Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 56
miðvikudagur 4. apríl 200756 Ættfræði DV Merkir Íslendingar: ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst fimmtudaginn 4. apríl 1957 FRIÐRIK ÓLAFSSON VANN EINVÍGIÐvið H. Pilnik Friðrik Ólafsson skákmeistari vann skákeinvígið sem þeir Pilnik hafa háð með sér hér í Reykjavík nú að undanförnu. Síðasta skák þeirra hófst í fyrrakvöld og stóð þá yfir í fimm klukkustundir. Þá fór hún í bið og var henni framhaldið í gærkvöldi. Friðrik hafði hvítt og fékk von bráðar opnari stöðu. Hann fórnaði peði fyr- ir sóknarfæri í 21. leik, náði peðinu til baka skömmu síðar og náði síð- an öðru peði eftir fáeina leiki. Hann lenti síðan í tímahraki undir lokin, lék tvívegis illa í 38. og 39. leik, missti peðið til baka en hélt skákinni þó í steindauðu jafntefli og vann þar með einvígið. Þetta er í annað skiptið á einu og hálfu ári sem Friðrik ber sig- ur úr býtum í einvígi við Pilnik hér í Reykjavík. Friðrik lætur að sér kveða Íslendingar fylgdust spenntir með frammistöðu Friðriks Ólafssonar skákmeistara á þessum árum enda voru sigrar hans við taflborðið með ólíkindum. Hann vakti fyrst athygli á Skákþingi Reykjavíkur 1947, þá aðeins ellefu ára, varð efstur í meistaraflokki á Skákþingi Norðurlanda í Reykjavík 1950, sigraði á Skákþingi Íslands 1952, bar sigur úr býtum á Skákþingi Norð- urlanda í Esbjerg 1953 og varð fjórði á Hastings-mótinu fræga áramótin 1953 til 1954. Á heimsmeistaramóti unglinga 1953 varð hann þriðji ásamt Ivkov og sjötti á svæðismótinu í Prag sama ár. Gegnumbrotið Um miðjan sjötta áratuginn sýndi Friðrik svo og sannaði að hann var kominn í hóp allra sterkustu skák- manna heims. „Þetta voru dásamlegir tímar,“ segir Friðrik þegar hann rifjar upp þetta tímabil. „Þetta var gegnum- brotið í mínum skákferli. Sá tími þeg- ar nánast allt gengur upp og manni fannst maður vera að klífa tindinn. Líklega eiga allir svona tímabil í sínu lífi þótt þau séu auðvitað mislöng og misheilladrjúg. Ég háði skákeinvígi við argentínska stórmeistarann Piln- ik í Reykjavík 1955 og lék hann óneit- anlega grátt. Sama ár varð ég efstur á Skákþingi Norðurlandanna, ásamt Bent Larsen, og um áramótin varð ég efstur á Hastings-mótinu, ásamt Kortsjnoj. Það var mikill vegsauki. Þar með þögnuðu þær raddir sem vildu meina að sigurinn á Pilnik hefði ver- ið tilviljun.“ Friðrik var útnefndur alþjóðleg- ur meistari, fyrstur Íslendinga, 1956, sigraði á Guðjónsmótinu það ár og tefldi öðru sinni á 1. borði á ólympíu- skákmótinu. Árið 1957 sigraði hann Pilnik í öðru einvígi þeirra eins og getið er um hér að framan, varð annar á svæðismótinu í Wageningen og fékk þar með rétt á þátttöku í millisvæða- mótinu í Portoroz 1958. Þar varð hann fimmti, ásamt Bobby Fischer, var út- nefndur stórmeistari það ár og ávann sér rétt til þátttöku í áskorendamót- inu 1959 þar sem hann lagði sjálfan Petrosjan að velli. Gyðingarnir Pilnik og Najdorf Hermann Pilnik var gyðingur, fæddur í Þýskalandi 1914, sonur efnaðs verksmiðjueiganda, en flutti til Argentínu 1930. Hann varð skák- meistari Argentínu 1942, 1945 og 1958 og stórmeistari 1952 og tefldi á fimm ólympíuskákmótum fyrir Arg- entínu á árunum 1950-1958. Ásamt Miguel Najorf var Pilnik þekktasti skákmeistari Argentínu um þetta leyti. Najdorf var reyndar einnig gyðingur, fæddur í Póllandi, en varð innlyksa í Argentínu eftir ólymp- íuskákmótið í Buenos Aires 1939 er seinni heimsstyrjöldin braust út. Hann missti síðan alla fjölskyldu sína í heimsstyrjöldinni. Íslandsdvöl ævintýramanns Pilnik kom til Íslands í september 1955 að áeggjan Freysteins Þorbergs- sonar skákmanns. Hér tefldi Pilnik fjöltefli, tók þátt í mótum, háði þessi tvö einvígi við Friðrik og eitt einvígi við Inga R. Jóhannsson en þeir skildu jafnir. „Pilnik var á hátindi frægðar sinn- ar þegar hann kom hingað til lands,“ segir Friðrik. „Með árangri sínum á millisvæðamótinu í Gautaborg 1955 hafði hann áunnið sér rétt til að keppa á áskorendamótinu í Hollandi 1956. Hann átti því ekki von á að tapa fyrir strák eins og mér.“ Hér á landi var Pilnik svo meira og minna búsettur næstu tvö árin. Hann kynntist hér íslenskri konu, Erlu Magnúsdóttur, og saman fóru þau til Frakklands 1957 og þaðan til Argentínu. Erla giftist síðar þýskum auðmanni er flutt hafði til Argentínu eftir stríð, Arnold von Gravenhorst. „Ég hitti Erlu og Arnold í Buenos Aires og bjó hjá þeim er ég keppti þar á sterku skákmóti 1960,“ segir Frið- rik. „Erla er enn á lífi og er nú búsett í Flórída.“ En hvernig náungi var Pilnik? „Hann var óneitanlega töluverður bóhem. Hann var frábitinn öllu streði og átti það jafnvel til að tefla eða spila bridge upp á peninga, meðal ann- ars í svokölluðum Ásaklúbbi sem var til húsa í Tryggvagötunni á þessum árum. En ég er samt ekki í vafa um að hann lífgaði töluvert upp á skáklíf okkar með veru sinni hér.“ Síðustu árin var Pilnik búsett- ur í Venesúela þar sem hann kenndi skák við herskólann í Caracas. Þar lést hann árið 1981. Síðasta einvígisskák Friðriks og Pilniks 1957: Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Hermann Pilnik Ricter-árás í Sikileyjarvörn 1. e4 c5; 2. Rf3 Rc6; 3. d4 cxd4; 4. Rxd4 Rf6; 5. Rc3 d6; 6. Bg5 e6; 7. Dd2 a6; 8. 0-0-0 h6; 9. Bh4 Db6; 10. f4 DxR; 11. DxD RxD; 12. HxR Bd7; 13. Be2 Bc6; 14. Bxf6 gxf6; 15. Bh5 Hg8; 16. g3 Be7; 17. Hf1 Hg7; 18. Hd2 b5; 19. He1 b4; 20. Re2 e5; 21. Rg1 exf4; 22. Re2 fxg3; 23. Rxg3 Hg5; 24. Hd4 Hb8; 25. Rf5 Kf8; 26. Be2 a5; 27. h4 Hg2; 28. Rxh6 d5; 29. Bf3 Hg6; 30. exd Bd7 31. d6 Bd8; 32. Rg4 Bb6; 33. Hf4 f5; 34. Re5 Hxd6; 35. RxB+ HxR; 36. Hxf5 Hbd8; 37. h5 a4; 38. Be2 He7; 39. h6 Be3+; 40. Kb1 Bxh6; - Friðrik lék biðleik. Biðskákin var tefld miðvikudags- kvöldið 3. apríl og lauk henni þannig: 41. Hd1 HxH; 42. BxH He1; 43. Hd5 Be3; 44. b3 axb; 45. cxb Hg1; 46. Kc2 Bg5; 47. Be2 Hg2; 48. Kd3 Be7; 49. Ke3 Hg3+; 50. Ke4 Hg2; 51. Bc4 Hxa2; 52. Hf5 f6; 53. Hb5 Ha1; 54. Hb8+ Kg7; 55. Hg8+ Kh7; 56. Hg2 Ha5; 57. Hh2+ Kg7; 58. Hg2+ Kh6; 59. Hh2+ Kg5; 60. Hg2+ Kg4; 61. Hg7 f5; 62. Kf3 Bc5; 63. Hg2 Ba7; 64. Hg6 Ha2; 65. Hg2 Ha5 66. Hg6 Hc4; 67. Ha6 Bb8; 68. Hb6 Hc8; 69. Hxb Kg5; 70. Hb5 He8; 71. Be6. Hér var samið um jafntefli og Friðrik vann því einvígið með 4 1/2 vinningi gegn 3 1/2. Árni Thorsteinsson f. 5.4. 1829, d. 1907 Árni Thorsteinsson, síðasti land- fógetinn, fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann var albróðir Steingríms Thorsteinssonar, rekt- ors Lærða skólans og eins helsta skálds síðrómantísku stefnunnar hér á landi. Foreldrar þeirra voru Bjarni Thorsteinsson, amtmaður á Arnar- stapa og einn valdamesti embætt- ismaður þjóðarinnar á fyrri helm- ingi nítjándu aldar, og kona hans, Þórunn, dóttir Hannesar, biskups í Skálholti Finnssonar, biskups í Skál- holti Jónssonar. Meðal bræðra Þór- unnar voru Jón Finsen bæjarfógeti, faðir Hilmars Finsen landshöfðinga, og Ólafur Finsen yfirdómari, afi Vil- hjálms Finsen, fyrsta ritstjóra Morg- unblaðsins. Árni lauk lögfræðiprófi frá Kaup- mannahafnarháskóla 1854. Hann var sýslumaður Snæfellsnessýslu frá 1856 en skipaður landfógeti og bæj- arfógeti í Reykjavík 1861, síðan ein- göngu landfógeti frá 1874 er emb- ættin voru aðskilin og var veitt lausn 1904 er embættið var lagt niður. Það fer ekkert á milli mála að Árni var helsti höfðinginn í Reykjavík á síðari helmingi nítjándu aldar. Hann og kona hans Soffía Kristjana Hann- esdóttir héldu glæsilegt og gest- kvæmt heimili í húsi sínu sem enn stendur við Austurstræti númer 20, sem löngu síðar varð Hressingarskál- inn og síðar meir hamborgarastað- ur McDonalds. Í Sögu Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriksson er prýðileg greinargerð um húsakosti, heimilis- hald, heimilisbrag, neysluvenjur og félagslíf þessara höfðingjahjóna við Austurstrætið. Þótt Árni væri háttsettur embætt- ismaður og konungskjörinn þing- maður verður að telja hann nokk- uð víðsýnan og framfarasinnaðan. Hann var bæjarfulltrúi um skeið, að- alstofnandi sparisjóðs í Reykjavík, forseti Hins íslenska fornleifafélags, einn af stofnendum Garðyrkjufé- lagsins og beitti sér mjög fyrir stofn- un sjúkrahúss í Reykjavík. Trjágarð- ur hans sem enn er til bak við húsið í Austurstræti var rómaður og öðrum til fyrirmyndar á sinni tíð. Meðal barna Árna og Soffíu Kristjönu voru Hannes bankastjóri, Árni tónskáld og Sigríður, kona Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjórans í Reykjavík. Ættfræði DV kjartan gunnar kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk� dv.is Frá viðureign Íslands og Argentínu á ólympíuskákmótinu í Amsterdam 1954 Friðrik og Najdorf á fyrsta borði en guðmundur S. guðmundsson og Bolbochan á öðru borði. Freysteinn Þorbergsson fylgist með í bakgrunni fyrir miðju, og pilnik er lengst til hægri. - mynd í eigu Friðriks Ólafssonar. Friðrik Ólafsson og Hermann Pilnik Sitja að tafli í fyrra einvígi sínu 1955. - mynd í eigu Friðriks Ólafssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.