Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Qupperneq 49
Þegar Karen Christensen fékk son- inn Snorra Stein í fangið nýfæddan segist hún fyrst og fremst hafa fyllst þakklæti yfir því að vera með heil- brigt barn í fanginu. „Samskipti okkar Snorra Steins hafa alltaf verið mjög góð. Hann er líflegur og duglegur strákur, sem fjölskyldan og handboltaumhverfið mótaði. Hann var líka góður ungling- ur og ég veit ekki til þess að hann hafi skammast sín fyrir mömmu sína!“ segir Karen. „Hann byrjaði mjög snemma að æfa handbolta og ég hef fylgt honum eftir eins og kostur er og farið á eins marga leiki og mér hefur verið unnt.“ Karen var á HM í Þýskalandi, þar sem hún fylgdist með undanriðli og milliriðli, en síðustu leiki horfði hún á í sjónvarpinu heima í stofu með fjöl- skyldunni en segist aldrei verða æst. „Það er hluti af leiknum að strák- arnir detti eða eitthvert hnjask verði,“ segir hún. „Það þýðir lítið að verða reiður út í leikmenn eða dómara, þetta er bara hluti þess að taka þátt í handboltaleikjum. Ég hugsa að flest- um strákanna þyki bara gott að hafa einhvern úr fjölskyldunni á áhorf- endabekkjum því allur stuðningur er jákvæður. Ég er mjög sátt við að þjóð- in skuli öll eigna sér þessa stráka og kalla þá „strákana sína“.“ Kann vel til heimilisverka Karen segist hafa fylgst með syni sínum á öllum stórum mótum og þeg- ar hún er spurð hvað þau eigi einkum sameiginlegt svarar hún: „Gott jarðsamband! Allar sam- verustundir okkar eru góðar, ég get ekki tiltekið einhvern sérstakan stað eða stund þar sem okkur líður best saman.“ Snorri Steinn er alinn upp á holl- um og næringarríkum mat, borðaði einkum morgunkorn í morgunmat og þegar ég spyr Karenu hvort hún hafi kennt honum heimilisstörf svar- ar hún að bragði: „Kennt og kennt ekki... Hann kann vel til heimilisverka og sinnir þeim öllum í dag.“ Og spurningunni um hvernig best er að rækta samband við uppkominn son svarar Karen: „Með því að vera til staðar.“ „Ég fór á nánast alla leiki sem hann tók þátt í,“ segir hún. „Ég sleppti reyndar einum leik í desember eitt- hvert árið og fór á jólatónleika. Hann er enn að minnast á það...!“ Þegar mamman er ekki í höllinni sjálfri á leikjum, fylgist hún með leikj- unum í sjónvarpinu. „Fjölskyldan og vinir okkar horfa gjarnan saman á leikina og ég er yfir- leitt mjög róleg – ásýndar að minnsta kosti! Svo koma svona ósjálfráðar hreyfingar og bofs annað slagið!“ Þau mæðgin eru í góðu sambandi og hringja oft hvort í annað. „Ég þarf að vita um meiðsli og slíkt, það er í eðli mæðra,“ segir hún og brosir. „Við hringjumst þó yfirleitt ekki á á leikdegi því þá veit ég að ein- beitingin þarf að vera í lagi og vil ekki trufla.“ Hefurðu áhyggjur þegar þú sérð hann detta og slíkt? „Ó, já, mikil ósköp! Ef ekki ég, hver þá?!“ Verðurðu aldrei brjáluð út í þá sem hrinda honum?! „Nei, ég get ekki sagt það – þetta er allt hluti af leiknum og ég vil ekki trúa því að neinn geri svona viljandi!“ Þrif á baði sérgrein Guðjóns Vals Hún segir strákinn hafa það frá sér að vera fyrirferðarmikill og ákveðinn, þurfa öryggi og hafa allt á hreinu. „Bestu stundirnar okkar eru á spjalli við eldhúsborðið heima,“ seg- ir hún. Sem leiðir talið að matarvenjum stráksins, sem Guðrún Ína segir hafa verið frekar matvandan dreng sem hún gaf allan venjulegan heimilis- mat. „Eftirlætismaturinn hans er ný ýsa, kartöflur og rúgbrauð, læri, hakk og spaghettí – og svo „súkkulaði- kakan hennar mömmu“. Á morgn- ana fékk hann oftast hafragraut og morgunkorn – en ristað brauð með rabbabarasultu og kókómalt er enn í uppáhaldi.“ Kenndirðu honum húsverk? Kann hann að strauja, ryksuga, skipta á rúmum...? „Hér er spurt um viðkvæman hlut! Hann kann þetta allt saman nema kannski að strauja, en þrif á baði er hans sérgrein eða var kannski frekar þar sem mér skilst að ég hafi ofgert honum í því verki!“ Hvernig finnst þér Guðjón Valur vera sem fullorðinn einstaklingur? „Svar við svona spurningu verð- ur hvorki kalt mat né hlutlaust, en í mínum huga er hann mikill fjöl- skyldumaður, hlý persóna, hógvær, hreinskilinn, má í raun ekkert aumt sjá, er greiðvikinn og svo alveg rosa- lega stundvís.“ Hvernig tilfinning er að eiga son sem öll þjóðin eignar sér í nokkurn tíma á nokkurra ára fresti? Ertu af- brýðisöm eða stolt? „Fyrst og fremst stolt!“ Þeir eru strákarnir okkar núna, en eftir HM verður hann ... „Strákurinn minn!“ Hvenær hefur þér fundist þú mest ómissandi í lífi hans? „Þegar hann var barn og þurfti leiðsögn og stuðning. Það heitir víst uppeldi – sem ég vona að hafi skilað sér í heilsteyptum og hamingjusöm- um einstaklingi. Það var mitt hlut- verk.“ Hvernig ræktar maður vináttu- samband við uppkominn son sinn? „Með því að vera góður við tengdadótturina! – nei smá grín – en að því slepptu þá þarf maður fyrst og fremst að gera sér grein fyrir að barn- ið manns verður fullorðið og þá er um að gera að treysta því og vera ekki með afskiptasemi heldur ræða sam- an eins og fullorðið fólk.“ DV Helgarblað föstudagur 2. febrúar 2007 49 Framhald á næstu síðu Strákarnir okkar Við köllum þá „strákana okkar“, öskrum og hoppum af gleði þegar vel gengur og tárumst þegar þeir tapa. Við vitum að þeir eru góðir í handbolta, en vitum ekkert um hvað þeim þótti best að fá í morgunmat, hvort þeir hafi verið góðir unglingar og hvort þeir kunni að skúra og strauja. Sex stoltar mömmur sögðu Önnu Kristine ýmislegt um strákana sína. Strákur í góðu jarðsambandi Greiðvikinn, hlýr og rosalega stundvís Margrét Bárðardóttir, mamma Markúsar Mána Michaelssonar: „Ég var einstæð móðir um tíma og beið alltaf eftir unglinga- vandamálunum en þau komu aldrei! Í kringum tíu ára aldurinn vildi hann ekki að ég kæmi að horfa á hann keppa í fótbolta...“ Margrét Sigfúsdóttir, mamma Sigfúsar Sigurðssonar: „sigfús er hlýr og gefandi ungur maður sem er mikill vinur vina sinna. en geri einhver eitthvað á hlut hans eða hans nánustu, þá verður minn maður allreiður!“ Ingigerður Gunnarsdóttir, Inga, mamma Róberts Gunnarssonar: „Ég átti það til að ræða við dómarana og mætti meira að segja stundum inn á völlinn að ræða við þá! Það voru sett á mig mörk. Ég má ekki missa mig eða hrópa nafn róberts yfir Höllina!“ DV MYND StefáN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.