Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 55
DV Páskablað miðvikudagur 4. apríl 2007 55 djarfur, miklu djarfari en ég og ég myndi frekar segja að Jón Ásgeir sé líkur Óla en ég. Kannski er eitthvað af þessu í genunum? En nei,“ svar- ar hann næstu spurningu. „Við Óli hefðum ekki verið góðir saman í við- skiptum, við áttum ekki samleið þar. Við töluðum saman daglega og vor- um miklir vinir en ég held það hefði ekki gengið að við værum saman í atvinnurekstri.“ Leiðindamálið Hér átti ekki að nefna einu orði leiðindamálið sem Jóhannes og fjöl- skylda hafa staðið í, en einhvern veg- inn er ekki alveg hægt að sleppa því, sérstaklega ekki þar sem við höfum verið að tala um móður hans, sem málið hlýtur að hafa tekið mikið á. „Já, þetta hefur tekið mikið á móð- ur mína, sem oft á tíðum skildi ekki fréttaflutninginn. Hún hringdi oft grátandi eftir að hafa horft á fréttir og hélt að við værum á leið í fangelsi. Lái henni hver sem vill að hafa ekki alltaf náð samhenginu – við skiljum þetta stundum ekki sjálf. Ég er sjálf- ur í góðu andlegu jafnvægi þrátt fyrir allt, en þetta reynir mikið á alla sem í kringum okkur eru. Mér hefur þótt miklu erfiðara að horfa upp á börn- in mín í þessum málaferlum held- ur en að standa í þeim sjálfur. En vissulega tekur þetta á. Þetta er eins og allt annað sem maður lendir í á ævinni og ég vonast bara til að kom- ast sæmilega heill út úr þessu. Ég er þannig skapi farinn að ég hef getað lifað með þessu án þess að brotna saman eða farið þá leið að geta ekki horft framan í nokkurn mann. Sem betur fer höfum við haft efni á því að verja okkur, en eins og komið hefur fram í blöðum þá er það mjög illa séð af opinberum starfsmönnum að fólk sé yfirleitt að verja sig. Það hafa margir farið illa og misst allt sitt á því að lenda í þessum klóm þar sem einskis er svifist. Svo skulum við ekki ræða þetta mál meira, það á hvort sem er eftir að skrifa margar bæk- ur um Baugsmálið!“, segir hann og brosir á dularfullan hátt. Sögulok. Í Sláturfélaginu á föstudaginn langa Hann er á leið í páskafrí norður, en Jóhannes á lögheimili á Akureyri. Hann og Guðrún sambýliskona hans hafa vetursetu vestur á Seltjarnar- nesi og hann segist kunna vel við sig á báðum stöðum. „Guðrún kona mín á tvö börn, 10 og 15 ára, sem eru í skólum vestur á Seltjarnarnesi. Þar eiga þau sína vini – vinnan mín, fjölskyldan okkar beggja og vinir eru mest hér sunnan heiða þó svo bæði við og börnin eig- um ekki síður góða vini fyrir norð- an. Okkur líður vel á báðum stöðum en Akureyri hefur mikið aðdráttar- afl fyrir okkur öll. Þar erum við með hesta, erum í golfi, förum á skíði og þar er gott að vera. Ég á nú ekki von á því að ég sæki margar messur yfir páskahátíðina þótt ég sé vissulega alinn upp í Guðs trú og góðum sið- um.“ Og hann er ekki einn þeirra sem fannst „föstudagurinn langi“ óvenju lengi að líða. „Síður en svo,“ segir hann. „Mér þótti alltaf óskaplega gaman um páskana, því þá var svo mikið um heimsóknir. Amma, afi og frænd- systkinin komu í kaffi og kökur og á föstudaginn langa fór ég alltaf með pabba í vinnuna. Þótt aðrir ættu frí þann dag, átti maður í kjötverslun ekki frí. Þá var verið að taka á móti kjötinu, úrbeina og útbúa fyrir há- tíðina. Stærsti söludagur ársins var laugardagur fyrir páskadag því þá var aðal hátíðarmaturinn á páskadag. Nú eru breyttir tímar og mér sýnist flestir kjósa að hafa hátíðarmatinn á laugardagskvöldinu til að eiga frí frá matseld á páskadag. Við sjáum það líka í Bónusverslunum um allt land hversu mikið það hefur aukist að fólk eigi sumarbústaði sem það kýs að verja tíma sínum í þessa helgidaga.“ Páskaeggin minnka með árunum Það liggur við að hann sé búinn að svara áður en næsta spurning hef- ur verið borin upp að fullu: „Já, ég fæ alltaf páskaegg, en þau minnka alltaf eftir því sem aldurinn færist yfir,“ segir hann hlæjandi. „Ég er rosalegur nammigrís, stórhættu- legur þegar sælgæti er annars vegar. Það er einn af veikleikum mínum, en ég segi að það sé ekki gott að vera kaupmaður og geta ekki smakkað á því sem er til sölu í versluninni. Og ef þig langar að vita hver eftirlætis málsháttur minn er þá get ég sagt þér að hann er „græddur er geymd- ur eyrir“!“ En hvernig fer nammigrís sem er að verða 67 ára að halda sér í svona góðu formi? Varla með því að smakka á öllu sælgætinu í búðunum? „Nei, en væri ekki frábært að geta sagt að sælgætið í Bónus sé grenn- andi?!“ segir hann. „Ég held að ég haldi mér nú bara í góðu formi vegna þess að ég er hættur að reykja og hættur að drekka áfengi og finnst starf mitt skemmtilegt. Ég held að það haldi fólki ungu að vera að sýsla við það sem því líkar við. Ef maður hefur heilsu er allt hægt. Ég fer í ræktina þri- svar í viku og á sumrin geng ég mik- ið á golfvellinum. Ég er ekki góður í golfi, en ég er góður í að ganga á golf- völlum...og bráðefnilegur.“ Binni borgar En þar sem þú komst sjálfur inn á áfengislaust líf, þá trúi ég því varla að þú ætlir að vera fyrir norðan á föstu- daginn langa þegar AA samtökin halda afmælsihátíð sína? „Jú, ég verð fyrir norðan, en það skiptir engu máli. Binni borgar.“ Binni borgar? „Já, það er þannig að ég hef að vísu farið nokkrum sinnum á af- mælishátíðina, en alls ekki alltaf og stunda ekki fundi í miklum mæli. En Binni vinur minn hjá Blómaverk- stæði Binna mætir alltaf vikulega á fundi og borgar kaffið fyrir mig og sig. Hann segir að ég sé edrú vegna þess að hann borgi fyrir mig! Það er gott að Binni vinur minn hefur þessa trú og að hún skuli ganga eftir.“ Að þessu lífi loknu Það er varla að maður þori að spyrja manninn út í hvað hann haldi að taki við að þessu lífi loknu. En þeg- ar hann hefur sagt mér að hann sé í Meyjarmerkinu, eigi meira að segja afmæli sama dag og konan hans og það sé stór sparnaður í því: „bara ein terta“, læt ég slag standa. „Að þessu lífi loknu held ég að eitthvað ennþá skemmtilegra bíði okkar. Það er líka von til þess að þá verði búið að draga í dilka og mað- ur þurfi ekki að umgangast aðra en þá sem manni líkar þeim mun betur við. Að maður geti semsagt valið sér dilk til þess að dvelja í...“ „Binni vinur minn hjá Blómaverkstæði Binna mætir alltaf vikulega á fundi og borgar kaffið fyrir mig og sig. Hann segir að ég sé edrú vegna þess að hann borgi fyrir mig! Það er gott að Binni vinur minn hef- ur þessa trú og að hún skuli ganga eftir.“ Frændi „Óli var djarfur, miklu djarfari en ég og ég myndi frekar segja að Jón Ásgeir sé líkur Óla en ég. við Óli töluðum saman daglega og vorum miklir vinir en ég held það hefði ekki gengið að við værum saman í atvinnurekstri.“ FuLLur AF StArFSorku „mér finnst það tóm mannvonska sem liggur að baki lagasetningu sem þeirri að fólk megi ekki vinna eftir að ákveðnu aldursmarki er náð. Þetta er afburða fólk með þjónustulund og verksvit í farteskinu. Fólk verður einmana og þunglynt þegar það er dæmt frá þátttöku í þjóðfélag- inu,“ segir Jóhannes sem þekkir slíkt af eigin raun. „Að er líka von til þess að þá verði búið að draga í dilka og maður þurfi ekki að umgangast aðra en þá sem manni líkar þeim mun betur við. Að maður geti sems- agt valið sér dilk til þess að dvelja í...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.