaklega því að hann var að blása reyk framan í mig. Það truflaði mig hins vegar meira þeg- ar hann þrammaði um gólfið svo allt lék á reiðiskjálfi á sviðinu. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur byrjanasnilling- ur og átti oft erfitt með teoríuhestana í byrjununum. Hins vegar höfðum við undirbúið okkur mjög vel fyrir einvíg- ið við Kortschnoj. Friðrik Ólafsson og Margeir Pétursson voru mér til halds og trausts og við Margeir höfðum stúd- erað talsvert fyrir einvígið. Það sem er eftirminnilegast við þessa skák er að í henni afhjúpaði ég veikleika í opna af- brigðinu af spánska leiknum þannig að Kortschnoj tefldi það aldrei aftur og það er í raun að mestu aflagt meðal betri skákmanna. Lokaskákin í einvíg- inu er reyndar líka mjög eftirminnileg því það var alger úrslitaskák,“ sagði Jó- hann Hjartarson stórmeistari. JóHann HJartarson Á hátindi ferils síns sigraði hann Viktor Kortschnoj í áskorenda- einvíginu í Kanada 1988. En litla skrímslið, Karpov sjálfur, sem var næstur í röðinni var of stór biti að kyngja. skák Umsjón: Kormákur Bragason & róbert Harðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.