Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 13
DV Fréttir föstudagur 2. febrúar 2007 13 „Ég var sendur til Breiðuvík- ur þegar ég var ellefu ára,“ seg- ir Helgi Davíðsson, sem dvaldi á hinu alræmda uppeldisheimili fyrir drengi í Breiðuvík. Heimilið var býli á vestasta oddi landsins, rétt við Látrabjarg. Þar var illfært á veturna og veru- lega afskekkt. Heimilið var starf- rækt í tuttugu og fimm ár og hundruð pilta voru send þangað. Heimilið var stofnað árið 1953 og var svo lokað árið 1979. Það var rekið af ríkinu og þótti góð lausn til að koma vandræðaunglingum til manns. Síðar kom í ljós að piltarn- ir þurftu að sæta hryllilegum bar- smíðum og andlegu ofbeldi þann tíma sem þeir dvöldu þar. Sumir hafa aldrei beðið þess bætur. „Aðstæður voru þannig að afi minn og amma réðu ekki við þær. Þau tóku á það ráð að senda mig vestur, það var í janúar 1967,“ seg- ir Helgi þungur á brún en hann dvaldi í Breiðuvík í tvö ár. Honum, ásamt fleiri piltum, var ekið yfir heiðina að Breiðuvíkur- heimilinu í rússajeppa. Heiðin var illfær og snjóþung. Hún lokaði vík- ina frá umheiminum mestan hluta árs og að sögn Hilmars var engin undankomuleið. Forstöðumaður í Breiðuvík var Þórhallur Hálfdánarson. Hann bjó þar ásamt konu sinni og börnum. „Þegar Þórhallur þurfti að kom- ast til byggða var okkur ekið að heiðinni. Við vorum látnir moka slóðann þannig að hann kæmist til byggða,“ segir Helgi minnugur þeirrar erfiðisvinnu sem piltarnir voru látnir sinna. Hann segir drengina hafa ver- ið á milli tíu og tuttugu í Breiðuvík, þegar þeir voru hvað flestir. Yngsti var tíu ára en sá elsti var fjórtán ára. Hann var sadisti Fyrsta reynsla Helga af heimil- inu átti eftir að móta hann til lífs- tíðar: „Áður en ég kom vestur hafði ég keypt nokkra pakka af sígarett- um. Þórhallur fann eitt sinn sígar- ettulykt af mér og heimtaði að ég léti hann fá pakkana. Ég gerði það, en hélt þó þremur pökkum eftir. Þetta kvisaðist út á meðal strák- anna og að lokum klagaði einn, það er alltaf einn sem klagar,“ seg- ir Helgi beiskur og heldur áfram: „Við vorum að borða þegar Þór- hallur kom í matsalinn. Hann reif mig upp frá borðinu og dró mig inn í herbergið mitt. Hann leitaði úti um allt þar til hann fann pakk- ana þrjá. Þá rann á hann slík reiði að ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Helgi. „Þá lamdi hann mig eins og harðfisk. Þá erum við ekki að tala um að hann hafi bara tuskað mig til, heldur lamdi hann mig eins og boxpoka. Ég datt á gólfið en hann reif í hnakkadrambið á mér, reigði mig aftur og hélt áfram að lemja mig miskunnarlaust í andlitið þar til það var beinlínis orðið tvöfalt,“ segir hann um þessa sársaukafullu minningu. Að lokum mun Þórhallur hafa dregið hann alblóðugan aftur að matarborðinu og segir Helgi að það hafi eingöngu verið gert til þess að niðurlægja hann. „Það var þá sem ég áttaði mig á því að hann væri sadisti,“ segir Helgi. Týndi lyklunum Að sögn Helga var ofbeldið verulegt á heimilinu á meðan þeir dvöldu þar. Einn piltanna sem dvaldi með honum þar virtist vera í mikilli ónáð hjá Þórhalli. „Eitt sinn vorum við að klára að borða. Þá gengum við úr mat- salnum inn í forstofu þar sem mikill og gamall ofn var upp við vegginn. Þar sáum við Þórhall misþyrma einum okkar. Eftir að hafa lamið hann ítrekað tók hann drenginn skyndilega á loft, rétt eins og sekk. Hann fleygði honum marga metra og strákurinn lenti á gamla ofninum. Hann var lengi að jafna sig og það mátti sjá mar eftir ofninn í margar vikur,“ segir hann og segir að sárast hafi verið að horfa upp á misþyrmingarnar. Aðspurður hvers vegna pilturinn var laminn segir Hilmar að svo virðist sem hann hafi týnt lykl- inum að herberginu sínu. Meira hafi ekki þurft til. Svarthol sadistans Þrátt fyrir að ofbeldið hafi ver- ið daglegt brauð var það annað og verra sem þeir óttuðust. „Í kjallaranum var hálfgerð- ur fangaklefi. Hann var um einn og hálfur metri á breidd og þrír á lengd. Búið var að hólfa hann með trérimlum þannig að það var ekki einu sinni hægt að fara með höfuð- ið á milli,“ segir Helgi og hryllir við tilhugsuninni. Klefinn var glugga- laus og ekkert nema myrkrið. Þar var enginn kollur og ekki beddi. Aðeins galtómt svartholið, að sögn Helga. Hann segir að pilturinn sem Þórhalli líkaði verst við hafi þurft að dúsa þar langtímum saman. „Hann henti honum oft í svarthol- ið og þar þurfti hann að vera upp í heilan dag,“ segir Helgi um nötur- lega vist félaga síns í svartholinu. Óttinn við svartholið var mik- ill, svo mikill að hann var oft við það að buga hrædda og hjálpar- vana drengina. Helgi segir að ógn- unin hafi alltaf vofað yfir þeim og frekar hefðu þeir viljað þolað meiri barsmíðar en að dvelja einir í myrkrinu, hræddir og óttaslegnir drengir, rétt um tíu ára gamlir. Jólin og nærsveitir „Jólin voru ekki góð, en við vor- um þó ekki lamdir á þeim tíma,“ segir Helgi þegar hann hugsar til baka. Hann segir að þeir hafi feng- ið gjafir frá kvenfélagi, en Þórhall- ur forstöðumaður hafði opnað þær allar áður. Telur Helgi að það hafi verið ein af hugmyndum Þór- halls um uppeldisaðferðir gagn- vart strákunum. Í raun opnaði Þórhallur allt sem þeir fengu eða sendu. Sjálfur seg- ist Helgi hafa sent nokkur bréf og myndir. Myndirnar komust aldrei til skila. Hugsanlega vegna þess að þeir voru hálfvannærðir og það sást á myndunum, að sögn Helga. „Ég varð aldrei saddur í þau tvö ár sem ég var í Breiðuvík,“ segir Helgi og bætir við að þeir hafi að- eins fengið lágmarksnæringu til að halda sér gangandi. Ekkert um- fram það. Jafnvel á jólunum var skammturinn drýgður. Aðspurður hvort enginn hafi orðið var við ofbeldið á bóndabýl- inu í Breiðuvík, segir hann að það hafi ekki verið mikill samgangur á milli fólksins þar og á upptöku- heimilinu. Hugsaði um hefnd í þrjátíu ár Sumarið 1969 slapp Helgi frá Breiðuvík. Þá reyndi hann að segja ömmu sinni frá gegndarlaus- um misþyrmingum sem piltarnir þurftu að þola. Hann segir að eng- inn hafi trúað honum, enda álitinn vandræðabarn. Hann segir vistina hafa markað djúp spor í sálu sína. „Ég hef alltaf átt erfitt með að treysta yfirvöldum eftir þetta. Ég var gríðarlega reiður út í allt og alla og á enn þann dag í dag erfitt með að hlýða yfirboð- urum,“ segir Helgi um átakanlega vistina. Hann segir erfiðast í minning- unni að hugsa til piltanna sem hann sá Þórhall misþyrma. Hann segir grimmdina hafa verið svo gríðarlega að hann hugsi enn sorg- bitinn til þeirra félaga sem voru samtímis honum á Breiðuvík. Hann gagnrýnir yfirvöld harð- lega. Segir ekki eðlilegt að mað- ur, sem áður var sjómaður, hafi verið fenginn til þess að starfa við þetta. Hann segir Þórhall ekki hafa haft neina menntun til starfsins og virðist sem uppeldistæki hans hafi verið ógnun og ofbeldi. „Í þrjátíu ár ætlaði ég til Hafn- arfjarðar þar sem Þórhallur bjó og lúskra á kallinum,“ segir Helgi sem er enn reiður vegna meðferðarinn- ar. Hann segist hafa vitað hvar Þór- hallur átti heima og hugsaði alvar- lega um að fara heim til hans og hefna fyrir meðferðina. Aðspurður hvað hafi stöðvað hann segir Helgi: „Það var bara ekki þess virði.“ Helgi er einn af þeim sem hefur braggast eftir vistina og starfar sem sölumaður í dag. Hann segist þó enn finna fyr- ir vanmáttarkennd vegna reynslu sinnar. Að hans sögn vekur stað- urinn upp mjög bitrar minning- ar. Meðferðin, sem hann hlaut er nokkuð sem hann mun aldrei ná sér af. Uppeldisheimilið í Breiðuvík á Vestfjörðum vekur enn þann dag í dag ugg á meðal þeirra sem þar voru vistaðir. Heimilið var stofnað árið 1953 og þar þurftu tæplega hundrað börn að sæta ómanneskjulegri vist þar sem misþyrmingar voru daglegt brauð. Helgi er eitt af Breiðuvíkurbörnunum svokölluðu. Aðeins ellefu ára gam- all var hann sendur vestur, það breytti honum til lífstíðar. Svarthol SadiStanS Helgi Davíðsson ein af fáum myndum sem til er af breiðuvík en þarna er Helgi davíðsson fyrir utan býlið árið 1968. „Ég datt þá á gólfið en hann reif í hnakkadrambið á mér, reigði mig aftur og hélt áfram að lemja mig miskunnar- laust í andlitið þar til það var beinlínis orðið tvöfalt.“ vítiSviSt BreiðuvíkurBarna Framhald á næstu opnu valur greTTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Jakobínu Davíðsdóttur, Valgeiri Erni Ragnarssyni, Önnu Kristine og Hjördísi Rut Sigurjónsdóttur. áSamT: segir Helgi Davíðsson, fyrrverandi vistmaður, að hann hafi hugsað um það í þrjátíu ár að hefna sín á Þór- halli Hálfdánarsyni fyrir það sem hann gerði honum og félögum hans í vistinni. Það eina sem fékk hann til þess að halda að sér höndum var skynsemin. Hann segir í viðtali við DV: „Mér fannst það bara ekki þess virði.“ Margir síafbrotamenn stigu sín fyrstu skref í Breiðuvík. Afbrota- maðurinn frægi Lalli Johns var vist- aður þar frá tíu ára aldri. Hann segir heimilið versta stað sem hann hafi komið á. Þó hefur hann lifað tímana tvenna. Í dag er hann á Litla-Hrauni þar sem hann afplánar refsidóm. Einnig komu tveir piltar þaðan við sögu Geirfinnsmálsins fræga. Þar var Sævar Ciesielski dæmdur fyrir manndráp. Mörg nöfn voru nefnd þegar leitast var við að safna upp- lýsingum. Í ljós kom að margir voru látnir og nokkrir vistmenn höfðu svipt sig lífi á unga aldri. Það er ljóst að tilvist uppeldis- heimilisins í Breiðuvík er svartur blettur á sögu þjóðarinnar. Mörg líf voru eyðilögð, sumir björguðust fyr- ir horn, aðrir áttu aldrei möguleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.