Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 28
miðvikudagur 4. apríl 200728 Páskablað DV Vandfenginn er Vinur trúr „Þegar við Friðrik Þór vorum að alast upp í Vogahverfinu gekk eitt prósent þjóðarinnar í Vogaskóla, tvöþúsund af tvöhundruðþúsund, og auðvitað þekkti maður mjög marga, misvel en samt ... ,“ seg- ir Einar Már.„Ég hugsa mikið um örlög manna, sem orðið hafa mis- jöfn ... Nokkrir eru farnir og sumir eru mér endalaus ráðgáta. Ég gæti nefnt marga sem ég er í sambandi við, suma miklu, aðra lauslegu. Svo eru nokkrir í hugskeytasambandi við mann og alltaf er maður að hitta einhverja. Þetta er mikll sög- upottur.“ Einar Már segir andlega leit hafa sameinað hann, Friðrik Þór og tvo aðra vini. „Friðrik Þór eða Frikki kom í bekkinn þegar við vorum níu ára og síðan vorum við í sama bekk alveg þar til í menntaskóla. Allur bekkur- inn okkar féll á landsprófi, svo við fórum lengri leið, gagnfræðapróf og svo í framhaldsdeildirnar í Lind- argötuskóla. Þetta var alveg frábær ráðstöfun og við Frikki höfum fylgt hvor öðrum, gengið saman, drukk- ið saman, unnið saman, mótast saman. Við þurfum ekkert að hitt- ast á hverjum degi, en erum alltaf innan seilingar, ef á þarf að halda. Samt hittumst við oftast af tilefn- islausu. Ég kíki á karlinn og hringi í hann og svo öfugt. Á meðan við vorum unglingar voru tveir aðrir í okkar hópi, Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður og Örn Daníel Jónsson félagsfræðingur. Svo voru ýmsir aðrir hópar, en það sem sam- einaði okkur fjóra var einhver svona andleg leit. Þetta sé ég svona eftir á að hyggja.“ Einar Már minnist þeirrar stund- ar sem þeir vinirnir smökkuðu fyrst áfengi og hver það var sem verslað í ÁTVR. „Annars vorum við bara svona lífsglaðir unglingar ... Til dæmis vígði Bakkus okkur Frikka í hirð sína saman. Við vorum fimmt- án, sextán ára gamlir. Það var fyrir skólaball í Vogaskóla. Við keyptum okkur viskýflösku, blönduðum inni- haldinu saman við gosdrykkinn Sínalkó og drukkum af stút bak við Teitssjoppu. Slík fyrstu kynni gleymast seint, en þó komst sá háttur á að þegar við vorum farnir að sækja ungl- ingaskemmtistaðinn Las Vegas við Grensásveg, þá drukku menn gjarn- an hver sína flöskuna af japanska hrísgrjónavíninu sakí á sjoppup- laninu eða einhvers staðar áður en haldið var í fjörið með hinum ungl- ingunum. Sá fullorðinlegasti í bekknum okkar, sem síðar varð einn af yfir- mönnum fíkniefnalögreglunnar, gat verslað í áfengisversluninni, en ástæðurnar fyrir sakí drykkjunni voru tvær: annars vegar var það ódýrasti drykkurinn í ríkinu en hins vegar sáum við það óspart teygað í bíómyndum Kurosawa. Þær voru sýndar í Hafnarbíói ef ég man rétt. Þá voru myndir utan hinnar amer- ísku alfaraleiðar afar fátíðar í bíó- húsum borgarinnar. Að vísu var starfræktur kvikmyndaklúbbur á vegum MR og einu sinni í viku, á mánudögum, sýndi Háskólabíó sér- stakar úrvalsmyndir. Þarna sá Friðrik Þór myndir eftir meistara á borð við Bunuel, Rocha, Godard, Kurosawa, Wim Wenders, Herzog og fleiri og svo hugfanginn var hann af kvikmyndum þessara jöfra að hann tók sjálfur að sér að stjórna kvikmyndaklúbbnum sem eftir það hét Kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna. Þá gat hann bæði valið mynd- irnar, sýnt þær og séð. Flestar þeirra sá hann mörgum sinnum og þar fór hans raunverulega kvikmyndanám fram; með því að sjá hvernig meist- ararnir beittu frásagnartækni aug- ans. Þetta er í fullu samræmi við þá kenningu Ernest Hemmingways að sjálfar bókmenntirnar séu besti skóli rithöfundanna. Seinna unnum við saman að kvikmyndahandritum, Börnum náttúrunnar, Bíódögum og Englum alheimsins, og þegar við höfum verið að vinna saman hefur komið í ljós að við þekkjumst það vel að við vitum alveg hvað hinn er að meina, svona í alls kyns smáat- riðum, sem skipta þó stóru máli. Það er hægt að segja svo margt um Frikka, fullt af sögum og svo segir hann sjálfur alveg ógrynni af sögum. Það er alltaf gaman að segja frá að þegar Börn náttúrunn- ar var tilnefnd til Óskarsverðlaun- ann og tapaði fyrir Ítölum, þá var Frikki strax með skýringu á því, sem sé að mafían hefði svo góð sambönd í Hollywood. Svo hefur oft blásið á móti karlinum, og það tekur á, en hann hefur þetta alltaf af og það virðast vera einhverjir góðir andar í kringum hann sem fylgjast með honum. Við erum alltaf góðir vinir, það er kjarni málsins, og góðir vinir standa saman. Þetta eru hlutir sem þarf ekkert að ræða. Ég verð að ljúka þessu á einu til- svari Friðriks sem ég held mikið upp á. Það var þegar þýski kvikmynda- gerðarmaðurinn Werner Herzog heimsótti Ísland. Herzog var þá ný- kominn frá Perú og hélt fund í Þýska bókasafninu og sat fyrir svörum. Samræður fóru fram á ensku. Herz- og var spurður um möguleika nor- rænnar kvikmyndagerðar og taldi hann þá mjög litla, vegna þess að gagnstætt Perú væri svo lítinn sárs- auka að finna á götum norrænna borga. Þá hafði Friðrik ekki gert margar myndir en var samt snögg- ur upp á lagið og sagði: „We got the pain in the brain.“ alltaf innan seilingar ef á þarf að halda Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, lék sér við Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmann í æsku. Þeir féllu saman á landsprófi, blönduðu saman viský og sínalkó og hafa mótast saman. rækta Vináttuna með mikilli samVeru „Í vinahópnum eru Gísli Mart- einn Baldursson borgarfulltrúi, Rún- ar Freyr Gíslason leikari, Pétur Haf- liði Marteinsson knattspyrnumaður, Viðar Þór Guðmundsson, myndlista- maður og Ólafur Örn Guðmundsson flugmaður,“ segir Sigurður Kári og rifjar upp fyrstu kynnin. „Það má eiginlega segja að við drengirnir kynntumst áður en við lærðum að tala. Við erum svo að segja uppaldir í sama sandkassan- um í Breiðholtinu og þar hófst vin- átta sem hefur haldist óbreytt allar götur síðan. Við gengum allir í Hólabrekku- skóla þar sem við tókum virkan þátt í félagslífi skólans, gerðum okkur gildandi hjá nemendaráðinu, átt- um sæti í ræðuliðum og spurninga- liðum skólans, því það nægði okkur ekki aðeins að vera saman í bekk, heldur vörðum við öllum okkur tíma saman utan skólatíma. Þar fyrir utan æfðum við og lékum knattspyrnu með Fram. Til þess að innsigla fé- lagsskapinn formlega stofnuðum við hið merka spilafélag sem ber heitið Máni og héldum upp á 18 ára afmæli félagsins þann 1. apríl síðastliðinn. Við gáfum Gísla Marteini líka hund í afmælisgjöf, þrátt fyrir miklar ósk- ir foreldra hans um að við gerðum það ekki, en hundurinn var nefnd- ur í höfuðið á þessu merka félagi og í raun félagsskapnum.“ Sigurður Kári segir þá félaga hafa haldið áfram að gera sig gildandi þótt unglingsárin færðust yfir. „Sagan endurtók sig eiginlega á okkar góðu Verzlunarskólaárum. Mikið púður var sett í að gera sig breiða í félagsstörfum skólans, hvort sem það var innan nemendafélags- ins, í ræðu- eða spurningaliðum. Auðvitað kom þessi mikli félagsmála- áhugi niður á tímasókn á köflum, en á endanum held ég að við höfum all- ir fengið mikið út úr þessu stússi. Á Verzlunarskólaárunum unnum við líka flestir saman hjá föður mínum í Sundlaugunum í Laugardal, sem sundlaugarverðir. Ekki verður þó sagt að við höfum bjargað þar mörg- um mannslífum, enda gerðist þess sem betur fer ekki þörf.“ Sigurð Kára skortir ekki orð þeg- ar hann er beðinn að svara því hvers vegna hann telji vinina vera samstíga í stjórnmálaskoðunum. „Skynsemi... Við drengirnir höf- um alltaf verið samstíga í stjórnmál- um. Á háskólaárunum studdum við og tókum virkan þátt í störfum Vöku og síðar Sjálfstæðisflokksins, eigin- lega þrátt fyrir að enginn okkar hafi fengið sérstaklega pólitískt uppeldi. Ætli almenn skynsemi hafi ekki gert það að verkum að við gengum til liðs við þann flokk og við sjáum ekki eft- ir því.“ Og vináttuna virða þeir og gæta þess að týna henni ekki. „Í dag eru samskiptin í vina- hópnum afar mikil. Fyrir utan það að við búum flestir í nágrenni hver við annan eins og í gamla daga, leggjum við mikið upp úr því að vera saman og gera skemmtilega hluti með fjölskyldum okkar. Við ferðumst saman innan lands og utan og höldum okkur fast í gaml- ar hefðir sem felast í því að hittast og spila, borða saman og eiga góðar stundir, hvort sem er um jól, páska eða aðrar hátíðir. En að öllu jöfnu ræktum við okkar vináttu með mik- illi samveru og reynum að styrkja hver annan og styðja í því sem við tökum okkur fyrir hendur.“ Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður á trausta vini, sem eru vel þekktir í þjóðfélaginu. Þeir kynntust ungir að árum, hafa verið samstíga í lífinu og í stjórnmálum og hafa brallað margt saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.