Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 8
Sagafilm hefur fest kaup á 50% hlut
í breska auglýsinga- og sjónvarps-
framleiðslufyrirtækinu 2AMfilms og
gert samning um kaup á öllu fyrirtæk-
inu á næstu þremur árum.
„Þetta er sennilega áttunda stærsta
fyrirtækið í auglýsingagerð á Eng-
landi og við sjáum í þessum kaupum
mikla möguleika og munum styrkja
stöðu okkar á þessum markaði í Evr-
ópu verulega. Þetta fyrirtæki veltir um
1.300 milljónum á ári og þarna starfa
um 20 fastráðnir starfsmenn. Meðal
þeirra sem gera auglýsingar fyrir fyrir-
tækið eru þekktir bíómyndaleikstjórar
eins og Richard Loncraine og Michael
Winterbottom. Mörgum eru sennilega
í fersku minni þættir sem Loncraine
leikstýrði, Band of Brothers. Þetta fyr-
irtæki hefur nánast eingöngu verið í
auglýsingagerð en nýlega var stofnuð
þar sjónvarpsdeild og það er verið að
vinna að þróun
sjö eða átta sjón-
varpsþátta, meðal
annars fyrir BBC,“
segir Kristján
Grétarsson, fram-
kvæmdastjóri
Sagafilm.
Kristján reikn-
ar með að náin
samvinna verði
milli Sagafilm og
2AMfilms. Leik-
stjórateymi og aðrir starfsmenn fái
fleiri verkefni og ýmis samlegðaráhrif
verði í kjölfarið. kormakur@dv.is
föstudagur 2. febrúar 20078 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Sagafilm í útrás í evrópskri auglýsinga- og sjónvarpsþáttagerð:
Kaupir helming í 2AMfilms á Englandi
Kristján
Grétarsson
framkvæmdastjóri
sagafilm.
Gósentíð á hlutabréfamarkaði og aukin starfsemi erlendis er lyk-
illinn að stórauknum hagnaði stóru viðskiptabankanna þriggja.
Bankarnir högnuðust um samanlagt 164 milljarða króna á síð-
asta ári, 67 milljörðum meira en árið áður, 2005.
Til samanburðar má geta þess að yfir-
dráttarlán heimilanna námu 67 millj-
örðum króna í fyrra, eða sömu fjár-
hæð og bankarnir juku hagnað sinn
um. Ef menn halda áfram með þenn-
an samanburð væri hægt að greiða
upp yfirdráttarlán við bankana tvisvar
og samt eiga drjúgan afgang af hagn-
aði bankanna á síðasta ári.
Græða í útlöndum
„Aðalatriðið er að tekjur bankanna
hafa aukist gríðarlega mikið utan Ís-
lands,“ segir Hermann Már Þórisson
hjá greiningardeild Landsbankans.
Hann tiltekur þó að sem starfsmað-
ur greiningardeildar Landsbankans
geti hann ekki lagt mat á afkomu eig-
in fyrirtækis. Hermann Már bendir á
að bæði Glitnir og Kaupþing hafi eflt
starfsemi sína, sér-
staklega á Norð-
urlöndum og Bretlandi. Þar með hafa
þóknanatekjur aukist mjög mikið,
ekki síst vegna fyrirtækjaráðgjafar og
þá hvort tveggja innanlands og utan.
„Þessi gríðarlega aukning er vegna
þess að gengishagnaður hefur verið
mikill á árinu,“ segir Hermann Már
og vísar þar sérstaklega til Kaupþings.
Hlutabréfaeign bankanna og viðskipti
þeirra með þau skilar því umtalsverð-
um tekjum. Spurning er hvort fram-
hald verði á því. Hermann Már seg-
ir ómögulegt að staðhæfa nokkuð
um það en bendir á að oft
hafi verið spáð
að gengis-
hagnaður
minnkaði
milli ára
en það
hafi ekki
gengið
eftir.
Milljón á þriggja mínútna fresti
164 milljarða króna hagnaður
bankanna jafngildir því að þeir hafi
hagnast um 448 milljónir króna á dag
eða 19 milljónir á klukkustund. Þetta
þýðir að bankarnir hafa hagnast um
311 þúsund krónur hverja einustu
mínútu allt síðasta ár eða um milljón
á rétt rúmlega þriggja mínútna fresti.
Hagnaðurinn á hverri sekúndu nem-
ur því 5.190 krónum.
Hagnaðurinn er mun meiri en á
síðasta ári. Glitnir fer úr 19 milljarða
hagnaði í 38 milljarða.
Landsbankinn jók
hagnað sinn
um rúm 60
prósent milli
ára og Kaup-
þing jók
hagnaðinn
úr 50 millj-
örðum í 85
milljarða,
eða um 70
prósent.
Allir Akureyringar á sportbíl
Ef við setjum hagnað stóru við-
skiptabankanna þriggja í samhengi
við annað má horfa til þess að hægt
væri að kaupa BMW 650 ci fyrir næst-
um því hvern einasta Akureyring sem
náð hefur sautján ára aldri. Þessi
sportbíll frá BMW er með 5 lítra, 358
hestafla vél, er 5,6 sekúndur í hundr-
aðið og kostar litlar 11,6 milljón-
ir króna. Hægt væri að kaupa 14.112
slíka fyrir hagnað bankanna en Ak-
ureyringar sem hafa aldur til að vera
með bílpróf eru 14.417 talsins. Í ljósi
þess að sumir kjósa að vera ekki á bíl
gæti hver einasti bíll á Akureyri verið
ofursportbíll, en þannig lýsa mark-
aðsmenn B&L, umboðsaðila BMW á
Íslandi, bílnum.
Um mitt síðasta
ár voru landsmenn
304.334 talsins.
Hagnaður bank-
anna nemur því
538 þúsund
krónum á hvern
landsmann.
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 450 milljón krónur á
dag allt síðasta ár. Hagnaðurinn dygði til að kaupa 12 milljón
króna sportbíl fyrir nær alla Akureyringa á bílprófsaldri.
Gætu borGað
yfirdráttarlán
heimilanna tvisvar
����������������������������
�������������
38,2 milljarðar
Bjarni Ármannsson og félagar í Glitni
skiluðu tvöfalt meiri hagnaði en árið áður.
85,3 milljarðar
Íslandsmet í hagnaði annað árið í röð.
Árið 2005 græddu Kaupþingsmenn tæpa
50 milljarða.
40,2 milljarðar
Landsbankinn jók hagnað sinn um
fimmtán milljarða milli ára, eða um
rúman milljarð á mánuði.
Lúxusbíll á hvern Akureyring
Nýju 6 línu sportbílarnir frá bMW kosta tæpar
12 milljónir króna hver. Kaupa mætti einn slíkan
fyrir nær hvern einasta akureyring á bílprófsaldri.
Sagafilm Mynd úr auglýsingu sem
sagafilm gerði fyrir Heklu.
BrynjóLfur Þór GuðMundSSon
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Hannes Sunnlend-
ingur ársins 2006
Hannes
Kristmunds-
son, garð-
yrkjubóndi í
Hveragerði,
er Sunnlend-
ingur ársins
2006 að mati lesenda Sunnlenska
fréttablaðsins og fréttavefjarins
sudurland.is. Hannes hafði for-
göngu um að 10. nóvember síð-
astliðinn voru reistir 52 krossar
við Kögunarhól, eða jafn margir
þeim sem þá höfðu týnt lífi í um-
ferðarslysum á milli Selfoss og
Reykjavíkur frá árinu 1973.
mengandi
gervigras
Reykjanes-
bær gæti þurft
að punga út
um það bil 25
milljónum til
þess að skipta
um gervigras í
íþróttahöllinni.
Svifryk í höll-
inni er langt yfir
heilsufarsmörk-
um, að sögn
Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Rykið sprettur upp af sandi sem
borinn var í gervigrasið. Sand-
gras þótti besti kosturinn þeg-
ar húsið var reist fyrir sjö árum
síðan en nú virðast engir aðrir
kostir mögulegir en að skipta því
út fyrir aðra gerð gervigrass. Ekki
er enn ljóst hvort höllinni verður
lokað þar til úrbætur fást.
álver inn á
skipulagið
Reykjanesbær ætlar að hefja
kynningar vegna heildarendur-
skoðunar á aðalskipulagi sveit-
arfélagsins í byrjun mars. Auk
hluta varnarsvæðisins er gert
ráð fyrir kappakstursbraut í
heimsklassa í eystri kanti sveit-
arfélagsins. Þá verður teikn-
að inn á aðalskipulagið álver
sem Suðurnesjamenn láta sig
dreyma um að rísi í Helguvík á
næstu árum.
svipt vegna
verkjalyfja
Kona var svipt ökuleyfi í þrjá
mánuði og sektuð um sextíu
þúsund krónur fyrir að aka und-
ir áhrifum sljóvgandi lyfja. Kon-
an var að aka Suðurlandsveg
þegar hjólbarði sprakk við
mjólkurbú MS. Lögregl-
an kom á staðinn og sá
greinilega að hún var
undir áhrifum en þó ekki
áfengis.
Í ljós kom að hún
hafði tekið inn verkja-
lyf samkvæmt læknisráði.
Héraðsdómur Suðurlands
komst að þeirri niðurstöðu að
áhrif lyfjanna sem konan var
á hefðu jafnast á við ólöglegt
magn alkóhóls í blóðinu.
borgarlandamæri
Ljósmynda-
sýningin City-
borderlines
stendur nú yfir
í Norræna hús-
inu. Þar takast
23 ljósmynd-
arar frá Norð-
urlöndunum
á við borgarumhverfið og þau
landamæri sem þar skapast, í
landfræðilegum, byggingalegum
og manneskjulegum skilningi.
Markmiðið með sýningunni er
að koma á virku samskiptaneti
listrænna ljósmyndara á Norð-
urlöndum.