Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 4. apríl 200730 Páskablað DV Um heiminn með tónlistinaí farteskinuÓlöf Arnalds hefur lifað í heimi tónlist-arinnar frá því hún var sex ára. Hún hefur komið víða við, í klassískri tónlist, þjóðlagatón- list, poppi og rokki og komið fram um víða veröld. Ólöf er af tónlistarfólki komin og segir að margir ættingjar hennar hafi komið nálægt tónlistinni og hún hafi gaman af því að fleira ungt fólk sem ber Arnaldsnafnið sé að dúkka upp í tónlist- inni. Ó löf byrjaði í tón- listarnámi 6 ára gömul og byrjaði að læra á fiðlu þegar hún var 8 ára. ,,Ég skipti yfir í sönginn þegar ég var 16 ára en þrem- ur árum áður hafði ég smitast af söng- bakteríunni þegar ég söng í barna- óperunni Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar Ragnarsson, þar sem ég söng hlutverk Kalla. Uppfærslan á óperunni var í tilefni 40 ára afmælis gamla Tónmenntaskólans við Lind- argötu þar sem ég var að læra á fiðlu. Ég lærði söng hjá Ruth Magnússon, sem var frábær kennari, hún kenndi mér ótal hluti um söng, tónlist, list- ina og lífið sem ég bý ennþá að. Hún er minn fyrsti eiginlegi mentor í líf- inu.“ Þegar Ólöf var 21 árs venti hún kvæði sínu í kross og fór til Berlín- ar. Hana langaði til að fara í leiklist- arnám og fór í inntökupróf í leik- listarskóla í borginni. En það átti greinilega ekki fyrir henni að liggja að gerast leikkona því hún fékk ekki inngöngu í skólann. ,,Í framhaldi af þessu fékk ég áhuga á því að læra málvísindi og var á tímabili alveg ákveðin í því. Ég var sem sagt ákveðin í því að snúa mér að einhverju öðru allt öðru en listinni. En svo frétti ég af nýrri námsbraut í Listaháskólanum, nýmiðlabrautinni, flutti heim og settist á skólabekk í Listaháskólanum. Þar með var ég komin aftur í tónlistina.“ Stórsveit Nix Noltes og Múm Eitt leiddi af öðru meðan Ólöf var við nám í nýmiðladeildinni, meðal annars þátttaka hennar í búlgörsku samstarfi, undir handleiðslu Hilm- ars Jenssonar, við Listaháskólann. Upp úr því samstarfi óx Stórsveit Nix Noltes sem spilaði Balkanskaga- slagara. ,,Þegar ég byrjaði í þessu samspili hafði ég ekki spilað á fiðlu í sjö ár. Ég kunni orðið ágætlega á gítar, sem ég hafði verið að kenna mér á sjálf frá 14 ára aldri, en þar sem þrír prýðisgóð- ir gítarleikarar voru fyrir í samspilinu varð ég einfaldlega að fara heim og sækja fiðluna.“ Stórsveit Nix Noltes gaf úr plöt- una Orkideur Hawai sem var tekin Ólöf Arnalds Fjölhæf tónlistarkona. dv mynd gúndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.