Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 12
miðvikudagur 4. arpíl 200712 Fréttir DV Kostnaður við rannsókn Baugsmálsins er 150 millj- ónir hið minnsta og senni- lega mun meiri. Helgi Gunn- ar Magnússon segir að löggæsla eigi ekki að skila hagnaði og telur áætlanir um 700 milljóna kostnað vera út í hött. Gestur Jóns- son segir að ef markmið manna hafi verið að skaða Baug þá sé því takmarki löngu náð. Baugur er nú stærsta fyrirtæki í einka- eigu sem starfar á Bret- landseyjum. HUNDRUÐ MILLJÓNA FARA Í SAKSÓKNINA „Við getum ekki sleppt því að rann- saka brot bara af því að það kostar peninga. Við erum bundnir af lögum um hlutverk okkar. Það er spurning hvort menn vilji að lögreglan sé rek- in eins og fyrirtæki og kröfur gerðar um hagnað. Eigum við að reyna að rannsaka mál með það að markmiði að það sé peningalegur ávinningur af því,“ spyr Helgi Gunnar Magnús- son hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra þegar hann er spurður um kostnað embættisins við rann- sókn Baugsmálsins. Sagt var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins fyrir síðustu helgi að kostnaður lögreglu og ákæru- valds við rekstur Baugsmálsins væri hátt í sjö hundruð milljónir króna. Fréttin var reyndar dregin til baka að kvöldi sama dags og fréttastof- an tilkynnti að mistök hefðu átt sér stað við útreikning á kostnaðinum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er efins um að það þjóni tilgangi að reikna út kostnaðinn við málið. Hann telur að 700 milljónir sé frá- leit tala. Hundruð milljóna Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að Rík- isútvarpið hafi reiknað kostnað- inn út frá kostnaði við rekstur alls embættisins en ekki bara efnahags- brotadeildarinnar. „Þeir hafa eitt- hvað ofmetið þetta,“ segir Gestur. Hann bendir á að í þinghaldi hafi komið fram að sérfræðikostnaður við málið hafi numið 55 milljónum króna. Sá málskostnaður sem þegar hafi verið greiddur hlaupi á bilinu 50 til 60 milljónir. Á Alþingi kom fram að Sigurður Tómas Magnússon sak- sóknari og þrír aðstoðarmenn hefðu kostað 34,5 milljónir. Því er ljóst að kostnaðurinn nemur 150 milljón- um, hið minnsta. Þarna er ekki tal- inn kostnaður efnahagsbrotadeildar- innar sjálfrar. „Ég get náttúrlega ekki sagt til um hvað þetta hefur kostað efna- hagsbrotadeildina, það er hins veg- ar augljóst að sá kostnaður hleypur á hundruðum milljóna króna,“ segir Gestur. Stærstir í Bretlandi Kostnaður Baugsmanna við að halda uppi vörnum í málinu ligg- ur ekki fyrir. Gestur segir það ljóst að varnarkostnaður Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar sé vel yfir eitt hundrað milljónir. „Það er hins vegar annars konar kostnaður hjá fyrirtæk- inu sjálfu sem er miklu, miklu meiri. Þá er ég fyrst og fremst að tala um kostnað við fundahöld og aðgerð- ir ætlaðar til þess að forða fyrirtæk- inu frá stórum skaða vegna málaferl- anna.“ Baugur er nú stærsta fyrirtæki í einkaeign sem starfar á Bretlands- eyjum. Þá eru ekki talin fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað. „Fyrir slíkt fyrirtæki að standa í svona lög- uðu er náttúrlega meira en lítið mál. Þessi starfsemi byggist á því að bank- ar, lánastofnanir og viðskiptamenn hafi traust á stjórnendum fyrirtækis- ins,“ segir hann. Gestur segir málið hafa haft skelfi- legar afleiðingar fyrir viðskiptahags- muni fyrirtækisins og miklum fjár- munum hafi verið varið í að halda sjó. „Ef takmark manna var að valda tjóni þá er því löngu náð.“ Kostnaðarsöm málverkafölsun Umfangsmiklar rannsóknir kosta peninga. Til samanburðar við þær 150 milljónir sem Baugsmálið hef- ur kostað lögreglu og ákæruvald að lágmarki má benda á að áætlaður kostnaður embættisins við rannsókn á svokölluðu málverkafölsunarmáli nam 40 til 50 milljónum króna. Þar af var aðkeyptur sérfræðikostnaður fyr- ir tuttugu milljónir. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglu- stjóraembættinu í janúar árið 2003 kom fram að rannsókn málsins hefði verið óvenjulega tímafrek og kostn- aðarsöm. Tíu starfsmenn embættis- ins hefðu unnið að málinu og leitað hefði verið til lögreglu í Danmörku og Bretlandi. 181 málverk var tekið til rannsókn- ar. Þar af voru ákærur gefnar út vegna 103 verka. Rannsóknin leiddi í ljós að fimm þessara verka voru ófölsuð en vafi lék á uppruna 63 málverka. Ekki var ákært vegna 63 mál- verka. Í yfirlýsingu ríkislögreglu- stjóraembættisins sagði að nið- urstöður rannsókna þættu ekki nægilegar til sakfellingar. „Verður látið við svo búið standa, en Lista- safni Íslands og eigendum er gerð grein fyrir rannsóknarniðurstöðun- um,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er spurning hvort menn vilja að lögreglan sé rekin eins og fyrirtæki og kröfur gerðar um hagnað. Eigum við að reyna að rannsaka mál með það að markmiði að það sé peningalegur ávinningur af því.“ Sérstakur saksóknari Sigurður Tómas magnússon og þrír aðstoðarmenn kostuðu ríkið 34,5 milljónir á árunum 2005 til 2007. kostnaður við Baugsmálið er 150 milljónir hið minnsta. Þá eru ótalin útgjöld efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra við rannsóknina sem staðið hefur frá því árið 2002. rÚv áætlaði að heildarkostnaðurinn gæti numið 690 milljónum. í ljós kom að mistök voru gerð í útreikn- ingum, en ýmislegt bendir til að sú tala geti verið nærri lagi. Höfðabakki 9 • Sími 544 5330 • Fax 544 5355 straumur@straumur.is 26 20 / TA K TÍ K 2 00 7 11 Vinnustaðir - íþróttahús Eigum fyrirliggjandi ódýra, læsanlega skápa fyrir föt eða persónulega muni. Verðdæmi: 5 skápar í röð kr. 40.910 + vsk SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.