Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 78

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 78
FÖSTUDAGUR 19. jAnúAR78 Helgarblað DV Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-þjónn lögreglunnar á höfuð-borgarsvæðinu, hefur löngum vakið athygli fyrir alúðlega og alþýð- lega framkomu. Hann á auðvelt með að ræða við háa sem lága og heldur fast í kristna trú sína á sinn einstaka hátt. Hann hefur trú á að hægt sé að bjarga mun fleirum úr klóm fíkniefna með hárbeittum og markvissum að- gerðum. Kominn á fætur eins og venju-lega eftir góðan svefn í nýja rúminu frá Svefni og heilsu. Undirbúningur fyrir daginn hefst með því að eiga gott samtal við Skaparann minn, sem er alveg ómissandi á hverj- um morgni. Þá tek ég fram heilaga ritningu og fæ þar andlegt fóður og svo Morgunblaðið á eftir. Þar með hef ég nært mig ágæt- lega andlega. Líkamlega næringin var næst, með því að fara í Graf- arvogslaug og synda þar að lágmarki 500 metra og svo gott spjall við sund- vini mína í heita pottinum. F undur með mínum þar sem farið var yfir það helsta sem gerðist um helg- ina. Sem betur fer var helgin bara nokkuð róleg eða mun færri afbrot en um venjulega helgi. V enju-bundnu verk voru næst. Það er að svara símtölum sem eru að jafnaði 20-40 hvern virkan dag. Ætlaði að taka mér matar-tíma en eins og svo oft gafst nú lítill tími til svo- leiðis hugleiðinga enda þurftu nokk- uð margir að ræða við mig málin þennan dag. V inn í máli aðila sem illa er farinn af neyslu fíkniefna en því miður berast okkur mörg þannig tilfelli. Að- standendur í ör- vinglan leita til okkar um hjálp og reynum við eins og okkur er fært að kanna hvað hægt er að gera svo bjarga megi mannslífum. Ástandið hefur frekar versnað og tök- um við það inn á okkur að sjá allt of margt ungt fólk illa farið af neyslu örv- andi efna og komið á kaf í innbrot. Því brennur nú mjög á að finna góð neyð- arúrræði sem virka, því ég veit að hægt er að bjarga svo mörgum með hár- beittum og markvissum aðgerðum. V inna í skýrslugerð, en það hef-ur beðið hjá mér vegna anna og síðan ætlaði ég að verða klár á kóræfingu hjá Lögreglukórnum kl. 17.00. Þá bár- ust þau tíðindi að vegna veikinda félli æfingin niður og þá var ekkert annað að gera en halda áfram að vinna í verkefnum. T ími til að fara heim því kvöld- maturinn beið mín. Hundurinn tók fagnandi á móti mér og síðan aðrir heimilisfastir og kvöldmaturinn. Síð- an ætlaði ég nú bara að taka því rólega og horfa á sjónvarpið en eins og svo oft áður lagðist yfir mig svefndrungi og konan sagðist hafa þurft að þola hrotublástur fram eftir kvöldi. Gengið var til náða um miðnættið. Dagur í lífi Geirs Jóns Þórissonar Mánudagur 15. janúar kl. 5.30 kl. 16.00 að lokum kl. 18.45 kl. 8.30 kl. 6.30 Trogsöðull Sigurður H. Guðjónsson skrif- ar góðar greinar um fasteignir, hina síðustu um, að skillitlir blekki aðra með skrúði í klæð- um og bílum. Líka er hægt að blekkja á hinn veginn, svo sem seg- ir í Eyrbyggju: „Þorleifur keypti þann hest er hann fékk bestan. Hann hafði og steindan söðul allglæsilegan. Hann hafði búið sverð og gullrekið spjót, myrk- bláan skjöld og mjög gylltan, vönduð öll klæði. En Snorri var í svartri kápu og reið svörtu mer- hrossi góðu. Hann hafði fornan trogsöðul og vopn lítt til fegurð- ar búin.“ En innan klæða hafði Snorri goði sjóð, sem hann not- aði til að ná Helgafelli af Berki digra. Tabú Forustufólki Sjálfstæðisflokksins er illa við, að talað sé og skrifað um nýja mynt á Ís- landi. Að hætti Davíðs gamla er sagt, að spjall um evru jaðri við landráð. Það tali niður krónuna og geri hagstjórn erfið- ari. Hvaða hagstjórn? Auðvitað er það nær landráðum að sigla á fylleríi með hagkerfið, heldur en að leyfa sér að ræða breytta mynt. Þótt Davíð sé hættur, tel- ur forustufólk flokksins enn, að það geti einhliða ákveðið, hvað megi ræða og hvað ekki. Auðvit- að á að fjalla sem mest um tabú á borð við evru og Evrópusam- band, Írak og Afganistan, varnir og hleranir. Klisjur Pólitíkusar okkar tala undarlega staðlað mál. Þeir segja, að mál- flutningur í öðrum flokkum sé „mikill misskiln- ingur“. „Allir viti“, að hin og þessi mál séu „ekki til umræðu“. Menn í öðr- um flokkum hafi „ekki unnið heimavinnuna sína“ og „rjúki upp til handa og fóta“. Enda séu þeir „andstæðingar okkar“ og „stundi málþóf“ af minnsta til- efni. Þeir „slái pólitískar keilur“, sem „veki undrun almennings“, þegar þeir „máli skrattann á vegginn“. Auðvitað séu allir þess- ir aðilar „ábyrgðarlausir“. Sam- eiginlegt einkenni þessa orðavals er, að alla röksemda- færslu skortir. jonas@hestur.is Laddi sextugur, hann er að verða jafngamall og Þórður húsvörður! Áfram frost um land allt „Já, ég á níu texta af þessum tut- tugu og fjórum,“ sagði Kristján, sem var á leið í hljóðver síðdegis í gær þegar DV náði tali af honum. „Það hlýtur að vera heimsmet að sami maðurinn eigi meira en þriðjung þeirra lagatexta sem fluttir eru í keppni sem þessari!“ En eru þeir þá ekki allir eins; hver öðrum líkur? „Nei, þeir eru alls ekki líkir. Þeg- ar maður hefur möguleika á að skila af sér níu mismunandi textum, þá segir það sig sjálft að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar; allt milli draums og veruleika – að öllu með- töldu.“ Eru þetta textar sem þú áttir á lager? „Nei, ekki aldeilis. Hver texti er saminn sérstaklega fyrir hvern laga- höfund.“ Kristján er Kópavogsbúi sem fluttist búferlum tvítugur, en segist ekki sækja innblástur á æskustöðv- arnar. „Ég tók innblásturinn með mér úr Kópavoginum og textarnir mín- ir eru allir samdir í Skerjafirðinum, þangað sem ástin bar mig. Ástin hefur reyndar dregið mig víða um heim og plantaði mér niður í Skerja- firðinum.“ Svo varðstu fimmtugur fyrir hálf- um mánuði... „Já, og bauð öllum sem vildu koma heim til mín í veislu. Ástin mín og vinkonur hennar tvær sáu um veisluhöldin; ég fékk bara að njóta og þetta var einn besti dagur- inn í lífi mínu. Það var meðal annars boðið upp á rússneskar pönnukök- ur, blini, sem eru skonsur með rauð- lauk, sýrðum rjóma og kavíar. Og svo fékk fólk kaffi og Sprite með sítrónu að hætti hússins. Svo ég orði þetta eins og Pétur heitinn Kristjánsson, sem hefði orðið 55 ára þennan sama dag: „Það komu á þriðja hundrað kvikindi í veisluna.““ Í söngvakeppninni í fyrra átti Kristján fjóra texta, þannig að hann er að toppa sjálfan sig hressilega að þessu sinni. „Ætli það endi ekki með að ég gefi út þrettán laga plötu í sumar með textunum úr söngvakeppnunum 2006 og 2007?“ segir hann hlæjandi. Þér hlýtur að þykja vænna um einn texta en annan af þessum níu? „Það er fullkomlega ómögulegt að taka einn fram yfir aðra.“ En samt hlýtur þér að þykja einn bera af? „Já, ég neita því nú ekki,“ svarar hann og skellihlær. „Hins vegar get ég ekki sagt hvaða texti það er, Anna mín!“ Ertu tilbúinn að semja fyrir okk- ur eina vísu með einni ljóðlínu úr hverjum þeirra? „Já, gefðu mér tuttugu mínút- ur...“ Fimmtán mínútum síðar hringdi hann og sagðist vera með atómljóð: Orðin komu aldrei, örlagadís en ég les í lófa þínum bjarta brosið. Þú ert eitt símtal í burtu, húsin hafa augu og villtir skuggar sýna mér kl. 10.00 Undanúrslitakeppni RÚV fyrir Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva hefst í Sjónvarpinu annað kvöld þegar fyrstu átta lög- in verða flutt. „Ekki er annað að sjá um helgina en áfram verði frost á landinu. Dálítil lægð verður hér suður undan á laug- ardag og hæð jafnframt yfir Græn- landi. Því verður norðaustlæg átt og strekkingsvindur víða um land,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur um horfur næstu daga. Hann segir óvíst með hve víða snjói. Ofankomu sé þó spáð á norð- anverðum Vestfjörðum og austan- og suðaustanlands. „Meiri vafi leikur á með Norð- urland, hvort þar verði snjókoma sem heitið getur. Á sunnudag er síð- an reiknað með að norðuráttin verði frekar hæg. Utan Norðausturlands, þar sem búast má við smáéljum, er spáð björtu og fallegu vetrarveðri á landinu með nokkru frosti inn til landsins,“ segir Einar. Nú er búið að opna öll skíðasvæði landsins og til stendur að opna í Blá- fjöllum nú um helgina. „Það verður fyrirtaks útivistarveð- ur, sérstaklega á sunnudag, en einn- ig á laugardag, sérstaklega um land- ið sunnanvert og ef til vill víðar þótt sums staðar verði fólk að klæða vel af sér næðinginn. Eftir helgina, það er á þriðjudag, gæti síðan brugðið til blota á landinu, en hvort hann boði breyt- ingar á kaldri vetrartíðinni skal ósagt látið. Í það minnsta eru verulegar lík- ur á hláku í einhverri mynd um miðja vikuna.“ Kristján Hreinsson á níu texta í eurovision kl. 13.30 kl. 12.00 veðrið um Helgina ritstjorn@dv.is Laugardagur 2 2 5 1 3 1 3 3 3 2 7 5 510 3 5 3 2 2 4 5 4 6 3 3 5 2 3 5 5 4 5 2 5 3 8 3 Sunnudagur 6 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.