Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 36
miðvikudagur 4. apríl 200738 Akureyri DV
Á Árskógssandi í Eyjafirði er
lítil bruggverksmiðja starfrækt.
Hjónin Agnes Hanna Sigurðardóttir
og Ólafur Þröstur Ólafsson lögðu
allt sem þau áttu undir þegar þau
ákváðu að skella sér í ævintýrið.
Í verksmiðjunni, sem hefur verið
starfrækt í hálft ár, brugga hjónin
bjórinn Kalda. Verksmiðjan er
skemmtileg heim að sækja.
„Ég var að horfa á fréttir í Rík-
issjónvarpinu, þar sem sagt var
frá litlu brugghúsi í Danmörku.
Við urðum strax gífurlega spennt
og viku síðar vorum við komin út
á fund bruggsmiðjueigendans.
Tveimur mánuðum síðar undir-
rituðum við tækjakaupasamning í
Tékklandi og fyrir akkúrat ári síðan
byrjuðum við að byggja verksmiðj-
una. Við gerðum þetta nokkurn veg-
in allt saman sjálf, við fengum smið
til þess að reisa grindina, en að öðru
leyti var þetta í okkar höndum,“ seg-
ir Agnes stolt.
Á Árskógssandi eru framleiddir
170.000 lítrar af Kalda á mánuði.
Þegar blaðamann bar að garði
voru iðnaðarmenn að vinna
hörðum höndum við að stækka
verksmiðjuna. „Við erum að stækka
um 80 prósent, enda önnum við
alls ekki eftirspurn. Þetta er búið að
ganga alveg ótrúlega vel.“
Í verksmiðjunni á Árskógssandi
starfa auk hjónana tékkneskur
bruggmeistari og fjórði starfsmað-
ur. Agnes segir hjónin ekki hafa
haft neitt vit á bjórbruggun áður
en þau fóru af stað með ævintýr-
ið. „Það var mjög gott fyrir okkur
að vita ekki neitt, því við leituðum
beint til fagmanna og hlustuðum á
það sem þeir höfðu að segja. Bæði
humlarnir og byggið er það besta
fáanlega í Tékklandi. Við vitum vel
að við getum ekki keppt við bjór-
framleiðslurisana og því leggjum
við áherslu á að búa til aðra vöru.
Kaldi er ekki gerilsneyddur og það
eru engin rotvarnarefni í honum,
fyrir vikið er hann hollari en endist
ekki eins vel aðrir bjórar. Það hefur
þó ekki komið að sök, þar sem hann
hefur alltaf selst upp.“
Sjávarútvegurinn er aðal atvinnu-
greinin á Árskógssandi og störfuðu
hjónin bæði við hann áður en þau
hófu að brugga bjór. Agnes segir að
verksmiðjan hafi hjálað mikið til við
að koma þorpinu á kortið. „Við höf-
um fengið um það bil tvö þúsund
gesti til okkar að skoða verksmiðj-
una. Þessi verksmiðja er ólík öllum
öðrum, því hér kemur mannshönd-
in mikið við sögu. Okkar mark-
mið er að fólk upplifi sjarmann og
stemminguna í kringum lítið fjöl-
skyldufyrirtæki á landsbyggðinni,
þegar það bragðar á bjórnum.“
Agnes hvetur fólk á landsbyggð-
inni til þess að opna augun fyrir
tækifærum í kringum sig. „Það er
gríðarlega mikið af tækifærum til
atvinnusköpunar á landsbyggðinni.
Fólk þarf bara að fá klapp á bakið og
stuðning. Þegar við byrjuðum leit-
uðum við til Impra, sem er nýsköp-
unarverkefni og það hjálpaði okkur
ótrúlega mikið.“
valgeir@dv.is
Hjónin Agnes Hanna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafs-
son reka litla bruggverksmiðju í heimabyggð sinni á Árskógs-
sandi. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar hér á landi, en
hjónin brugga bjórinn Kalda.
Óteljandi tækifæri
Agnes við bruggtækin
„við erum að stækka um 80 prósent,
enda önnum við alls ekki eftirspurn.
Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega
vel,“ segir agnes Hanna.
á landsbyggðinni