Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 34
FÖSTUDAGUR 2. FebRúAR 200734 Sport DV
M
ikill uppgangur hef-
ur verið í Hnefa-
leikafélagi Reykja-
ness undanfarin ár.
Félagið flutti nýver-
ið í nýtt húsnæði þar
sem gamla æfinga-
húsnæðið var einfaldlega of lítið. Nýja
æfingahúsnæðið er þar sem áður var
gamla sundhöllin og það húsnæði
hentar einkar vel til hnefaleikaæfinga.
Guðjón Vilhelm, yfirþjálfari Hnefa-
leikafélags Reykjaness, var ánægður
með nýja æfingahúsnæðið. „Við feng-
um þetta hús um miðjan janúar, tók-
um tvo daga í að loka lauginni og setja
upp púða og núna er hægt að segja að
starfsemin sé að komast í eðlilegan
gang eftir áramótin. Við vorum áður
að æfa í gömlu fiskhúsi sem hentaði
mjög illa. Það voru til dæmis engir
sturtuklefar í því húsi, þannig að þetta
er bara bylting fyrir okkur,“ sagði Guð-
jón og það vantar ekki iðkendur í fé-
lagið.
„Við erum með 109 iðkendur á
grunnskólaaldri og gamla aðstaðan
bar þann fjölda engan veginn, það var
ekki einu sinni hægt að bjóða þess-
um krökkum upp á sturtuklefa. Þetta
húsnæði sem við erum í núna býð-
ur upp á það að við getum bæði haft
fjölmenna tíma og einnig haldið mót,
án mikillar fyrirhafnar, hvort sem það
eru lítil innanfélagsmót eða jafnvel
stór alþjóðamót eins og við ætlum að
halda núna í febrúar,“ sagði Guðjón
en Hnefaleikafélag Reykjaness mun
standa fyrir móti 17. febrúar þar sem
15 hnefaleikamenn frá hnefaleikafé-
lagi frá Dublin á Írlandi munu keppa
gegn Reyknesingum.
Guðjón segir að iðkendum hjá
Hnefaleikafélagi Reykjaness hafi fjölg-
að mikið á síðasta ári. „Við vorum lengi
vel með um það bil 30 iðkendur en
síðan varð einfaldlega sprenging. Við
ákváðum að taka inn átta ára krakka
á síðasta ári og einbeita okkur meira
að unglingunum og byggja starfið upp
á unglingastarfi. Við auglýstum eftir
iðkendum og ég bjóst kannski við að
fá um 20 eða 30 krakka en að fá 109
krakka kom mér virkilega á óvart.
Húsið sem við vorum í fyrir ára-
mót bar ekki þennan fjölda en þetta
hús sem við erum í núna gerir það
og svo lengi sem við erum með þetta
hús og þessa aðstöðu þá getum við
staðið undir þessum fjölda og jafn-
vel fleirum,“ sagði Guðjón og bætti við
að Hnefaleikafélagið hafi fengið mik-
inn stuðning frá bæjaryfirvöldum í
Reykjanesbæ.
„Við höfum alltaf fengið gríðar-
lega mikinn stuðning frá Reykjanes-
bæ og ég leyfi mér nú að segja það að
Reykjanesbær er allra bæja opnast-
ur fyrir því að styðja þessa íþrótt. Það
var erfitt þegar við vorum með 20 til
30 krakka að æfa að biðja um 500 fer-
metra hús en í þessu tilfelli þurfti egg-
ið að koma á undan hænunni. Við
þurftum fyrst að sýna að við gætum
náð í þennan krakkafjölda til þess að
ná athygli þeirra sem ráða. Fyrir ára-
mót þá vorum við komnir með 109
krakka og gamla húsið var gjörsam-
lega sprungið og því varð að bregðast
við. Þetta hús stóð tómt og í raun og
veru er þetta hús eins og teiknað fyrir
boxæfingar, þetta er algjör draumaað-
staða,“ sagði Guðjón.
Boðskapurinn er jákvæður
Aldursskiptingin hjá Hnefaleika-
félagi Reykjaness er átta til tólf ára og
tólf til fimmtán ára og Guðjón sagði
að unglingaflokkurinn væri að koma
sterkur inn. „Ætli það séu ekki um
60 til 70 unglingar á aldrinum tólf til
fimmtán ára að æfa hjá okkur núna.
Það er ég rosalega ánægður með, að
vera að fá þá krakka inn. Flestir þess-
ara krakka stunduðu ekki aðrar íþrótt-
ir áður og ég vil meina að það sé tals-
vert mikið forvarnargildi að fá krakka
á þessum aldri í íþróttir. Ég er mjög
ánægður að fá þennan aldurshóp inn
í boxið. Boðskapurinn sem er hér inni
er bara jákvæður.
Krakkarnir koma hingað inn og
vilja boxa en þeir þurfa að fara í gegn-
um ákveðið æfingaferli og ná ákveð-
inni æfingagetu og ákveðnum aga
áður en þau fara að boxa. Það er mjög
jákvætt að krakkarnir séu til í að leggja
það á sig, þetta eru mjög orkumiklir
unglingar,“ sagði Guðjón en það gilda
ákveðnar reglur utan æfinga fyrir þá
krakka sem stunda hnefaleika.
„Ég brýni það reglulega fyrir þess-
um krökkum að hnefaleikar eru stór-
hættulegt fyrirbæri þegar menn mis-
nota það. Þeir verða að gera sér grein
fyrir því að ekki er hægt að vita fyrir-
fram hvaða afleiðingar það mun hafa
að gefa einhverjum á kjaftinn. Það
sem þau læra hérna, með hanska og
með grímu, það er eitthvað sem þau
fá ekki að gera utan félagsins og það
er einfaldlega hrein brottrekstrarsök
ef menn verða uppvísir að því að mis-
nota hnefaleikana.“
Börn og unglingar eru ekki eini
hópurinn sem æfir hnefaleika hjá
Hnefaleikafélagi Reykjaness og ekki
eru allir í þessu til að keppa. „Eftir
fimmtán ára aldurinn tekur við hópur
sem er sextán ára og eldri. Þar erum
BoxBylting í ReykjanesBæ
Þeim sem stunda æfingar hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness
hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu og eru nú um 150.
Gamla æfingahúsnæðið bar ekki þennan fjölda en nýverið flutti
félagið sig um set og nú er æft við toppaðstæður.
Tekið á því Það vantaði ekki áhugann
í unglingahópinn sem var á æfingu
þegar DV tók hús á félaginu.
DV Mynd/Stefán
Hringurinn Aðstaðan hjá Hnefaleika
félagi Reykjaness er til fyrirmyndar og
félagið hefur sóst eftir að halda
Íslandsmótið í mars. DV Mynd/Stefán
Stunga Hjá Hnefaleikafélagi
Reykjaness eru 109 iðkendur á
aldrinum 8 til 15 ára en þeim hefur
fjölgað gríðarlega síðasta árið.
DV Mynd/Stefán
DV MynDiR stefán