Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 40
miðvikudagur 4. apríl 200740 Akureyri DV
Kaupmaðurinn á horninu er ekki dauður úr öllum æðum og það sannar Hólabúðin í miðbæ Akureyrar. Versl-
unin hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni í rúm fimmtíu ár. Með tilkomu lágvöruverslana breyttist Hóla-
búðin að mestu úr kjörbúð í sérhæfða verslun um áhöld og efni til víngerðar og dafnar vel.
Hólabúðin í miðbæ Akureyrar
er samofin sögu bæjarins frá því
fyrir seinna stríð. Lengst af öllum
hefur Yngvi kaupmaður í Hólabúð-
inni staðið vaktina, eða í um það
bil sextíu ár. Dóttir hans, Nanna
Yngvadóttir var þó á bak við af-
greiðslukassann þegar blaðamann
DV bar að garði á dögunum.
„Hann pabbi byrjaði að vinna
hérna í kringum fermingu og í
dag er hann 75 ára gamall,“ seg-
ir Nanna um föður sinn. Kaup-
mannsbúðirnar hafa róið lífróð-
ur með tilkomu stórmarkaða, en
Hólabúðin lifir ennþá góðu lífi.
Nanna segir ómögulegt að keppa
við Bónus og Krónuna og því hafi
búðin farið að sérhæfa sig í sölu
efna og áhalda til víngerðar. „Þetta
var lengi vel venjuleg kjörbúð, nú
erum við farin að sérhæfa okkur
í víngerðinni, enda er hún mjög
vinsælt áhugamál á Akureyri. Við
erum eina búðin á Norðurlandi
sem er sérhæfð í þessum vörum.“
Hún segir það algengt að erlendir
ferðamenn komi í Hólabúðina og
haldi að þeir geti keypt áfengi. „Við
höfum varla við að benda þeim á
ríkið,“ segir hún létt í bragði.
Kúnnahópur búðarinnar er
fastmótaður, margir Akureyringar
hafa komið daglega í verslunina
í marga áratugi. Hún segir Hóla-
búðina einstakan vettvang fyrir
þjóðfélagsumræðu. „Hingað koma
allir þjóðfélagshópar, allt frá verka-
mönnum upp í ráðherra. Það er
ekki óalgeng sjón að sjá ráðherra
og þingmenn úr öllum flokkum að
rökræða stjórnmál hér í búðinni.
Menn fá sér kaffi og spjalla saman.
Það hefur oft verið sagt um Hóla-
búðina að hún sé staðurinn sem
fólk komi á til þess að fá fréttir af
því nýjasta í þjóðmálunum og bæj-
arlífinu, pabbi minn fréttir af öllu
sem gerist.“
Nanna segir marga brottflutta
Akureyringa koma við í búðinni
þegar þeir heimsækja bæinn. „Full-
orðið fólk sem man eftir búðinni og
pabba sem börn kemur hingað og
eru flest orðlaus yfir því að þessi
búð skuli ennþá vera til. Því finnst
það alveg frábært.”
Vettvangur þjóðfélagsumræðu
Nanna í Hólabúðinni
„Þetta var lengi vel venjuleg kjörbúð, nú erum við farin að sérhæfa okkur í
víngerðinni, enda er hún mjög stórt áhugamál á akureyri,“ segir Nanna
Yngvadóttir.