Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 43
DV Akureyri miðvikudagur 4. apríl 2007 43 Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Það hefur verið mikil uppgangur á síðustu misserum hjá Leikfélagi Akureyrar. Aðsókn í leikhúsið hefur margfaldast á síðustu árum og aldrei hefur verið meira um að vera hjá félag- inu en nú um páskahelgina. Þrjú leikverk verða sýnd á fjölum leikhúsins um páskana. Þeirra á meðal er nýtt íslenskt leikverk, Lífið notkunar- reglur. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, er himinlifandi með leik- árið. Einvala lið listamanna kemur að Lífið notk- unarreglur. Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði verkið, Megas samdi tónlistina og leikstjórn var í höndum Kjartans Ragnarssonar. „Þetta eru miklir reynsluboltar og mikill akkur fyr- ir leikhúsið að fá þessa frábæru listamenn til liðs við okkur. Þeir stýra hér kraftmiklum hópi nýrrar kynslóðar íslenskra leikara.“ segir hann, en verkið er unnið í samvinnu við útskriftarár- gang leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og er lokaverkefni þeirra við skólann. „Leikritið hefur hlotið góða dóma og afbragðs aðsókn, þegar er uppselt á 22 sýningar. Á fimmtudag og laugardag verðum við með tvær sýningar á dag. Það er virkilega ánægjulegt að leikritið nái svona góðu gengi. Þetta er hrífandi og falleg sýning sem veltir upp ýmsum spurningum og snertir við fólki.“ Leiksýningin Bezt í heimi, sem sýnd var í Iðnó við miklar vinsældir, verður gestasýn- ing Leikfélags Akureyrar í kringum páskana. „Við ákváðum í upphafi leikárs að fá eina gestasýningu sem yrði sýnd undir vorið. Við völdum Bezt í heimi vegna þess að hún er mjög vel lukkuð sýning, sem unnin er út frá innflytjendamálum, en í mjög létt- um dúr. Það eru erlendir leikarar sem leika að mestu á íslensku. Það er mjög gaman að fá þessa sýningu til Akureyrar á þess- um tímapunkti, enda fjallar hún um mál- efni sem eru mjög viðeigandi í umræðunni í dag. Í leikritinu er gert grín að þjóðarsál- inni, þjóðarstoltinu og hvernig við höfum tekið á útlendingum í gegnum tíðina.“ Einleikurinn Ausa Steinberg er þriðja sýningin sem sýnd verður í kringum pásk- ana. „Ilmur Kristjánsdóttir leikur í þess- um einleik, hún fékk glimrandi dóma fyr- ir frammistöðu sína. Þetta er yndislegt verk og mjög mannbætandi. Það fjallar um níu ára einhverfa stúlku og hennar sýn á lífið og tilveruna. Ilmur var tilnefnd til Grímunnar á sínum tíma fyrrr frammistöðun sína. Þetta er gamansamt, hlýtt og fallegt verk sem læt- ur engan ósnortinn. Í tilefni páskanna ætl- um við að sýna það í Akureyrarkrikju. Okkur fannst það viðeigandi út frá efni verksins að sýna þetta í kirkjunni, það ætti því að vera há- tíðleg stemming,“ segir Magnús Geir og bætir við: „Þetta verða leikhúspáskar í leikhúsbæn- um Akureyri.“ valgeir@dv.is Leikhúspáskar á Akureyri Leikfélag Akureyrar sýnir þrjú leikverk í kringum páskana. Leikritið Lífið notkunarreglur hefur hlotið frábærar viðtökur, en auk þess verða leikverkin Bezt í heimi og Ausa Steinberg sýnd í kringum páskana. Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Leikfélags Akur- eyrar segist himinlifandi með árangur Leikfélagsins. Ausa Steinberg ilmur kristjándsdótti r leikur níu ára einhverfa stúlku í ein leiknum. Magnús Geir Þórðarson„Það er mikill akkur fyrir leikhúsið að fá þessa frábæru listamenn til liðs við okkur“ Næsta kynslóð leikara lífið notkunarreglur hefur hlotið frábærar viðtökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.