Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 32
Risamótin eru fjögur, US Masters
er alltaf fyrst og svo fylgja í kjölfar-
ið, Opna bandaríska meistaramótið,
Opna breska meistaramótið og PGA-
meistaramótið. Ólíkt öðrum risa-
mótum er US Masters alltaf leikið á
sama vellinum, Augusta-velllinum,
sem er völlur í einkaeign og staðsett-
ur í Georgíufylki.
Sigurvegari mótsins fær græna
jakkann sem þykir einn mesti heið-
ur í golfheiminum og hefur hann
verið veittur frá 1949. Sigurvegarinn
fær einnig að leika á öllum risamót-
unum fjórum í fimm ár og ævilangt
boðskort á US Masters. Í fyrra var
verðlaunaféð 7 milljónir dollara eða
rétt rúmlega 500 milljónir króna.
Sagan
Saga US Masters er glæsileg og
mörg af frægustu augnablikum golf-
sögunnar hafa orðið á Augusta-vell-
inum.
Arnold Palmer drottnaði yfir
Masters-keppninni frá 1958-1964
og vann græna jakkann alls fjórum
sinnum. Hann á einn ótrúlegasta
sigur í sögu Masters árið 1960 þegar
hann var einu höggi á eftir Ken Vent-
uri þegar tvær holur voru eftir. Pal-
mer setti 25 feta pútt niður á sautj-
ándu og jafnaði metin. Á átjándu og
síðustu holunni fékk hann fugl við
afar erfiðar aðstæður og sýndi og
sannaði að hann væri einn besti gol-
fari síns tíma.
Þegar Palmer var uppi á sitt besta
var ungur golfari að hasla sér völl,
Jack Nicklaus. Nicklaus vann fyrsta
græna jakkann sinn árið 1963.
Tveimur árum síðar, 1965, lék
hann nánast óaðfinnanlega og þeg-
ar hann hafði lokið leik var hann á 17
höggum undir pari og fagnaði sigri.
Nicklaus vann sinn fimmta græna
jakka árið 1975 þegar hann setti nið-
ur ótrúlegt 40 feta pútt á sextándu
braut. Hann vann Tom Weiskopf
í mögnuðu einvígi. Nicklaus vann
græna jakkann alls sex sinnum, oft-
ar en nokkur annar, en síðasti jakk-
inn hans kom árið 1986 þegar hann
var 46 ára gamall og er hann elsti
keppandinn sem hefur farið í jakk-
ann góða.
Gary Player frá Suður-Afríku varð
1961 fyrsti maðurinn utan Banda-
ríkjanna sem vann græna jakkann.
Eftir að Arnold Palmer hafði fengið
tvöfaldan skolla á síðustu holunni
nýtti Player sér sjaldséð mistök Pal-
mers til hins ítrasta og fagnaði sigri.
Player vann alls þrjú US Masters-
mót, það síðasta árið 1978 þá orð-
inn 41 árs gamall. Flestir höfðu af-
skrifað hann fyrir það mót en lengi
lifir í gömlum glæðum eins og hefur
sannast svo oft.
Greg Norman frá Ástralíu er að
margra mati mesti klúðrari í sögu
US Masters. 1987 tapaði hann í um-
spili fyrir heimamanninum Larry
Mize sem hafði nokkru áður unnið
við stigatöfluna á vellinum.
1996 hafði Norman 6 högga for-
ustu á Nick Faldo fyrir lokadaginn
miðvikudagur 4. apríl 200732 Sport DV
Fáir veðja gegn
Tiger Woods
Fyrsta risamót ársins í golfi, US Masters,
hefst á morgun. Talið er líklegt að baráttan
um græna jakkann muni standa á milli
Tigers Woods og Phils Mickelson, sem
hafa unnið fimm af síðustu sex mótum.
Gullbjörninn Jack Nicklaus, oftast nefndur gullbjörninn,
hefur unnið flesta græna jakka eða sex alls. Nicklaus vann
1963, 1965, 1966, 1972, 1975 og 1986 – þá orðinn 46 ára.