Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 25
FÖSTUDAGUR 2. FebRúAR 2007DV Helgarblað 25
„Það er algengt að lesblinda hái
fólki í daglegu lífi án þess að nokkur
sjái tengingu milli daglegra athafna
og lesblindu. Í raun er um skynvillu
að ræða, því það er algengt að þetta
fólk eigi erfitt með að muna, það
gleymir sér oft, er áttavillt og er lengi
að greina á milli hægri og vinstri svo
eitthvað sé nefnt,“ segir Kolbeinn
Sigurjónsson, ráðgjafi hjá Lesblindu
setrinu.
Kolbeinn segir jákvæðar hliðar
lesblindu hins vegar þær að lesblind
ir hafi gjarnan fjörugt ímyndunarafl
og rík sköpunargáfa sé fylgifiskur
lesblindu; jafnvel orsök hennar.
„Við köllum það lesblindu þeg
ar einstaklingur glímir við erfið
leika tengda lestri; lestur, lesskiln
ing og einbeitingu, en reikniblinda
er tengd stærðfræði. Einstaklingur
inn getur haft annað hvort eða hvort
tveggja. Þegar ég tala um erfiðleika
tengda stærðfræði, reikniblindu, þá
á ég við að skilningi á grunnhug
myndum stærðfræðinnar sé ábóta
vant. Barn getur lært að telja frá ein
um upp í tíu, án þess að gera sér
grein fyrir hvaða magn eða fjöldi er
raunverulega á bak við tölustafinn
eða táknið. Þannig getur 1 verið eins
og a, en 2 eins og b; einfaldlega tákn
með hljóði. Oftast er einnig mjög
erfitt að kenna þeim á klukku,“ seg
ir Kolbeinn.
Hann segir kennara oftast benda
foreldrum á að lesblinda geti átt þátt
í erfiðleikum barnsins við að ná tök
um á lestri. Alltof oft segi foreldr
ar þó þá sögu að þeir hafi gengið á
veggi innan skólakerfisins og finn
ist eins og ekki sé hlustað á þá. Mörg
dæmi séu um krakka sem jafnvel
séu komnir upp í 3. bekk og kunni
ekki stafina – eftir þrjú ár í skóla.
„Ég hef í raun litlar upplýsingar
um hvort viðkomandi nemandi hafi
verið talinn óþægur eða heimskur,
en langflestir sem til okkar leita og
eru uppkomnir þekkja þessa upp
lifun að hafa verið stimplaðir toss
ar og letingjar. Sjálfir gefa þeir oft þá
skýringu að þeim hafi einfaldlega
leiðst.“
Kolbeinn segist vilja trúa því að
flestir kennarar viti eitthvað um les
blindu, eins og hver helstu einkenn
in eru.
„Það er bara ein ástæða fyrir því
að hjá okkur eru biðlistar í nám
skeið. Hún er sú að innan skólakerf
isins eru stórir hópar barna sem ekki
fá úrræði við sitt hæfi innan skóla
kerfisins. Ef allir gætu lesið, þá væri
Lesblindusetrið ekki til, svo einfalt
er það. En fordómarnir eru víða.
Mér er það minnisstætt þegar kenn
ari kvaddi nemanda sinn sem bað
um vikufrí til að koma til okkar, með
orðunum: „Þú þarft ekkert að fara á
námskeið, þú ert bara latur.“
Nánari upplýsingar má finna á
lesblindusetrid.is
Kolbeinn Sigurjónsson
Það eru mörg dæmi um
krakka sem eru jafnvel komnir
upp í 3. bekk og kunna ekki
stafina – eftir þrjú ár í skóla.
Kolbeinn Sigurjónsson, Davis-ráðgjafi hjá Lesblindusetrinu:
Fordómar og FáFræði
Okkur foreldrana var farið að gruna að ekki væri allt með felldu hvað varðaði hæfni hans til að læra,
ekki síst vegna þess hversu lestrar
kunnátta hans var léleg,“ segir Ómar
Svavarsson. „Svavar Tryggvi hefur
alltaf átt erfitt með að læra og þurfti
miklu lengri tíma og meiri aðstoð en
eldri bróðir hans. Hann var kominn í
aukatíma í skólanum en það skilaði
ekki meiri árangri en almenna nám
ið. Skriftin bar þess einnig merki að
eitthvað væri að. Hann víxlaði stöf
um og sneri þeim jafnvel öfugt. Eftir
að hafa lesið viðtal og grein á netinu
fann ég Lesblindusetrið og ráðgjafa
að nafni Sigrún Jensdóttir. Ég pant
aði viðtalstíma og fór með Svavar
Tryggva í gegnum próf og mat hjá
henni. Niðurstaðan úr því var að
drengurinn væri lesblindur og að
Davistæknin væri mjög líkleg til að
nýtast honum.“
Fannst ég hafa brugðist syni
mínum
Hversu mikinn skilning hafðir þú
á lesblindu áður en þú fórst að kynna
þér málið?
„Ég hafði lítinn sem engan skiln
ing á lesblindu og taldi ástæðuna fyr
ir þessu miklu frekar vera almennt
áhugaleysi stráksins á að læra, leti
eða hreinlega að hann væri bara
seinni til en aðrir. Það er erfitt að lýsa
því hvernig faðir bregst við niður
stöðu sem þeirri að drengurinn hans
sé lesblindur. Fáfræði mín gerði það
að verkum að ég var ekkert himinlif
andi yfir þessum fréttum, en eftir að
Sigrún fór yfir málin og útskýrði les
blindu fyrir mér og hversu mikil gjöf
þetta væri í raun og veru, þá tók ég
gleði mína á ný. Jafnframt uppgötv
aði ég hversu einstakur Svavar er og
að það væri okkar foreldranna að
styðja við hann og hvetja áfram. Þeg
ar ég fór svo að velta þessu fyrir mér
varð ég fyrir miklum vonbrigðum og
í raun sársvekktur út í sjálfan mig
fyrir að hafa brugðist honum með
því að uppgötva þetta ekki fyrr. Eftir
á að hyggja eru nokkur viðvörunar
ljós sem ég hefði átt að kveikja á, eins
og lestrarörðugleikar, stafabrengl og
að snúa tölunum 4 og 7 stöðugt við.
Einnig bar skrifað mál hans vitni um
að hann skrifaði orð eftir því hvern
ig það er sagt frekar en réttri ritun
þess.“
En skólinn brást líka að mati
Ómars.
„Eina úrræðið sem skólinn hafði
var að setja hann í aukatíma, líkt og
önnur börn í svipaðri stöðu. Ef að
ferðafræðin virkar ekki í almennri
skólastofu, þá virkar hún ekki í sér
kennslustofu. Ég geri mér grein fyr
ir að þær aðferðir sem menntakerfið
notar miðast við meirihluta nem
enda og eru eflaust árangursrík
ar sem slíkar, en það hlýtur að vera
sjálfsögð krafa að allir njóti sömu
réttinda og fái kennslu við hæfi. Ég
fékk reyndar mikinn skilning og
mögulegan stuðning hjá Mennta
sviði Reykjavíkurborgar, þar sem
fulltrúi þess taldi þetta frekar snú
ast um ábyrgð menntastofnana og
þeirra sem þar ráða.“
Meiri framfarir á sjö dögum en
mörgum árum
Foreldrar Svavars Tryggva sendu
hann á námskeið hjá Lesblindursetr-
inu í fyrrasumar og þeim tíma og pen-
ingum sem í það fór var vel varið að
mati Ómars.
„Lesblindusetrið er að gera frá
bæra hluti og starfsfólk þess er ynd
islegt. Sigrún Jensdóttir, ráðgjafi hans
Svavars, hefur gert ótrúlega hluti með
strákinn og hefur með þekkingu sinni
og færni náð því besta fram í honum.“
Fékkstu styrk til að koma Svavari
Tryggva á námskeið í Lesblindusetr-
inu?
„Nei, það fékk ég ekki, enda held
ég að maður leggi allt annað til hliðar
þegar hlutirnir snúast um menntun
og velferð barnanna. En það er auð
vitað ekki á allra færi að kosta barnið
sitt gegnum námið.“
Framfarir Svavars Tryggva segir
Ómar hafa verið ótrúlegar.
„Á sjö dögum sýndi hann meiri
framfarir en nokkurn tíma áður. Það
var hreint út sagt undravert og þegar
við fengum að sjá myndbandsupp
töku af lestri hans fyrir og eftir var ekki
laust við að maður táraðist. En það
var bara upphafið. Að lokinni þess
ari viku fylgdi mikil þjálfun heima og
markmiðið var að hann tileinkaði sér
þessa aðferðafræði. Allir í fjölskyld
unni hafa stutt vel við bakið á honum
og hann hefur launað það með mikl
um framförum og metnaði. Líf hans
er allt annað í dag. Það er ótrúlegt að
upplifa að hann getur nú lesið án allr
ar aðstoðar og stöðugra leiðréttinga
þeirra sem á hlýða. Hann hefur öðl
ast færni til þess að takast á við skóla
gönguna og nýtur þess til fulls. Nú
getur hann lesið án þess að fá stöðug
an höfuðverk. En þetta er vinna, það
þarf að halda þessu við og hann er
enn að læra ný orð og orðatiltæki.“
Að sögn Ómars er Svavar Tryggvi
jákvæður strákur, sem er alltaf boðinn
og búinn að aðstoða aðra.
„Hann hefur alltaf verið mikið fyr
ir útileiki með vinum sínum. Hann er
trúr og traustur vinur og mikill húm
oristi. Hann stendur við það sem
hann lofar og gleymir alls ekki því sem
aðrir lofa honum... Hann er hrikalega
minnugur!” segir Ómar og bætir við
að hann finni bara einn ókost í fari
sonar síns: „Hann heldur með Liver
pool!“
annakristine@dv.is
Stoltur af syninum Ómar segir
ekki laust við að hann hafi tárast
þegar hann horfði á myndbands-
upptöku af syni sínum að lesa
upp, fyrir og eftir námskeið.
Svavar Tryggvi er ellefu ára og hefur átt erfitt með að læra. Faðir hans Ómar Svavarsson segist hafa haft lítinn
sem engan skilning á lesblindu og ásakaði sjálfan sig þegar drengurinn var greindur með lesblindu í fyrra.
Undraverður árangur
„Á sjö dögum sýndi hann meiri framfarir en
nokkurn tíma áður. Það var hreint út sagt
undravert og þegar við fengum að sjá mynd-
bandsupptöku af lestri hans fyrir og eftir var
ekki laust við að maður táraðist.“
á sjö dögum