Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Síða 2
Starfssvæði Þróunarfélags Keflavík-
urflugvallar ehf., C-svæði varnar-
svæðisins sem tekið var í borgara-
leg not fyrir tveimur vikum, er inni
á sameiginlegu aðalskipulagi með
flugvallarsvæðinu og sérstöku ör-
yggissvæði. Þar hefur aldrei verið
gert deiliskipulag eins og íslensk lög
kveða á um, enda var svæðið í um-
sjón Bandaríkjamanna til skamms
tíma. Þar sem ekki er deiliskipulag
má ekki byggja eða breyta nema með
sérstökum undanþágum.
Heildarendurskoðun á
aðalskipulagi
Reykjanesbær er að hefjast handa
við heildarendurskoðun á aðalskipu-
lagi sveitarfélagsins, þar með á hluta
varnarsvæðisins, að sögn Viðars Más
Aðalsteinssonar, forstöðumanns
umhverfis- og skipulagssviðs. Innan
sveitarmarka Reykjanesbæjar falla
velflest íbúðarhús á vellinum og aðr-
ar byggingar á starfssvæði Þróunar-
félagsins. Aðalskipulagið verður lík-
lega ekki tilbúið fyrr en eftir tvö ár, að
sögn Viðars, og það þarf að liggja fyr-
ir til þess að hægt sé að vinna deili-
skipulag eftir því. Til þess að hefjast
megi handa fyrir þann tíma verð-
ur að gera grenndarkynningu og fá
undanþágu byggingarnefndar sveit-
arfélagsins. Í aðalskipulaginu verður
meðal annars gert ráð fyrir breyting-
um á vegum og götum til að tengja
vallarbyggðina við aðra byggð á
svæðinu og eins er reiknað með að
byggðin geti stækkað.
Ekki byggð eftir íslenskum
reglum
Að sögn Kjartans Eiríksson-
ar,framkvæmdastjóra er talsverður
hluti af húsunum á svæðinu byggð-
ur í kringum 1950 en flest húsin hafa
verið tekin algjörlega í gegn. Fáar ný-
byggingar risu á varnarsvæðinu síð-
ustu árin sem varnarliðið var þar
en þeim mun meira var gert upp
og endurnýjað. Húsin eru hins veg-
ar hvorki byggð né gerð upp eftir ís-
lenskum stöðlum eða reglugerðum.
Nú liggur fyrir að skoða hvert hús,
hvar misræmi sé, miðað við íslensk-
ar reglur.
Allar raflagnir líklega
endurnýjaðar
Kjartan treysti sér ekki til að giska
á hversu mikil vinna væri fyrir hönd-
um í að breyta húsum en sagðist
sjálfur efast um að miklu þyrfti að
breyta. Þeir staðlar sem Bandaríkja-
menn miði við séu í sumum tilfell-
um strangari en íslenskar byggingar-
reglugerðir, til dæmis í brunavörnum.
Hins vegar lægi fyrir að endurnýja
allar raflagnir, þar sem rafmagn í
húsunum er eftir bandarísku
kerfi, sem hefur aðra spennu
en gerist og gengur í íslensk-
um húsum.
Fleiri en kakkalakkar á
kreiki
Húsin á varnarsvæðinu
eru ekki öll tóm og dauð.
Ýmsir undirverktakar sem
unnu fyrir varnarliðið,
Flugmálastjórn og Rat-
sjárstofnun
hafa þar
enn
að-
stöðu sem þeir nýta eins og ekkert
hafi í skorist. Auk þess er Penninn
kominn með ritfangalager og dreif-
ingarmiðstöð inni á varnarsvæðinu,
þar sem vinna 25 manns. Kjartan
bíður eftir niðurstöðum úr könnun
á því hvernig skipulagsmálin fara en
vonast til að geta boðið fleiri nýjum
fyrirtækjum inn á starfssvæði Þróun-
arfélagsins, ef ekki komi upp óvæntar
hindranir. Hann segist hafa
fengið erindi og hug-
myndir frá aðilum sem
vilja nýta húsnæði til
lengri eða skemmri
tíma og vonast til að
geta tekið hluta af
húsunum á vellinum
í notkun á næstu dög-
um eða vikum, þó að
heildarmynd framtíð-
arvarnarsvæðisins verði
ekki ljós fyrr en seinna.
föstudagur 26. janúar 20072 Fréttir DV
Háleitar vonir um framtíð varnarsvæðisins gætu verið fjarlægari en almenningur hef-
ur gert sér grein fyrir. Bandaríkjamenn höguðu varnarsvæðinu eftir eigin höfði og nú
þarf að laga þorpið á Miðnesheiði að hérlendum reglugerðum.
Ekki byggt Eftir
íslEnskum rEglum
Vinstri grænir
auka fylgið
Vinstrihreyfingin – grænt
framboð eykur fylgi sitt einn
flokka samkvæmt nýjum Þjóð-
arpúlsi Capacent. Flokkur-
inn mælist nú með 21 prósents
fylgi en hafði 19 prósent í síð-
asta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin
lækkar úr 24 prósentum í 22 og
Frjálslyndi flokkurinn fer úr 11
prósenta fylgi í 9 prósent.
Framsóknarflokkur mælist
með 9 prósenta fylgi og Sjálf-
stæðisflokkur 37 prósent. Sam-
kvæmt þessu er ríkisstjórnin fall-
in. Það sést jafnframt á stuðningi
við ríkisstjórnina, 49 prósent
segjast fylgjandi henni en und-
anfarið hafa 52 til 56 prósent
aðspurðra lýst yfir stuðningi við
stjórnina.
Hæstiréttur mildaði í gær dóm
héraðsdóms yfir manni á fimmtugs-
aldri, sem áreitti þrjár stúlkur og
hafði í vörslu sinni á þriðja hundr-
að klámfenginna mynda af börnum.
Héraðsdómur hafði dæmt manninn
í tveggja ára fangelsi en Hæstirétt-
ur mildaði dóminn í 18 mánuði, að
teknu tilliti til svipaðra mála. Maður-
inn var einnig dæmdur til að greiða
stúlkunum sem hann áreitti samtals
tvær milljónir, auk þess sem hann
var dæmdur til að greiða tveimur til
viðbótar 200 þúsund hvorri, fyrir að
hafa tekið myndir af annarri nakinni
og mynd af hinni hafði hann skeytt
saman við klámmynd.
Yngsta stúlkan fimm ára
Stúlkurnar voru allar vinkon-
ur dætra hans. Sú yngsta var aðeins
fimm ára þegar dæmdi lét hana fróa
sér á nýársdagsmorgun árið 1999
og tók myndir af því. Bar hann fyrir
dómi að hann hafi viljað refsa stúlk-
unni og losna við hana en hún var
heimagangur í húsi hans. Aðra vin-
konu dóttur sinnar leitaði hann á
þegar hún fór í útilegu með fjöl-
skyldu mannsins árinu áður. Þessi
eldri brot komust hins vegar ekki
upp fyrr en maðurinn leitaði á þriðju
vinkonu dóttur sinnar, þegar hún
gisti á heimilinu, í mars árið 2005.
Stúlkurnar hafa allar sótt tíma hjá
sálfræðingum sem staðfesta að brot-
in hafi haft varanleg áhrif á tilfinn-
ingalíf þeirra.
Varnarsvæðið er ekki byggt samkvæmt íslenskum byggingar-
reglugerðum og þar hefur aldrei verið gert deiliskipulag. Gríðar-
leg skipulags- og eftirlitsvinna er fram undan áður en hægt verð-
ur að taka svæðið í notkun.
Hæstiréttur mildaði dóminn
fjögur ár
fyrir nauðgun
Héraðsdómur Reykjavík-
ur dæmdi karlmann í fjögurra
ára fangelsi í gær fyr-
ir nauðgun og
líkamsmeið-
ingar. Hann
var einnig
dæmdur til að
greiða konunni
1,2 milljónir í
miskabætur.
Karlmaðurinn
réðst á konuna
í september
á síðasta ári
og hlaut hún talsverða áverka af.
Barnaníðingur dæmdur fyrir ofbeldi gegn þremur stúlkum:
Varnarsvæðið Ekki liggur fyrir
hversu mikið ber í milli bandarísku
húsanna og íslenskra reglna.
grunur um íkveikju
Lögreglan í Keflavík handtók
mann í gær sem grunaður er um
að hafa kveikt í íbúðarhúsi við
Kirkjuteig í Keflavík fyrr um dag-
inn. Enginn var í húsinu þegar
eldsins varð vart og náðu Bruna-
varnir Suðurnesja fljótt tökum
á eldinum. Efri hæð hússins
er nær ónýt og miklar reyk-
skemmdir eru á neðri hæðinni.
Hæstiréttur dómur mannsins var mildaður í Hæstarétti til samræmis við svipuð mál.
, e
Þrír lentu út af
Þrír ökumenn misstu stjórn á
bílum sínum og lentu utan veg-
ar á Holtavörðuheiði og nærri
Hafnarfjalli í gær og þurftu á lið-
sinni lögreglu að halda. Meiðsl
urðu þó minniháttar en nokk-
urt tjón á bílum. Hálka gerði
ökumönnum erfitt fyrir. Einn
ökumannanna slapp ómeidd-
ur þegar bíll hans valt á Holta-
vörðuheiði. Annar slapp ekki al-
veg jafn vel skömmu áður þegar
hann missti stjórn á bíl sínum,
einnig á Holtavörðuheiði, og
endaði utan vegar. Meiðsl hans
voru þó smávægileg. Sömu sögu
er að segja af manni sem fór út
af veginum við Sporholt og togn-
aði í baki.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Þyngri dómur
– lægri bætur
Hæstiréttur dæmdi í
gær mann á þrítugsaldri í
15 mánaða fangelsi fyrir að
nýta sér ölvun og svefn-
drunga konu til að hafa
samræði við hana án sam-
þykkis hennar. Hæstirétt-
ur þyngdi dóm héraðsdóms
sem hafði dæmt hann í árs
fangelsi. Hins vegar lækkaði
Hæstiréttur skaðabætur til
konunnar úr einni milljón í
700 þúsund.
HERDÍS SIGURGRÍMSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: herdis@dv.is
Framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins
Kjartan Eiríksson er bjartsýnn þrátt fyrir
skipulagsleysið.
Fengu þriðja
hvern styrk
Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins hefur fengið nær
þriðja hvern styrk sem AVS-
rannsóknasjóður í sjávar-
útvegi hefur veitt frá fyrstu
úthlutun úr sjóðnum árið
2004.