Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Page 46
efnið er aðalatriðið en umgjörðin
skiptir ekki síður máli, þegar fallega
er lagt á borð verður maturinn enn
betri,“ segir Ásthildur að lokum.
Súpan góða
Fyrir 6–10
Soð:
l Skeljarnar af humrinum
l 4 geirar hvítlaukur, marinn
l 1 laukur, saxaður gróft
l ½ blaðlaukur, saxaður
l 3 gulrætur, saxaðar
l 2 dósir tómatar
(stewed tomatoes frá Hunt‘s)
l 1 dós tómatpuré (Hunt‘s)
l 3 msk. humarkraftur
(Oscar‘s er alveg ágætt)
l 2–3 teningar fiskikraftur (Knorr)
l 3–4 l vatn
l 2 dl hvítvín
l Góð sletta af koníaki
l 1 msk. Maldonsalt
l Nokkrir góðir snúningar af
svörtum pipar
l ½ tsk. chillipiparduft
l 2 lárviðarlauf
l Smjörklípa og smá ólívuolía
Súpa:
l 400 gr humar í skel, takið
humarinn úr skelinni og
garndragið.
l 400 gr smálúða (sjóðið í 3 mínútur
í vatni með salti, piparkornum og
lárviðarlaufi, bein- og roðhreinsið)
l 400 gr rækja, þorskur eða
skelfiskur (endilega blanda
mismunandi tegundum)
l 2 dósir tómatar (stewed tomatoes
frá Hunt‘s)
l 1 lítil dós tómatpuré
l Humarkraftur og fiskikraftur eftir
smekk (Oscar‘s eða Knorr)
l Smá meira hvítvín og enn ein
slettan af koníaki
l 1–2 msk. af Eftirlæti
hafmeyjunnar frá Pottagöldrum
l 1 búnt af steinselju, saxað
(geymið smá til að skreyta með)
l Smá pipar og salt
l 5 dl rjómi
l 3 msk. koníak
aðferð
Setjið skeljar í poka og
lemjið aðeins með kjöt-
hamri. Bræðið smjör og olíu í
stórum, víðum potti. Steikið
grænmetið í smjörinu uns
það verður mjúkt. Bætið þá
skeljunum út í og steikið
áfram við frekar háan
hita. Gætið þess að
brúna ekki grænmetið.
Bætið nú vatninu út í
og látið suðuna koma upp. Kryddið.
Bætið sigtuðu lúðusoðinu út í. Látið
krauma við vægan hita í tæpan
klukkutíma eða lengur, eftir því hvort
tímahrakið er mikið.
Hellið koníaki yfir fiskinn og látið
hann marínerast meðan soðið sýður.
Sigtið súpusoðið í pott og bætið
tómötum og tómatpuré eftir smekk út
í. Súpan á að vera fallega rauðbleik.
Kryddið og smakkið til og látið súpuna
sjóða kröftuglega í um það bil 20
mínútur.
Þeytið rjómann og bætið koníaki út í.
Setjið þá fiskinn út í súpuna og berið
fram með slettu af rjóma ofan á og
afganginum af steinseljunni til skrauts.
Berið fram strax.
Rjóminn er svo borinn fram í skál og
setur hver rjóma eftir smekk á sinn
disk. Borðið með góðu brauði og
smjöri.
U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s
&Matur vín
Espressokaffi
Vélin er sett á eldavélarhellu við efsta straum. Þegar suðan kemur upp
myndast þrýstingur og vatnið þrýstist upp í gegnum kaffið, þá má slökkva
á hellunni. Þegar hættir að krauma í vatninu er kaffið tilbúið í efsta hlutan-
um. Hrærið lítillega í nýlöguðu kaffinu og berið fram beint úr vélinni. Kaffið
hefur mikil bragðgæði, er nokkuð þykkt og með mikinn og góðan ilm.
föStudaGuR 2. fEBRúaR 200746 Helgarblað DV
Torres Viña Esmeralda (Spánn)
Gullið í þetta skiptið fær Esmeraldan frá Torres. Eitt
af flaggskipum Miguels Torres sem er á meðal
fremstu víngerðarmanna í heiminum í dag. Kemur
frá Penedès-héraðinu á Spáni. Í víninu koma saman
tvær skemmtilegar þrúgur en það eru Moscatel og
Gewurztraminer og bera þær með sér mikinn þokka
sem bersýnilega skín í gegnum bragðið þegar það er
smakkað, þurrt og ferskt og kómískt berjabragð.
Tilvalið er að notast við uppskriftina hér að ofan
með þessu víni en einnig má nota það með
austurlenskum mat.
Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.190 kr.
(Besta tengdamömmuvínið í ár)
Cloudy Bay Chardonnay
(Nýja-Sjáland)
Þið ykkar sem ekki hafið heyrt um eða smakkað
þetta vín ættuð að vera áfram í Síberíu eða
einhvers staðar því hér kemur flott taktík frá
Nýja-Sjálandi. Hér kemst þú hvað næst hreinni
fullkomnun í víngerð að mínu mati, sömu gæði
og í góðum Búrgúndara, eini munurinn er sá að
þú þarft ekki að gefa handlegg eða fótlegg fyrir
flöskuna heldur bara 2490 krónur, sem er vel
sloppið miðað við gæði. Ávextir, eik, ferskjur,
smá pera og greipbragð sem fer með bragð-
laukana í leikhús, hreinn unaður í annars
klikkaðri tilveru vínekrunnar.
Verð í vínbúðum ÁTVR: 2.490 kr.
De Martino Chardonnay
Legado (Chile)
Ég kynntist þessu víni þegar ég var við veiðar í
Cameron Lodge í Tierra Del Fuego en þar fylgdi
allt vín með veiðileyfunum frá morgni til kvölds.
Ég átti svo sem ekki von á neinum sérstökum
vínum en annað kom svo sannarlega á daginn.
Þetta vín er einstakt, og þá fyrir þær sakir að
eikin gefur því dýpt og elegans, mikill og ferskur
ilmur af ananas skín fram fyrir sítrusinn, dálítið
væld en á beinu brautinni. Flaskan er belgmikil
og flott og þú hreinlega átt að eiga svona
heima fyrir er gesti ber að garði. Með
stórlúðusteik, ljósu kjöti, súpunni hér að ofan,
ekki spurning.
Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.600 kr.
axel ó.
skrifar: axelo@visir.is
Ásthildur skorar á Guðríði Sig-
urðardóttur, starfsmannastjóra
Pennans. „Hún er náttúrulega
af Snæfellsnesi, eins og aðrar
sannar hnallþórur og
húsfreyjur. Algjörlega
mergjaður kokkur,“
segir Ásthildur um
arftaka sinn.
Matgæðingur vikunnar er Ásthildur Sturlu-dóttir, verkefnisstjóri hjá Eignarhaldsfélag-
inu Portus hf. sem byggir Tónlistar-
og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Krist-
rún Lind Birgisdóttir skoraði á hana
og sagði hana ótrúlega hæfileika-
ríka í eldhúsinu. Ásthildur ætlar að
gefa lesendum uppskift að fiskisúpu.
„Fiskisúpan úr Ólafshúsi er mik-
ið uppáhald í fjölskyldunni og með-
al vina minna,“ segir Ásthildur. „Svo
vinsæl er súpan að einu sinni stopp-
aði flugvél í Hólminum á leið sinni
frá Ísafirði til Reykjavíkur, full af far-
þegum sem höfðu heyrt af súpunni
og vildu gæða sér á henni.
Mér finnst óskaplega gaman í eld-
húsinu og tel mig nokkuð flinka á
því sviði, þó að ég sé ansi löt svona
í miðri viku við eldamennskuna. Þá
er einfaldara að skreppa í mat til fjöl-
skyldunnar eða vina. Munar ekki svo
mikið um einn penan munn til! Um
helgar, þegar ég fer heim í Ólafshús í
Stykkishólmi, tekur húsfreyjan í mér
völdin enda er ég með frábæra að-
stöðu og útsýni yfir Breiðafjörð sem
veitir innblástur við matargerð. Ég
er lítið fyrir uppskriftir, þetta er allt
svona eftir skapi hverju sinni. Hrá-
Ásthildur Sturludóttir eldar vinsæla fiskisúpu MatgæðingurinnNaan-brauð
l 200 ml mjólk
l 2 msk. sykur
l 1 poki þurrger eða 5 tsk.
l 600 gr hveiti
l 1 tsk. salt
l 2 tsk. lyftiduft
l 4 msk. olía
l 1 dós hreint jógúrt
Krydd:
l 1 msk. Maldonsalt
l 1 msk. indversk kryddblanda
l 25 gr smjör
l 1–2 hvítlauksrif,
smátt söxuð
Setjið ger og sykur
saman í skál og hellið
volgri mjólk yfir. Látið
standa í 15 mínútur.
Blandið síðan hveiti, salti, lyftidufti, olíu
og jógúrt saman við germjólkina. Látið
deigið hefast í skál í 1 klst. við stofuhita.
Hitið ofninn í 275°C, eða 210–220°C í
blástursofni. Skiptið deiginu í 10–12
hluta og hnoðið kúlur úr þeim. fletjið
síðan kúlurnar út nokkuð þunnt. Raðið
brauðunum á plötu sem er klædd
bökunarpappír og bakið þau í 5–7
mínútur. Þið getið líka bakað þau á efri
grind á gasgrilli. Bræðið svo smjörið og
látið kryddið og hvítlaukinn úti. Þegar
brauð er komið úr ofninum er
smjörblandan sett ofan á heitt brauðið.
Dhal
– indverskur
linsubaunaréttur
l 6 hvítlauksrif
l 2 grænir chilli
l bútur á stærð við meðalkartöflu af
ferskum engifer
l 300 gr grænar linsur
l góður slatti ólívuolía
l 2 tsk. kummin
l 1 tsk. gott karrí
l 5 grænir kardimommubelgir
l 1 lítri grænmetissoð
l sítróna
l ferskur kóríander
l sýrður rjómi
Engifer, hvítlaukur og chilli maukað
saman, helst í matvinnsluvél. Vel af
ólívuolíu hitað á pönnu, mauki bætt út
á pönnuna og látið krauma. Hinum
kryddunum bætt í, linsurnar skolaðar,
settar á pönnuna og steiktar með
kryddunum í stutta stund. Grænmetis-
seyði bætt út í og allt látið krauma uns
linsurnar eru mjög mjúkar. Smakkað til
með sjávarsalti og ef til vill fleiru...
Sítróna kreist yfir hvern disk. Góð sletta
af sýrðum rjóma sett ofan á og ferskum
kóríander stráð yfir.
eftirsótt súpa
Ásthildur segir fiskisúpuna
svo vinsæla að einu sinni
stoppaði flugvél í Hólminum
á leið frá Ísafirði til Reykjavík-
ur, full af farþegum sem vildu
fá að bragða á henni.
Fiskisúpan
vinsæla
Dv mynD stefán
silfur
gull Brons