Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 4. apríl 200730 Páskablað DV
Um heiminn með tónlistinaí farteskinuÓlöf Arnalds hefur lifað í heimi tónlist-arinnar frá því hún var sex ára. Hún
hefur komið víða
við, í klassískri
tónlist, þjóðlagatón-
list, poppi og rokki
og komið fram um
víða veröld. Ólöf er
af tónlistarfólki
komin og segir að
margir ættingjar
hennar hafi komið
nálægt tónlistinni
og hún hafi gaman
af því að fleira ungt
fólk sem ber
Arnaldsnafnið sé að
dúkka upp í tónlist-
inni.
Ó
löf byrjaði í tón-
listarnámi 6 ára
gömul og byrjaði
að læra á fiðlu
þegar hún var 8
ára.
,,Ég skipti yfir í
sönginn þegar ég var 16 ára en þrem-
ur árum áður hafði ég smitast af söng-
bakteríunni þegar ég söng í barna-
óperunni Kalli og sælgætisgerðin
eftir Hjálmar Ragnarsson, þar sem
ég söng hlutverk Kalla. Uppfærslan á
óperunni var í tilefni 40 ára afmælis
gamla Tónmenntaskólans við Lind-
argötu þar sem ég var að læra á fiðlu.
Ég lærði söng hjá Ruth Magnússon,
sem var frábær kennari, hún kenndi
mér ótal hluti um söng, tónlist, list-
ina og lífið sem ég bý ennþá að. Hún
er minn fyrsti eiginlegi mentor í líf-
inu.“
Þegar Ólöf var 21 árs venti hún
kvæði sínu í kross og fór til Berlín-
ar. Hana langaði til að fara í leiklist-
arnám og fór í inntökupróf í leik-
listarskóla í borginni. En það átti
greinilega ekki fyrir henni að liggja
að gerast leikkona því hún fékk ekki
inngöngu í skólann.
,,Í framhaldi af þessu fékk ég
áhuga á því að læra málvísindi og var
á tímabili alveg ákveðin í því. Ég var
sem sagt ákveðin í því að snúa mér að
einhverju öðru allt öðru en listinni.
En svo frétti ég af nýrri námsbraut í
Listaháskólanum, nýmiðlabrautinni,
flutti heim og settist á skólabekk í
Listaháskólanum. Þar með var ég
komin aftur í tónlistina.“
Stórsveit Nix Noltes og Múm
Eitt leiddi af öðru meðan Ólöf var
við nám í nýmiðladeildinni, meðal
annars þátttaka hennar í búlgörsku
samstarfi, undir handleiðslu Hilm-
ars Jenssonar, við Listaháskólann.
Upp úr því samstarfi óx Stórsveit
Nix Noltes sem spilaði Balkanskaga-
slagara.
,,Þegar ég byrjaði í þessu samspili
hafði ég ekki spilað á fiðlu í sjö ár. Ég
kunni orðið ágætlega á gítar, sem ég
hafði verið að kenna mér á sjálf frá 14
ára aldri, en þar sem þrír prýðisgóð-
ir gítarleikarar voru fyrir í samspilinu
varð ég einfaldlega að fara heim og
sækja fiðluna.“
Stórsveit Nix Noltes gaf úr plöt-
una Orkideur Hawai sem var tekin
Ólöf Arnalds Fjölhæf tónlistarkona.
dv mynd gúndi