Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Qupperneq 20
Baugsmálið og afdrif ákæra í því gef-
ur til kynna að gildandi löggjöf sé ekki
nægilega skýr þegar kemur að því að
greina á milli hvað stjórnendur og
starfsmenn fyrirtækja mega og mega
ekki gera. Þar má tiltaka sérstaklega
hlutafélagalög og lög um ársreikn-
inga. Starfsumhverfi fyrirtækja hefur
gjörbreyst hin síðari ár en lögin hafa
ekki tekið jafn miklum breytingum.
Lögspekingur sem DV ræddi við
sagði að lögregla gæti átt í vandræð-
um með að greina hvaða gjörðir séu
refsiverðar og hverjar ekki. Hann sagði
málið færa heim sanninn um nauð-
syn þess að endurskoða gildandi lög-
gjöf um starfsemi á fjárlagamarkaði,
sérstaklega með tilliti til refsiheimilda
og mats á refsiþörf. Þetta gæti meðal
annars leitt til þess að rannsókn yrði
ekki nægilega afmörkuð eða yrði víð-
tækari en nauðsyn sé til, án þess þó
að hægt væri að fullyrða um að þetta
ætti við í Baugsmálinu, sagði viðmæl-
andinn sem baðst undan því að koma
fram undir nafni.
Þegar Bjarni Benediktsson, for-
maður allsherjarnefndar Alþingis,
var spurður álits á þessu sagðist hann
ekki hafa kynnt sér málið og því ekki
vilja tjá sig um það.
Heljarréttarhöld í uppsiglingu
Baugsmálið hefur undið gríðar-
lega upp á sig frá því lögregla gerði
húsleit í höfuðstöðvum Baugs 28. ág-
úst 2002. Ákæruliðirnir urðu
enda margir þegar ákæra var
birt tæpum þremur árum síðar.
Enginn þeirra hefur þó leitt til
sakfellingar, 32 var vísað frá og
8 leiddu til sýknudóma. Fjórir
sýknudómanna, þeir sem sneru
að bókhaldslögum, voru kveðnir upp
vegna þess að ekki þótti skýrt að lög
hefðu verið brotin. Ekki væri hægt að
sanna að lánin sem saksóknari taldi
að hefði verið svikist um að geta í
bókhaldi væru yfirhöfuð lán. Öðrum
ákæruliðum var öllum vísað frá þar
sem verknaðalýsingu var ábótavant
og brot eða heimfærsla refsiákvæða
ekki í samræmi við verknaðarlýsingu
eða jafnvel í mótsögn við hana.
Nú er ef til vill viðamesti hluti
Baugsmálsins fram undan. Annar
hluti hefst 12. mars þegar 18 af 19
ákæruliðum í endurákæru setts sak-
sóknara verða teknir til efnislegrar
umfjöllunar (þeim fyrsta, sem sneri
að kaupum á 10/11 búðunum, var vís-
að frá dómi). Þar sæta ákæru Jón Ás-
geir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson,
sem voru kærðir upphaflega, og Jón
Gerald Sullenberger sem var ákærð-
ur fyrsta sinni þegar endurákæran var
gefin út. Viðbúið er að málsmeðferð-
in taki langan tíma. Vitnin gætu orðið
120 talsins og mikið magn skjala ligg-
ur fyrir. Þá er búið að panta sal 101,
stærsta sal Héraðsdóms Reykjavíkur,
frá níu til fimm alla virka daga frá 12.
febrúar og út marsmánuð. Þetta eru
alls 34 dagar og 272 klukkutímar sem
er búið að bóka en eftir á að koma í
ljós hvort nýta þurfi allan tímann.
Eftir stendur svo skattrannsókn á
hendur fimm af upphaflegu sex sak-
borningunum. Sú rannsókn var færð
undir stjórn Rúnars Guðjónssonar,
sýslumanns í Reykjavík, eftir að
Hæstiréttur dæmdi Harald Johann-
essen ríkislögreglustjóra vanhæfan
vegna fyrri ummæla hans um Baugs-
mál.
Eðlilegur tími
„Ég held að þetta mál hafi, miðað
við stærðina, fengið svipaðan máls-
meðferðartíma og þekkist í mörg-
um öðrum málum,“ segir Jón H.B.
Snorrason, sem stýrði rannsókninni.
Jón segir mörg mál hafa verið jafn-
föstudagur 2. febrúar 200720 Fréttir DV
Jón ÁsgEir JóHannEsson
forstjóri baugs var ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik,
tollsvik og brot á ýmsum lögum sem varða hlutafélaga-
rekstur og bókhald. eftir að 32 ákæruliðum var vísað frá
í Hæstarétti var hann ákærður á ný fyrir fjársvik, ólög-
legar lánveitingar og bókhaldssvik. Hann var sýknaður
af tollsvikaákæru. Ákæru vegna Vöruveltunnar sem rak
10/11 var vísað frá. sætir skattrannsókn.
Kristín
JóHannEsdóttir
upphaflega var Kristín
ákærð fyrir fjárdrátt í tengsl-
um við viðskipti við fyrirtæki
Jóns geralds sullenberger
og thee Viking. Hún var líka
ákærð fyrir tollsvik vegna
innflutnings á bíl. Hæsti-
réttur sýknaði hana af þeirri
ákæru í síðustu viku og
lýsti hún þá yfir fullnaðar-
sigri. öðrum ákæruliðum
gegn henni var vísað frá og
hún ekki endurákærð. sætir
skattrannsókn.
rúnar guðJónsson
sýslumaðurinn í reykjavík var settur yfir
rannsóknina á meintum skattsvikum
fimm sakborninga í baugsmálinu eftir að
Hæstiréttur úrskurðaði Harald Johann-
essen ríkislögreglustjóra vanhæfan.
sigurður tómas magnússon
settur saksóknari eftir að ríkislögreglu-
stjóri og hans undirmenn sögðu sig frá
málinu og ríkissaksóknari áleit sig van-
hæfan til að fara með málið. sigurður
tómas hefur endurákært í hluta þeirra
ákæruliða sem vísað var frá og stýrði mál-
flutningi vegna þeirra sex sem áfram var
réttað um og sýknudómur féll í fyrir rúmri
viku síðan.
Jón H.B. snorrason
Yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóraembættisins stýrði rannsókn-
inni í baugsmálinu og gaf út upphaf-
legu ákærurnar 40. Hann fór frá málinu
þegar Hæstiréttur vísaði 32 ákæruliðum
frá dómi. Hann fór í nýtt starf um síðustu
áramót og er núna saksóknari og aðstoð-
arlögreglustjóri hjá höfuðborgarlögregl-
unni.
Haraldur JoHannEssEn
ríkislögreglustjóri og æðsti yfirmaður efna-
hagsbrotadeildar meðan á rannsókn baugs-
mála stóð og upphaflega ákæran kom fram.
Hæstiréttur úrskurðaði hann í ársbyrjun van-
hæfan til að stýra skattrannsókn gegn fimm
einstaklingum sem tengjast baugsmálinu
vegna ummæla hans um að hægt væri að
halda því fram með rökum að embættið væri
of „involverað“ í málið.
Jón gErald sullEnBErgEr
upphaf málsins má rekja til deilna Jóns geralds, eiganda Nordica,
við baugsmenn vegna viðskipta þeirra. Hann gekk á fund lög-
reglu og kærði stjórnendur baugs. rannsókn leiddi til ákæru á
hendur sex manns. Jón gerald var ekki ákærður fyrr en á síðasta
ári þegar settur saksóknari gaf út nýjar ákærur, þá fyrir aðstoð við
fölsun bókhalds vegna viðskipta baugs og Nordica.
styrmir gunnarsson
Hlutaðist til um að Jón steinar gunnlaugsson tæki að sér mál
Jóns geralds. ræddi við Kjartan gunnarsson, þáverandi fram-
kvæmdastjóra sjálfstæðisflokksins, og Jón steinar um mán-
aðamótin maí/júní 2002 um að Jón steinar tæki málið að sér.
sá einnig til þess að skjöl yrðu þýdd á ensku fyrir Jón gerald.
ræddi við Jónínu um skjöl sem fóru til skattrannsóknastjóra.
Jónína BEnEdiKtsdóttir
Hafði milligöngu um að mál Jóns geralds færi til lögreglu. ræddi
málið við styrmi gunnarsson og lagði mikla áherslu á að kært væri
í málinu. sóttist eftir aðkomu davíðs Oddssonar, þáverandi forsæt-
isráðherra að málinu. Kom skjölum til skattrannsóknastjóra. ekkert
varð af ákæru og sagði skattrannsóknastjóri í fréttablaðinu í sept-
ember 2005 að athugun hefði ekki leitt nein skattalagabrot í ljós.
Upphaflegir Sakborningar
rannSakendUr og SækjendUr
ÁKærð/ur í fyrstu ÁKæru BaugsmÁla
ÓSkýr lög og of margir ákærUliðir
Baugsmálið kann að hafa orðið viðameira
en ástæða er til vegna þess að lögin eru ekki
nægilega skýr, segir lögspekingur. Búið er
að panta dómsal til að rétta í málinu alla
virka daga í rúman einn og hálfan mánuð.
JóHannEs Jónsson
Var ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik
vegna viðskipta við fyrirtæki Jóns geralds
sullenberger, thee Viking og Vöruvelt-
unnar og tollsvik og rangfærslu skjala
vegna innflutnings á bíl. Hann var sýkn-
aður í Héraðsdómi reykjavíkur af ákæru
vegna bílsins og þeim dómi ekki áfrýjað.
öðrum ákæruliðum var vísað frá og hann
ekki ákærður í endurákæru setts saksókn-
ara. sætir skattrannsókn.
mætt til þingfestingar upphaflegu
ákærurnar 40 voru þingfestar í Héraðsdómi
reykjavíkur 17. ágúst 2005. tveimur
mánuðum síðar hafði öllum nema átta verið
vísað frá dómi. Ný ákæra með nítján liðum
var gefin út í apríl í fyrra og verða 18 liðanna
teknir fyrir í þessum mánuði og þeim næsta.
„Svona margir liðir verða
dálítið til að flækja málið.“
BrynJólfur Þór guðmundsson
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
ÁKærð/ur í EndurÁKæru BaugsmÁla
sætir sKattrannsóKn