Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 70
Góður tölvuleikur er ekki góður tölvuleik- ur, nema maður fái að drepa nokkra nasista í leiðinni. Þetta hef ég alltaf sagt. Medal of Honor: Heroes er fyrsti skotleikurinn sem ég prófa á PSP. Leikurinn gerist í seinni heims- styrjöldinni og er nokkurs konar samantekt á Medal of Honor leikjunum frægu. Leikmenn eru hluti af úrvalssveit hermanna sem þurfa að drepa þá nasista, sem venjulegir hermenn eru ekki færir um að drepa. Verkefnin eru skemmtileg og hasarinn nægur. Medal of Honor hefur aðeins tvo galla. Fyrir það fyrsta er leikurinn alltof stuttur. Þegar maður er bú- inn að bjarga Hollandi, Ítalíu og Belgíu, er gamanið búið. Maður fær ekkert að spreyta sig á Arnarhreiðrinu sjálfu. Ömurlegt. Svo eru það stýringarnar en það gefur augaleið að jafn smá og samanþjöppuð tölva mun eiga í vandræðum með að stýra skotleik. Ekki það að maður venjist ekki stýringunum, heldur getur maður aldrei masterað þær að fullnustu. Þess vegna er ósanngjarnt að gefa stig fyrir hittni, þar sem það er mjög erfitt að stýra byssunni. Að öðru leyti er leikurinn full- kominn. Multi-player fítusinn bætir það upp hve leikurinn er stuttur, en síðan ég kláraði leikinn hef ég verið iðinn við að keppa við nasista staðsetta í öllum hornum heimsins. Þannig séð er Medal of Honor: Heroes besti leikur sem ég hef prófað á PSP, en því miður þá er þetta hálfófyrirgefanlegt með stýring- arnar og kostar eina stjörnu. Dóri DNA dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s MIÐVIKUdagUr 4. aPrÍL70 Páskablað DV leikirtölvu Sims 2 Celebration Stuff - PC Full auto 2: Battlelines - PSP afterburner - PSP Call of duty Warchest - PC guitar Hero Bundle - XboX 360 Kíktu á þessa leiKjatölvur NiNteNdo.is Heimasíðan nintendo.is hefur verið tekin í gegn og fengið nýtt andlit. Takmarkið með síðunni er að gera upplýsingar um Nintendo- leikjavélar og -leiki, aðgengilegri fyrir almenning. Þá hefur einnig verið stofnað samfélag Nintendo- áhugafólks á Íslandi. Samfélagið kallast Nintendo- klúbburinn og er hægt að skrá sig í hann á síðunni. Klúbbmeðlimir fá send fréttabréf og tilkynningar um sértilboð frá ormsson. Wii og DS fá hvort sitt svæði á síðunni, þar sem fjallað er um það helsta sem um er að vera hverju sinni. Mario og soNic saMaN Væntanlegur er leikurinn Mario & Sonic at the olympic Games. Hann er merkilegur vegna þess að í honum mætast hinar sögulegu tölvuleikjafígúrur Mario og Sonic í fyrsta sinn í tölvuleik. Leikurinn verður fáanlegur bæði á Wii og DS. Leikurinn er gerður í kringum ólympíuleikana sem fara fram í Peking 2008. Persónur úr heimum Marios og Sonics munu einnig prýða leikinn sem er væntanlegur í verslanir um jólin. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hina umtöluðu Elite-út- gáfu af Xbox. Nú hefur hulunni ver- ið svift af þessu verst geymda leynd- armáli tölvuleikjabransans og Xbox 360 Elite litið dagsins ljós. Tölvan verður varanleg viðbót við Xbox- keðjuna en ekki í takmörkuðu upp- lagi eins og sögusagnir hermdu. Það er ekkert launungarmál að Microsoft sé að setja Elite-vélina á markað til þess að reyna að stemma stigu við hinni geysiöflugu PS3. Xbox 360 Elite verður með 120GB hörðum disk í stað þess 20GB sem er fá- anlegur fyrir. Á vélina bætist einnig HDMI- tengi sem styður spil- un 1080p mynda. Þetta er í rauninni helsta breytingin við Elite-vélina sem er að öðru leyti sama Xbox 360-vélin og hinar. Það kemur töluvert á óvart en HD-DVD-spilarinn fylgir ekki með Elite- útgáfunni eins og bú- ist var við en á PS3 er Blu-Ray DVD-spilari staðalbúnaður í öll- um vélunum. Einnig var búist við því að Elite-vélin kæmi í smærri út- gáfu en svo er ekki. Hægt verður að kaupa 120GB harða diskinn sér þannig að Xbox 360 eigendur þurfa ekki að fjárfesta í Elite-útgáfunni til þess að fá aukið minni. Elite-vélin er svört á litinn. Þá verður einhver hluti aukahluta sem fáanlegir eru fyrir Xbox einnig svartir og í stíl við tölvuna. Elite-vél- in er þegar komin út í Bandaríkjun- um og Kanada en engar dagsetning- ar hafa verið gefnar upp um hvenær hún kemur á markað í Evrópu. Xbox 360 á langstærstan hluta markaðarins af þriðju kynslóðar tölvunum enda verið mun lengur á markaði en Wii og PS3. Wii hefur þó sótt hart að Xbox og selst grimmt en sala á PS3 hefur farið hægt af stað og verið undir væntingum. Salan er þó farin að taka við sér í kjölfar þess að PS3 kom á markað í Evrópu. Til dæmis seldist PS3 í 165.000 eintökum á opnunarhelginni í Bretlandi en það er 60.000 ein- tökum meira en Wii, sem átti metið fyrir. Leikjatölvustríðið heldur áfram og aðeins tíminn mun leiða í ljós hver sigurvegarinn verður. En alveg víst er að stríð- inu er langt frá því að vera lok- ið. asgeir@dv.is Medal of Honor: Heroes Úrvalsafþreying tölvuleiKur H H H H H Réttu méR lúgeRinn, guntheR! Microsoft hefur sett á markað Xbox 360 Elite til þess að standast PS3 snúning: resideNt evil 4 á Wii Staðfest hefur verið að leikurinn Resident Evil 4 muni koma út á Nintendo Wii. Talið var að hætt hefði verið við að útfæra leikinn fyrir Wii en nú virðist sem allt sé komið á fullt aftur og leikurinn komi út í lok júní. Þetta verður þá annar Resident Evil- leikurinn sem kemur á Wii en fyrir er til Resident Evil: Umbrella Chronicles. Xbox uppfærð til höfuðs Ps3 Aukabúnaður Elite er með 120gB harðan disk og HdMI-tengi. PS3 rokselst í bretlandi og slær met Microsoft hefur sett á markað Xbox 360 Elite til þess að standast PS3 snúning. Xbox 360 Elite Kostar 479 dollara í Bandaríkjunum. sérútgáfa Bioshock Fyrirtækið 2K mun gefa út takmark- aða sérútgáfu af leiknum bioshock eftir að beiðni barst frá aðdáendum leiksins. Forsvars- menn 2K sögðust ætla að gera sérútgáfu af leiknum ef 5.000 undirskriftum yrði safnað en það var Cult of Rapture- heimasíðan sem stóð fyrir beiðninni. Nú hafa 18.000 manns skrifað sig á listann og sérútgáfan verður því að veruleika. Útgáfan verður fáanleg bæði á Xbox 360 og PC en ekki hefur verið gefið upp hvað nákvæmlega mun fylgja pakkanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.