Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 26
miðvikudagur 4. apríl 200726 Páskablað DV Vandfenginn er Vinur trúr ekki sjálfgefið að eiga traustan Vinahóp Davíð Þór Jónsson er einn af Kát- um piltum úr Hafnarfirði. Þann hóp mynduðu Steinn Ármann Jónsson leikari, Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður, Hjörtur Howser, Atli Geir Grétarsson og Hallur Helgason. „Þessi félagsskapur, eða „félagið“, eins og hann er kallaður hvunndags er laustengdur, og jafnvel enn laus- beislaðari, hópur stráka sem kynntust í Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar,“ segir Davíð Þór.„ Einhverjir höfðu tengst í sínum gömlu grunnskólum og félagslífið í Flensborg slengdi þeim vinahópum saman og í ljós kom að menn höfðu svipuð áhugamál og áttu skap saman. Eitt leiddi af öðru eftir útskrift, menn görfuðu í hinu og þessu, Leikfélagi Hafnarfjarðar um tíma og auðvitað í hljómsveitinni Kátum piltum, þannig að sambandið slitnaði aldrei alveg eftir stúdentspróf. Menn voru auðvit- að misaktífir og fór hver að gera sitt, en alltaf voru tengslin ræktuð. Síð- an fór það auðvitað þannig að allstór hópur fór að vinna skapandi vinnu og varð áberandi. Í slíkri vinnu leit- uðum við gjarnan eftir samstarfi hver við annan, bæði í fjölmiðlum, tónlist- arsköpun og í leikhúsi. Okkur fannst það einfaldlega betra, því við höfum sama húmor og líður vel í „kemistrí- unni“ sem myndast okkar á milli. Fyr- ir vikið virkuðum við kannski út á við sem miklu samansúrraðri og lokaðari klíka en við í rauninni erum. Núna er ég ekki frá því að við séum farnir að líta á aðild að þessu félagi sem meiri verðmæti en áður, enda ekki sjálfgefið að menn á fimmtugsaldri eigi svona stóran, traustan og dyggan vinahóp sem rekja má aftur til unglingsár- anna.“ Davíð Þór Jónsson er einn af Kátum piltum úr Hafnarfirði. Þann hóp mynduðu Steinn Ármann Jónsson leikari, Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður, Hjörtur Howser, Atli Geir Grétarsson og Hallur Helgason. Um vináttuna hafa mörg orð verið rituð og um hana samin ódauð- leg ljóð. Einn ís- lenskur málsháttur segir að ekki vanti vini þá vel gengur og annar að í þörf skuli vinar leita. En hvað er það sem bindur fólk traust- um vinaböndum í upphafi lífs og hvað þarf til að vinátta nái að vaxa og dafna? Við ræddum. Tölum saman ofT í viku Dagur B.Eggertsson,læknir og borgarfulltrúi og Guðmundur Steingrímsson hafa verið vinir um árabil og tengslin hafa frekar eflst en hitt. „Við Gummi kynntumst í MR“ segir Dagur B.Eggertsson. „Það var kannski ekki augljóst í fyrstu að við yrðum nokkurs konar fóstbræð- ur. Ég var alinn upp í Hraunbæj- arblokkunum í Árbæ en hann var forsætisráðherrasonurinn af Arn- arnesi. Ólíkt ýmsum átti Gummi hins vegar aldrei í vandræðum með að vera kominn af ráðherrum í marga ættliði. Hans forystugen birtist í sjálfstæðri hugsun, bein- skeyttum málflutningi og húmor, einsog þjóðin þekkir. Ég veit fáa sem er skemmtilegra að umgang- ast eða betra að vinna með í hóp, þar sem þarf að leita lausna, hugsa nýtt og skapa. Þess vegna dró ég hann með mér í stúdentapólitík í háskólanum (í skuggalega bókstaf- legri merkingu) á sínum tíma - og fagnaði manna mest þegar hann ákvað að fara í framboð fyrir Sam- fylkinguna í vor, ekki mín vegna, heldur samfélagsins: Gumma á þing! Líklega var það þessi sam- eiginlegi áhugi á betra samfélagi og metnaður til að gera vel sem tengdi okkur saman á mennta- skólaárunum. Á háskólaárunum varð ég svo hálfgerður húsgangur á heimili foreldra hans þegar ég skrifaði ævisögu Steingríms Her- mannssonar föður hans með- fram læknanáminu. Í dag eigum við Gummi dætur á nánast sama aldri og tölum saman oft í viku. Vinátta okkar byggir þó ekki síst á því að við höfum leitað hvor til annars þegar á móti hefur blás- ið. Bak við sjálfsháð og ískaldan húmor Gumma er einlægur og traustur vinur. Og það má mikið vera ef sú vinátta endist okkur ekki ævina út.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.