Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Page 31
Leikmannamarkaðinum í Evr-
ópu var lokað í vikunni. Þrátt fyrir að
nokkrir nafnkunnir leikmenn hafi far-
ið á milli félaga þá er óhætt að segja að
þetta hafi verið nokkuð rólegur jan-
úarmánuður miðað við undanfarin
ár. Stóru liðin á Englandi höfðu frek-
ar hægt um sig, að Liverpool undan-
skildu, og sömu sögu er að segja af öðr-
um stærstu deildum Evrópu. Stjórar
liðanna sem taka þátt í Evrópukeppn-
um eru oftast að leita að leikmönnum
sem hafa ekki spilað í Evrópukeppn-
um á leiktíðinni, svo hægt sé að nota
þá leikmenn í þeim keppnum og af
þeim sökum voru stærstu liðin róleg.
Nóg að gera hjá West Ham
Eggert Magnússon og félagar hans
hjá West Ham höfðu í nógu að snúast
í janúar. Félagið fékk sex leikmenn til
félagsins, þá Lucas Neill frá
Blackburn, Luis Boa Morte
frá Fulham, Nigel Quashie
frá Southampton, Call-
um Davenport frá Tot-
tenham, Matthew Ups-
on frá Birmingham og
Kepa Blanco að láni
frá Sevilla. Félag-
ið er í mikilli fall-
baráttu og ljóst að
Eggert er til í að kosta
miklu í þeirri til-
raun að halda liðinu
í ensku úrvalsdeild-
inni.
Chelsea,
Manchester Unit-
ed og Ars-
enal tóku
því rólega
í janúar en
Liverpool
var öllu duglegra. Liverpool fékk til
sín spænska hægri bakvörðinn Alvaro
Arbeloa frá Deportivo La Coruna og
á síðustu stundu fékk félagið leyfi til
að fá Argentínumanninn Javier Mas-
cherano frá West Ham að láni.
Lengi vel var útlit fyrir að Liverpool
fengi ekki Mascherano þar sem hann
hafði leikið með tveimur öðrum lið-
um síðustu tólf mánuði, West Ham og
Corinthians. Macherano hefur þó ekki
enn fengið leikheimild með Liverpool
en enska knattspyrnusambandið hef-
ur tekið málið til skoðunar. Auk þess-
ara leikmanna fékk Liverpool nokkra
unga leikmenn til liðs við sig sem ef-
laust koma vel að notum í framtíðinni.
Enski bakvörður-
inn Michael Ball, sem
var á mála hjá PSV
í Hollandi, fór til
Manchester City.
Ball lék áður með
Everton og Rangers
áður en hann fór til PSV
en hann átti erfitt með
að vinna
sér sæti í
hollenska
liðinu og
gæti reynst
liði Manchester City góður fengur.
Martin O’Neill tók örlítið til í her-
búðum Aston Villa. Milan Baros fór
frá Aston Villa til Lyon en á móti fékk
Aston Villa Norðmanninn John Carew
frá franska liðinu. Auk hans gekk Ast-
on Villa frá kaupum á Ashley Young frá
Watford og Shaun Maloney frá Celtic.
Davids aftur á æskuslóðir
Tottenham lét Hollendinginn Edgar
Davids fara til Ajax en þar hlaut Dav-
ids einmitt eldskírn sína sem atvinnu-
maður eftir að hafa verið í unglingaliði
Ajax. Líklegt þykir að hann muni enda
feril sinn þar en Davids hefur leikið
með liðum eins og AC Milan, Juventus
og Inter Milan á ferlinum. Tottenham
keypti hins vegar portúgalska varnar-
manninn Ricardo Rocha frá Benfica
en hann átti afleitan leik í sínum fyrsta
leik með nýja félaginu á miðvikudag-
inn þegar Tottenham tapaði fyrir Ars-
enal, 3-1.
Af öðrum viðskiptum sem áttu sér
stað á Englandi má nefna að Ítalinn
Massimo Maccarone yfirgaf Middles-
brough og gekk í raðir Siena í heima-
landi sínu, en Gareth Southgate, stjóri
Middlesbrough, lét hins vegar varnar-
manninn Ugo Ehiogu fara til skoska
liðsins Glasgow Rangers. Þá keypti
Wigan nígeríska sóknarmanninn Juli-
us Aghahowa frá Shakhtar Donetsk.
Bolton gekk frá kaupum á tveim-
ur slóvenskum leikmönnum í jan-
úar, þeim Zoltan Harsanyi og Lu-
bomir Michalik, sem báðir komu frá
slóvenska liðinu FC Senec auk þess
sem að David Thompson, fyrrverandi
leikmaður Liverpool og Coventry, kom
til Bolton frá Portsmouth.
Harry Redknapp keypti þrjá leik-
menn til Portsmouth en það eru þeir
Lauren, sem keyptur var frá Arsenal,
Djimi Traore, frá Charlton, og þá kom
Arnold Mvuemba til Portsmouth frá
Rennes í Frakklandi að láni. Einu við-
skipti Newcastle í janúar voru þau að
bandaríski landsliðsmiðvörðurinn
Oguchi Onyewu kom til Newcastle að
láni frá belgíska liðinu Standard Liege.
Hermann Hreiðarsson og félagar
hans hjá Charlton fengu liðsstyrk í jan-
úar en félagið fékk ungstirnið Alexand-
re Song að láni frá Arsenal og keypti
varnarmennina Madjid Bougherra
frá Sheffield Wednesday og hinn um-
deilda Ben Thatcher frá Manchester
City.
Chris Coleman stjóri Fulham, sem
Heiðar Helguson leikur með, fékk fjóra
leikmenn til liðsins. Fyrstan skal nefna
ítalska framherjann Vincenzo Mont-
ella sem kom frá Roma en auk hans
fengu þeir Clint Dempsey frá New
England Revolution í Bandaríkjunum,
Alexei Smertin frá Dynamo Mosvku og
Simon Davies frá Everton.
Ronaldo aftur til Mílanóborgar
AC Milan var duglegast allra liða
á Ítalíu í janúar en liðið er að berjast
við að ná Meistaradeildarsæti á þess-
ari leiktíð. Athyglisverðustu viðskiptin
í janúar voru þau að AC Milan gekk frá
kaupum á Ronaldo frá Real Madrid.
Ronaldo hefur þá spilað með báðum
Mílanóliðunum, Inter og AC, og er því
tíundi erlendi leikmaðurinn til að spila
með þessum erkifjendum.
Ronaldo hefur skorað 74 mörk í
112 leikjum fyrir brasilíska landsliðið
en honum er ætlað að fylla það skarð
sem Andriy Shevchenko skildi eftir
sig þegar hann fór til Chelsea síðasta
sumar. Helsti akkilesarhæll AC Milan á
leiktíðinni hefur verið hversu fá mörk
liðið hefur skorað og ef Ronaldo nær
sér á strik með liðinu gæti hann orðið
ómetanlegur. Ronaldo er ekki lögleg-
ur með AC Milan í Meistaradeild Evr-
ópu vegna þess að hann lék með Real
Madrid í þeirri sömu keppni fyrr á leik-
tíðinni.
AC Milan keypti einnig ítalska
landsliðsmanninn Massimo Oddo frá
Lazio. Oddo er þrítugur að aldri og
skrifaði undir fjögurra ára samning
við AC Milan en hefur verið einn helsti
leikmaður Lazio á síðustu árum.
Af öðrum liðum á Ítalíu má
nefna að
Parma fékk Giuseppe Rossi að láni frá
Manchester United, svissneski miðju-
maðurinn Reto Ziegler var lánaður til
Sampdoria frá Tottenham og Messina
gekk frá kaupum á Vincent Candela.
Ungir leikmenn til
Real Madrid
Real Madrid keypti
þrjá unga leikmenn
til félagsins í
mánuðinum.
Argentínu-
mennirnir
Gonzalo
Higuain
og Fern-
ando Gago komu
snemma í mánuð-
inum og hafa báð-
ir sett svip sinn á liðið
á þeim stutta tíma sem
þeir hafa leikið með lið-
inu. Bras-
ilíski bak-
vörðurinn
Marcelo
kom til liðs-
ins á svip-
uðum tíma, en hann meiddist alvar-
lega í byrjun ársins og hefur enn ekki
leikið með liðinu. Einnig kom brasil-
íski sóknarmaðurinn Ricardo Oliveira
til Real Madrid að láni frá AC Milan, en
það var hluti af viðskiptunum á milli
Real Madrid og AC Milan þegar geng-
ið var frá sölunni á Ronaldo.
Talið að Real Zaragoza hafi gert
reifarakaup þegar félagið keypti brasil-
íska bakvörðinn Gustavo Nery frá Cor-
inthians. Þá var danski sóknarmað-
urinn Jon Dahl Tomasson lánaður til
Villarreal frá Stuttgart en hann er ein-
göngu fimmti leikmaðurinn í sögunni
til að hafa leikið í fjórum stærstu deild-
um Evrópu.
Sofandaháttur í Þýskalandi
Hafi mönnum þótt leikmanna-
markaðirnir á Spáni og Ítalíu rólegir,
þá er óhætt að segja að sofandaháttur
hafi verið á markaðnum í Þýskalandi.
Bayern München hvorki
seldi né keypti leikmann
í janúar og því er ljóst að
hinn langþreytti orðrómur
um að Owen Hargreaves sé
á leið til Manchester United
mun halda áfram að minnsta
kosti fram á næsta sumar.
Werder Bremen keypti
tvo leikmenn í mánuðin-
um, sænska sóknarmann-
inn Markus Rosen-
berg frá Ajax og
Peter Niemey-
er frá Twente.
Stuttgart keypti
sóknarmann-
inn Benjamin Lauth frá Hamburg en í
stað hans var króatíski sóknarmaður-
inn Ivica Olic frá CSKA Moskva keypt-
ur til Hamburg.
Rólegur
janúar-
mánuður
ÍþRóttamolaR
Cisse aftur í
landsliðið
Djibril Cisse leik
maður Marseille
hefur hlotið náð
fyrir augum Ray
monds Domen
ech landsliðsþjálf
ara Frakka fyrir
æfingarleik gegn
Argentínumönnum í næstu viku. Cisse
fótbrotnaði skömmu fyrir HM síðastliðið
sumar en hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum
með Marseille, þar sem hann er í láni frá
Liverpool.
Þrír reknir
Á miðvikudag
inn var þremur
þjálfurum sagt
upp störfum í
þýsku deildinni.
Thomas Doll var
rekinn frá Hamb
urg en liðið er nú
í neðsta sæti deildarinnar, Felix Magath
var látinn taka pokann sinn hjá Bayern
München eftir að Bæjarar höfðu byrjað
illa eftir jólafrí og hann tók við starfi Dolls
í gær. Þá var Juup Heinkes látinn fara frá
Borussia Mönchengladbach.
NFL til
Englands
Roger Good
ell forseti
NFLdeild
arinnar
tilkynnti
við upp
haf Super Bowlhelgarinnar að Miami
Dolphins og NY Giants muni spila deild
arleik í London á næsta tímabili. Þetta
verður fyrsti alvöru NFLdeildarleikurinn
sem fram fer í Evrópu en áður hafði NFL
deildin haldið sýningarleiki þar.
Sydney kærir Yorke
FC Sydney hef
ur kært Dwight
Yorke fyrir samn
ingsrof. Yorke
hjálpaði Sydney
að vinna deildar
meistaratitil áður
en hann snéri aft
ur til Englands þar
sem hann leikur undir stjórn fyrrverandi
samherja síns Roy Keane. Sydneymenn
vilja meina að Yorke hafi rofið samning
sinn við liðið þegar hann ákvað að ein
beita sér að undirbúningi fyrir HM með
Trínidad og Tóbagó.
Payton þjálfari
ársins
Sean Payton þjálfari
New Orleans Saints
var í gær valinn besti
þjálfarinn í NFL
deildinni. Kosið var á
vefsíðunni nfl.com.
Saints vann aðeins
þrjá leiki árið 2005
en tíu á þessu tíma
bili. Liðið tapaði fyrir
Chicago Bears 39–14 í undanúrslitum
NFLdeildarinnar og voru það mikil von
brigði fyrir hinn 43 ára gamla þjálfara.
Cowboys vantar þjálfara
Dallas Cowboys
í NFLdeildinni
mun ekki tilkynna
fyrr en eftir Super
Bowl hver taki við
starfi Bills Parcells
sem hætti 22. janúar.
Eigandi Dallas Jerry
Jones mun hafa rætt
við átta þjálfara sem
koma til greina, en
vill bíða með að taka
ákvörðun þangað til eftir Super Bowl því
hann vonast til að varnarþjálfari Chicago
Bears Ron Rivera íhugi að taka starfið að
sér. Cowboys hefur ekki unnið leik í úr
slitakeppninni síðan 1996.
„Alonso er
ofmetinn"
Flavio Briatore,
framkvæmdastjóri
Renault í Formúlu 1,
segir að heimsmeist
arinn Fernando
Alonso sé ofmetinn.
„Alonso er góður en
ekki eins góður og
fólk vill meina,“ sagði
Briatore og hann
hefur mikla trú á Heikki Kovalainen, öku
manni Renault. „Kovalainen minnir mig á
Schumacher og Alonso þegar þeir voru
ungir og ég sé ekki af hverju hann ætti
ekki að verða jafngóður og þeir.”
Í byrjun febrúar er við hæfi að líta á helstu viðskipti sem áttu sér stað á leikmannamark-
aðinum í Evrópu í janúar. Ekki verður annað sagt en að risarnir í Evrópu hafi haft hægt
um sig en stærstu viðskiptin voru eflaust kaup AC Milan á Ronaldo.
Milan Baros
Yfirgaf Aston Villa í janúar en
enska liðið fékk John Carew
til að leysa hann af hólmi.
Javier Mascherano
Eftir langa baráttu fékk
Mascherano loks leyfi til að
fara frá West Ham til Liverpool.
Edgar Davids
Er kominn á kunnuglegar slóðir, en
hann lék með Ajax á árum áður og
vann meðal annars Meistaradeild
Evrópu með félaginu.
Lucas Neill
Ákvað að ganga í raðir West
Ham eftir að hafa verið orðaður
við Liverpool lengi vel.
Massimo Oddo
Draumur hans rættist þegar
hann skrifaði undir samning við
AC Milan í janúar.
Fernando Gago
Þessi ungi Argentínumaður
hefur fallið vel að leik Real
Madrid frá því að hann kom til
liðsins frá Boca Junior í janúar.
Markus Rosenberg
Sænski sóknarmaðurinn
Markus Rosenberg kom til
Werder Bremen frá Ajax.
DV Sport FöSTuDAGuR 2. FEBRúAR 2007 31