Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 20
miðvikudagur 4. apríl 200720 Helgarblað DV Fjölskyldufjör um páskana Hott Hott á Hesti Íshestar í Hafnarfirði verða með hestaferðir alla páskana. Hægt er að velja á milli klukkutíma eða tveggja tíma ferða og eru brottfarir klukkan 10 og 14. Best er að hringja á undan sér og panta pláss en mæting er hálftíma fyrir brottför. Klukkutíma reiðtúr kostar 4.200 krónur og tveir tímar 4.900 en börn fá 25% afslátt. Innifalið í verði er allur búnaður eins og stígvél, hjálmur, regn- eða kuldagalli. Að reiðtúr loknum er kjörið að fá sér ekta íslenska kjötsúpu í veitingaaðstöðu hestamiðstöðvarinnar. Föndrað með trölladeig Ef veðrið er leiðinlegt um pásk- ana er tilvalið að taka föndurdag. Hér er uppskrift af trölladeigi en fleiri einfaldar en skemmtilegar föndurhugmyndir má fá á heima- síðunni fludir.akureyri.is. Trölladeig 300 gr salt 300 gr hveiti 1 msk. matarolía Þetta er hrært saman í skál og út í er vatni bætt í smáum skömmtum þar til deigið er orðið að stórri kúlu. Hnoðið deigið með höndunum þar til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Úr deiginu eru síðan alls konar fígúrur mótaðar. Það er til dæmis kjörið að nota piparkökumót. munið að gera gat á fígúrunar til þess að hægt sé að hengja þær upp. leggið fígúrurnar á bökunarplötu og bakið við 180°C í 1-2 klukkustundir. Stundum þarf að baka hlutina lengur ef þeir eru þykkir. Þegar búið er að baka hlutinn og hann hefur kólnað er tilvalið að mála hann. athugið að ef hluturinn er lakkaður þá lengir það líftíma hans töluvert. Séu menn ekki með aðgang að ofni er hægt að búa til keramikdeig til að föndra úr, því það þarf ekki að baka heldur er það bara látið þorna. Keramikdeig 1 bolli maisenamjöl 2 bollar salt 2/3 bolli vatn vatnið og saltið er soðið saman. maisenamjölið er leyst upp í 1/2 bolla af vatni og sett út í soðið. Þetta er hrært vel saman þar til þetta er orðið að ágætis deigi til að móta skemmtilegar fígúrur úr. páska-„bruncH“ á Hóteli Hótelin eru opin alla páskana og þannig er tilval- ið að gera sér dagamun og klæða sig fínt upp og mæta í mat á eitthvert þeirra. Veitingastaðurinn Vox á Nordica hóteli býður til dæmis upp á páska- „brunch“ 5., 6., 8. og 9. apríl frá 11.30 til 14. Verð fyr- ir fullorðna er 2.200 en börn á aldrinum 6 til 12 ára borga hálft verð. Börn yngri en 6 ára borða frítt. Börn geta vel haft gaman af því að fara á fína veitingastaði en vissulega þurfa foreldrarnir að sjá til þess að þau séu prúð og stillt. páskaungar í Húsdýragarðinum Það er opið í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum alla páskana milli klukkan 10 og 17 og verður þar ýmislegt skemmtilegt um að vera. Börnin geta komist á hestbak alla dagana á milli klukkan 14 og 14.30 og ef veður leyfir verða eftirfarandi tæki opin: lestin, hringekjan, krakkafoss, fallturn- inn og ærslabelgurinn. Í smádýrahúsinu er hægt að skoða sæta hænuunga og svo er líka hægt að taka þátt í páskaratleik þar sem fyrstu 1.000 krakkarnir sem leysa þrautina fá verðlaun. Á páskadag verður svo sunnudagaskóli á vegum Laugarneskirkju í garðinum kl. 11. Aðgangs- eyrir að garðinum er 550 krónur fyrir fullorðna og 450 krónur fyrir börn á aldrinum 5 til 12 ára. Yngri börn fá frítt inn. Vorlaukarnir gróðursettir Páskarnir eru rétti tíminn til þess að setja vorlaukana niður. Krakk- ar geta haft mjög gaman af slíku stússi. Leyfið þeim að velja sér tegund og setja niður í sitt eigið horn í garðinum. Það getur síð- an orðið að föstum lið að fylgjast með gróskunni og vökva. skautað í reykjaVík og á akureyri Skautahöllin í Reykjavík er opin alla páskana frá 13 til 18. Það kostar 700 krónur inn þurfi börnin að leigja skauta en annars er aðgangseyririnn 400 krónur. Fullorðnir greiða 100 krónum meira. Skautahöllin á Akureyri er líka opin alla pásk- ana á milli 13 og 17 og er sama verð þar og í Skautahöll Reykja- víkur. Vetrarfjör á Akureyri margir bregða sér á skíði um páskana en hægt er að fá upplýsingar um opnunar- tíma og ástand íslensku skíðasvæðanna á heimasíðunni www.skidasvaedin.is. 1 2 3 4 5 6 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.